Fréttablaðið - 28.02.2008, Page 34
[ ]
Helga Jóna Þórunnardóttir í
versluninni Nálinni á Lauga-
vegi 8 kennir fjölbreyttar
aðferðir við hannyrðir. Sumar
eru hefðbundnar og aðrar hipp
og kúl.
„Tvær hosur á einum og sama
prjóni. Hvernig er þetta hægt?“
varð undirritaðri að orði þegar
samstarfskona sýndi henni
afrakstur eins kvölds námskeiðs í
Nálinni. Þetta var tilefni til við-
talsbeiðni sem Helga Jóna tók vel
í. „Það er býsna skemmtileg
aðferð að prjóna tvo hluti á sama
hringprjóni og þægileg þegar
prjónaðir eru sokkar, vettlingar,
handstúkur og jafnvel ermar,“
segir hún. „Þá losnar maður við
það sem kallað er „seinna-sokka-
syndrómið“. Það er þegar seinni
sokkurinn er ólíkur þeim fyrri
eða er kannski alls ekki prjónað-
ur. Stundum getur sá fyrri líka
verið týndur þegar sá seinni
klárast!“ Hún segir fimm nám-
skeið í þessari prjónatækni hafa
troðfyllst þó að aðeins eitt hafi
verið fyrirhugað.
Helga Jóna er lærð í Danmörku
og hefur full réttindi til fullorð-
inskennslu. Hún hefur rekið Nál-
ina í næstum ár, fyrst í félagi við
vinkonu og síðustu mánuði með
móður sinni. Auk þess að sinna
versluninni heldur hún námskeið
á kvöldin sem njóta vinsælda.
„Það er setið hér við hannyrðir
flest kvöld í búðinni. Bæði kenni
ég og svo höfum við
fengið fleiri til liðs
við okkur,“ lýsir hún.
Helga Jóna nefnir
námskeið í hyrnu-
prjóni og hekli, meðal
annars rússnesku
hekli sem er sam-
bland af hekli og
prjóni. Útsaums-
námskeiðin segir
hún afar vel sótt. Þar eru
hin aðskiljanlegustu spor saumuð
í dúka, gardínur og fatnað. Fólk
getur pantað leiðsögn í hverju
sem er og engir tveir nemendur
verið að gera það sama. Möguleik-
arnir eru endalausir.
Fram undan er námskeið í
orkeringum. Þá eru búnar til
blúndur með sérstakri
skyttu. Einnig er
vélprjónsnámskeið í
uppsiglingu því víða
leynast prjónavélar í
geymslum sem eng-
inn kann á. En
fyrsta námskeiðið
sem nú er á döf-
inni er 4. mars.
Það nefnist Að
lengja líftíma
fata. Þar fær fólk
leiðbeiningar í að prjóna
eða hekla framlengingar, bródera
skraut og mynstur eða sauma eina
flík úr tveimur. Þar verður skap-
andi og skemmtileg vinnusmiðja
þar sem gamlar flíkur öðlast nýtt
líf. gun@frettabladid.is
Tveir sokkar á sama prjóni
Helga Jóna innan um gersemarnar í Nálinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sópur er helsta heimilisgagnið núna í snjókomunni. Hafðu
góðan strákúst við dyrnar og sópaðu tröppurnar daglega.
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is