Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 62
34 28. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Félag dúklagninga- og veggfóðra- meistara fagnaði nýlega áttatíu ára afmæli sínu. Af því tilefni var hald- ið stórafmæli á Hótel Selfossi fyrir félagsmenn og velunnara félagsins. Þar mættu um tvö hundruð manns og fengu sjö þeirra gullmerki félagsins fyrir vel unnin störf. Félagið hefur á þessum áttatíu árum gætt hagsmuna félagsmanna og haldið iðngreinum sínum á lofti. Einar Beinteinsson er formaður Fé- lags dúklagninga- og veggfóðrara- meistara. „Ég sem formaður stjórna öllum fundum og öðrum verkefnum sem falla til félagsins. Við erum sex manna hópur sem skipum stjórnina en alla tíð hafa störf stjórnarinnar verið sjálfboðavinna. Félagið er með aðset- ur í Skipholti 70 í Reykjavík og rekur þar skrifstofu sem sinnir erindum fé- lagsmanna og annarra sem leita til fé- lagsins,“ segir Einar. Félag dúklagninga- og veggfóðra- meistara var stofnað fjórða mars árið 1928 í Baðstofu iðnaðarmanna í Reykjavík. Það var fyrsta félagið á Ís- landi sem byrjaði með uppmælingu en það var í lok mars árið 1928. Þá var gefin út verðskrá fyrir skilgreind og uppmæld verk á vegum félagsmanna. Einar bendir á að félagsmenn þurfi að ganga í margs konar störf. „Við erum ekki bara að dúka og veggfóðra. Starf- semi okkar felur í sér að leggja teppi, strengja striga í gömul hús, flota gólf og svo klæðum við líka sundlaugar og þök. Félagsmenn eru þrjátíu og þrír, allt meistarar, en svo eru sveinarn- ir með sér félag. Alls erum við svein- ar og meistarar um sjötíu manns.“ út- skýrir Einar. Það hefur verið í umræðunni að flótti sé frá námi í iðngreinum á Ís- landi. „Það má alveg koma fram að við hvetjum fólk til að fara að læra iðn- greinar og konur eru alltaf velkomnar. Vandamálið er, ef vandmál má kalla, að það vantar nýliða í stéttina en ég held að ungt fólk sé hrætt við iðngrein- ar vegna þess að þær eru oftar settar upp sem erfiðisvinna, en öll störf geta verið erfið þegar mikið er að gera.“ Og Einar bætir við að lokum: „Við hvetjum fólk til þess að kynna sér alla þætti iðngreina áður en það myndar sér skoðanir.“ mikael@frettabladid.is FÉLAG DÚKLAGNINGA- OG VEGGFÓÐRAMEISTARA: 80 ÁRA AFMÆLI Ganga í margs konar störf FORMAÐUR Er ábyrgðarmaður fyrir því sem fellur til dúklagninga- og veggfóðrameistarafélagsins. FRETTABLADID/GVA LEIKARINN JOHN TURTURRO FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1957 „Ég bý til lista yfir það sem ég á sameiginlegt og ekki sameiginlegt með persónun- um sem ég leik.“ John Turturro er bandarísk- ur leikari sem hefur leikið í yfir fimmtíu myndum og í myndum á borð við The Big Lebowski, O Brother, Where Art Thou? og Transformers. MERKISATBURÐIR 1710 Fjórtán þúsund manna her Dana tapar gegn sænskri hersveit í orrust- unni um Helsingborg. 1920 Þilskipið Valtýr ferst ásamt 30 manns fyrir sunnan land. 1922 Bretar samþykkja sjálf- stæði Egyptalands. 1935 Efnið nylon er fundið upp. 1940 Körfuboltaleikur er fyrst tekinn upp fyrir sjónvarp. 1983 Lokaþáttur MASH sýndur í Bandaríkjunum. 110 millj- ón manns horfa á. 1991 Fyrra Persaflóastríðinu lýkur. 2001 Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter mælist í Washing- ton-ríki í Bandaríkjunum. Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var vinsæll stjórn- málamaður. Olof var þekkt- ur fyrir að vilja lifa venjulegu lífi og vildi hann t.d. oftast fara út án þess að vera í fylgd með lífvörðum. Það má segja að sú ákvörðun hans hafi orðið honum að falli. Olof Palme og Lisbet, eig- inkona hans, voru á heim- leið úr kvikmyndahúsi í mið- borg Stokkhólms þegar þau urðu fyrir skotárás. Olof var skotinn í bakið af stuttu færi og eiginkona hans varð einn- ig fyrir skoti. Það var leigubíl- stjóri sem tilkynnti lögreglu um skotárásina. Tvær stúlk- ur sem voru vitni að skotárás- inni reyndu allt sem þær gátu til þess að hjálpa forsætisráð- herranum á meðan beðið var eftir að sjúkrabíllinn kæmi á staðinn. Olof og kona hans voru flutt í skyndi á nærliggjandi sjúkra- hús en þar lést Olof Palme skömmu eftir komuna. Árás- armaðurinn náðist ekki en tveimur árum seinna var eitur- lyfjafíkillinn og smákrimminn Christer Petterson handtekinn fyrir grun um aðild að morð- inu. Christer játaði ekki aðild sína að morðinu fyrr en löngu síðar í bréfi til kærustu sinnar. ÞETTA GERÐIST: 28. FEBRÚAR 1986 Olof Palme skotinn til bana OLOF PALME Varð fyrir skotárás ásamt eiginkonu sinni. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Ingimundarson Snartarstöðum, Núpasveit, sem lést mánudaginn 25. febrúar á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, verður jarðsettur frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. Sigríður Guðný Kristjánsdóttir Guðný María Sigurðardóttir Jón Halldór Guðmundsson Kristjana Ólöf Sigurðardóttir Gunnar Bragi Ólason Inga Friðný Sigurðardóttir Sólmundur Oddsson Halldóra Sigurðardóttir Einar Guðjónsson og barnabörn. Elskuleg kona mín, móðir okkar, amma og langamma, Rannveig Eiríksdóttir Skerjavöllum 8, Kirkjubæjarklaustri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að kvöldi 25. febrúar. Einar Bárðarson börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jónas Reynir Jónsson frá Melum, Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 29. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Elín Þórdís Þórhallsdóttir Elsa Jónasdóttir Gunnar Guðjónsson Ína H. Jónasdóttir Eggert Sv. Jónsson Þóra Jónasdóttir Birna Jónasdóttir Gunnar F. Vignisson barnabörn og fjölskyldur. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, Hrafnhildar Gísladóttur Álftamýri 4, Reykjavík. Sturla Sighvatsson Björg Sighvatsdóttir Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir Skúli Sighvatsson Vassanta Idmont Markús Idmont Skúlason Sighvatur Snæbjörnsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Bjarni Sturluson skipasmíðameistari, frá Hreggsstöðum, lést að Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 11.00. Kristín Andrésdóttir Valgerður Björk Einarsdóttir Guðný Alda Einarsdóttir Þórdís Heiða Einarsdóttir Sturla Einarsson Freyja Valgeirsdóttir Andrés Einar Einarsson Halldóra Berglind Brynjarsdóttir Guðrún Björg Einarsdóttir Helgi G. Bjarnason María Henley, Kristján Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, móðir, amma og lang- amma, Ásta Marín Ástmannsdóttir, til heimilis að Grýtubakka 18, Reykjavík, lést hinn 25. febrúar á hjartadeild Landspítalans. Ásta verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík 29. febrúar næstkomandi kl. 11.00. Valdís Ólafsdóttir Ásta Kristín Bjartmarz Sóley Lind Bergþórsdóttir Júlía Sif Hjaltadóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.