Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 80
52 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Hið unga lið Fylkis kom flestum á óvart með því að komast alla leið í bikarúrslitaleik kvenna á dögunum en þar spilaði örugg- lega stóra rullu að þjálfari liðsins, Guðríður Guðjónsdóttir, veit það manna best hvað það er að komast í og fagna sigri í bikarúrslitaleik í Höllinni. „Það er ótrúlega gaman að líta til baka og rifja þetta upp því þetta eru stærstu leikirnir fyrir utan Evrópuleiki og aðra stærri leiki. Þetta er alltaf stærsti leikurinn á vetrinum í handboltanum,“ segir Guðríður sem hefur fengið að kynnast því oftar en allir að spila slíka leiki. Guðríður hefur tekið þátt í fjór- tán bikarúrslitaleikjum á sínum ferli þar af tólf sinnum sem leik- maður. Guðríður hefur aðeins tapað tvisvar sinnum bikarúrslita- leik, þeim fyrsta í vítakeppni árið 1976 (15 ára gömul) og svo árið 1996 þegar hún sleit krossband í hné viku fyrir bikarúrslitaleik og hennar stelpur töpuðu fyrir Stjörn- unni í framlengingu. Guðríður hefur reyndar lent í því tvisvar að meiðast skömmu fyrir bikarúrslitaleik því auk þess að slíta krossbönd fyrir úrslita- leikinn 1996 þá hafði hún slitið lið- band í þumli árið á undan sem kostaði hana úrslitaleikinn sem Fram vann eftir tvíframlengdan leik gegn Stjörnunni. Hún hefur farið fimm sinnum alla leið sem spilandi þjálfari og varð síðast bikarmeistari fyrir níu árum, þá á 38. aldursári, þegar Fram vann 17-16 sigur á Haukum. Guðríður var þá bara að æfa með b-liðinu og í rauninni hætt en vegna meiðsla leikmanna í meist- araflokknum komu þær gömlu aftur inn. Þær mættu á nokkrar æfingar fyrir úrslitaleikinn og hjálpuðu síðan til við að landa bik- arnum í eitt skiptið til viðbótar. „Síðasti titillinn var algjör rús- ína. Við vorum bara eitthvað að leika okkur í Old-girls en svo kall- aði Gústaf þjálfari í okkur og spurði hvort við gætum hjálpað aðeins til. Þessi síðasti bikarúr- slitaleikur var alveg ótrúlegur en hann fór fram á sextugsafmælinu hans pabba og liðið labbaði allt upp í Framheimili með bikarinn þar sem hann hélt upp á veisluna og þetta var því alveg ótrúlegur dagur,“ rifjar Guðríður upp. Guðríður varð fjórum sinnm bikarmeistari undir stjórn föður síns, Guðjóns Jónssonar, frá 1978 til 1982 og að þessi sinni leikur dóttir hennar undir hennar stjórn. Guðríður á þrjú börn og hún náði því að verða bikarmeistari þegar hún var orðin ólétt af tveim- ur þeirra. Guðríður var komin tólf vikur á leið með Sigríði Hauks- dóttur þegar hún var bikarmeist- ari 1991 en sex árum fyrr var hún komin 19 vikur á leið með soninn Guðjón árið 1985. „Þessi leikur þegar ég var komin 19 vikur á leið var mjög eftir- minnilegur. Þá var þriggja vikna pása eftir að Íslandsmótið klárað- ist og ég bara tímdi eki að sleppa þessum eina leik sem var eftir. Gústaf Björnsson var að þjálfa okkur og hann sagði mér bara að klára þetta en ég spilaði reyndar bara sókn í leiknum og það gekk bara glimrandi og við unnum leik- inn. Þá var farið að sjást vel á manni en 1991 vissi þetta enginn nema ég og þjálfarinn,“ segir Guð- ríður en dóttir hennar Sigríður spilar vinstra horn. „Hún er nú ekki lík mömmu sinni og er kannski ekki að spila mikið en hún hefur þó verið að koma inn á,“ segir Guðríður en dóttir hennar er aðeins sextán ára og hefur því nægan tíma. Guðríður veit að Fylkisliðið er ungt og reynslulítið en hún segir það skipta mestu máli í leiknum að stjórna spennustiginu og hún ætlar að reyna að sjá til þess að sínar stelpur kikni ekki í hnjánum við að koma inn í Höllina. Það er þó ljóst að Fylkisliðið hefur allt að vinna en flestir búast við sigri Stjörnunnar. ooj@frettabladid.is Bikar-Gurrý mætir í Höllina á ný Guðríður Guðjónsdóttir hefur orðið tólf sinnum bikarmeistari og á laugardaginn mætir hún með Fylki í bikarúrslitaleikinn. Þetta er bikarúrslitaleikur ungu stelpnanna í Fylki, þar á meðal hjá Sigríði Hauksdótt- ur, dóttur hennar, en Guðríður var kominn 12 vikur á leið með hana þegar hún varð bikarmeistari 1991. 13. FEBRÚAR 1999 Guðríður stjórnar sig- ursöngnum í lokin á bikarúrslitaleiknum 1999. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR ÞÓR 7. APRÍL 1991 Guðríður Guðjónsdóttir fagnar hér bikarmeistaratitlinum eftir 19-14 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik. Guðríður er þarna komin tólf vikur á leið að dóttur sinni Sigríði sem spilar einmitt undir hennar stjórn um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR 13. FEBRÚAR 1999 Guðríður Guðjónsdóttir var síðast bikarmeistari árið 1999 þá á 38. aldursári. Hér eru hún með Sigríði dóttur sinni og bikarinn í leikslok. Sigríður spilar nú með Fylki undir stjórn móður sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR ÞÓR BIKARÚRSLITALEIKIR GUÐRÍÐAR Á FERLINUM: Guðríður Guðjónsdóttir hefur skorað 67 mörk í þeim 12 bikarúrslitaleikjum sem hún hefur spilað á ferlinum, en það gera 5,6 mörk að meðaltali í leik. 1976 Skoraði 1 mark í 15-17 tapi fyrir Ármanni eftir vítakeppni. 1978 Skoraði 4 mörk í 13-11 sigri á FH. 1979 Skoraði 5 mörk í 11-8 sigri á KR. 1980 Skoraði 9 mörk í 20-11 sigri á Þór Akureyri 1982 Skoraði 5 mörk í 19-9 sigri á ÍR. 1984 Skoraði 10 mörk í 25-20 sigri á ÍR. 1985 Skoraði 9 mörk í 21-14 sigri á Val. 1986 Skoraði 11 mörk í 23-18 sigri á Stjörnunni. 1987 Skoraði 4 mörk í 14-13 sigri á FH. 1990 Skoraði 2 mörk í 16-15 sigri á Stjörn- unni. 1991 Skoraði 6 mörk í 19-14 sigri á Stjörn- unni. 1995 Lék ekki með vegna meiðsla en stjórnaði Fram til 22-21 sigurs á Stjörnuni eftir framlengingu. 1996 Lék ekki með vegna meiðsla en stjórnaði Fram sem tapaði fyrir Stjörn- unni eftir framlengingu. 1999 Skoraði 1 mark í 17-16 sigri á Haukum. 2008 Stjórnar Fylki gegn Stjörnunni. 16. APRÍL 1986 Guðríður Guðjónsdóttir var óstöðvandi og skoraði 11 mörk í 23-18 sigri á Fram í bikarúrslitaleiknum 1986 sem fram fór í Seljaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI 7. APRÍL 1991 Guðríður Guðjónsdóttir tekur við bikarnum eftir að hafa skorað 6 mörk í sínum 11. bikarúrslitaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR Reynsluboltinn Halldór Ingólfsson, 39 ára, hefur verið mikilvægur hlekkur í toppliði Hauka í N1-deild karla í vetur, en meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn hjá honum eftir að hann fékk högg á hnéð í desember síðast liðnum. Halldór hefur leikið þrettán af átján leikjum Hauka í N1-deildinni í vetur og hefur því þurft að hvíla nokkra leiki og ekki getað æft á fullu þess á milli. „Eftir að ég fékk höggið á hnéð þá hef ég bólgnað upp alltaf þegar eitthvað álag er á hnénu og þurft að hvíla mig vel og ekkert getað æft að ráði á milli til þess að geta spilað sem flesta leiki,“ sagði Halldór sem er ánægður með gengi Haukaliðsins í vetur og telur liðið vera á þeim slóðum sem búist var við í upphafi móts í herbúð- um félagsins.. „Við erum vissulega í þægilegri stöðu eins og er með fjögurra stiga forystu á toppnum þegar tíu leikir eru eftir en ég tel þó ekki að liðið sé endilega að koma á óvart. Það hefur alltaf verið stefna Hauka í gegnum tíðina að vera í toppbaráttunni og tímabilið í ár var þar engin undantekning. Þrátt fyrir að liðið hafi átt frekar dapurt tímabil í fyrra. Við vissum alveg að við værum með mannskap í að vera í toppbaráttunni og það er góð blanda hjá okkur af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru að koma upp og eldri og reyndari mönnum inn á milli og þess fyrir utan erum við með góðan þjálfara í Aroni Kristjánssyni,“ sagði Halldór sem hyggst leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils. „Ég er ekki búinn að afskrifa þetta tímabil ennþá og von- ast náttúrulega eftir því að geta hjálpað liðinu eitthvað á lokasprettinum. Ef það gengur ekki upp þá hef ég engar áhyggjur af því að það komi ekki bara maður í manns stað, þar sem það er mikið af efnilegum og góðum strákum að koma upp hjá Haukaliðinu í ár. Ég er svo hins vegar búinn að ákveða að hætta endanlega eftir tímabilið og það væri óskandi að enda ferilinn á einum titli í lok móts,“ sagði Halldór sem útilokar ekki að snúa sér að þjálfun þegar hann hættir sjálfur að spila. „Það er allt til í dæminu og ég mun skoða það sem kemur upp í þeim málum þegar þar að kemur,“ sagði Halldór að lokum. HALLDÓR INGÓLFSSON: ER MEIDDUR Á HNÉ EN VONAST TIL ÞESS AÐ VERA MEÐ Á LOKASPRETTI N1-DEILDARINNAR Óskandi að enda ferilinn með titli í lok móts Úrslitaleikur í Egilshöll í kvöld Fram og ÍR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu í Egilshöll kl. 19.15 í kvöld. Landsbankadeild- arlið Fram hefur tuttugu og fjórum sinnum unnið mótið en 2. deildarlið ÍR er að leika til úrslita í fyrsta skiptið. ÍR vann A-riðil mótsins eftir sigur gegn Fjölni í lokaleik liðsins en niðurstaða riðilsins lá þó ekki fyrir fyrr en í fyrradag þegar kæra Valsmanna á hendur KR-ingum var látin niður falla og úrslit leiks liðanna látin standa óbreytt. Ef Valur hefði unnið kær- una hefði liðið sigrað riðilinn. Fram fór hins vegar með sigur af hólmi í B-riðli mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.