Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 66

Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 66
50 22. mars 2008 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú aftur? Bjöllur og ánamaðkar eru bestu vekjaraklukkur í heimi! Af hverju eru karl- menn með geirvörtur? Við erum gallagripir. við erum meira að segja með hár í kringum naflann! Jú, en við höfum alveg not fyrir það. En geirvörturnar, það er eiginlega sorglegt að þær eru bara þarna! Alger- lega gagnslausar! Þær eru kannski erótískt svæði fyrir ein- hverja... Jú, kannski... Jói! Nei, ekkert! Prófaðu! Ekki í kvöld. Ég er farinn að fá hausverk. Það tókst! Við erum að keyra í rúgbrauðinu okkar! Jibbbbbíííí! Mig langar að stinga höfðinu út og láta vindinn leika um andlitið! Kýldu á það félagi! Ég bjóst við meiri gleðitilfinningu. Það er heldur ekki mikill vindur þegar maður er í fyrsta gír... Tækifæriskort NÝFÆTT BARN Við erum komin aftur heim!!! Aftur heim? Af hverju vissi ég að þú hefðir eitthvað með þetta að gera? Fermingar eru víst fastur liður í kringum páskana. Það er ekki hægt að komast hjá því að taka eftir öllum blöðunum og auglýsingunum sem fylgja þessum ferming- um. Ég er reyndar löngu hætt að kippa mér upp við fartölvu- og flatskjáaauglýsingar, þar sem látið er líta út fyrir að ekkert sé sjálfsagðara en að öll fermingar- börn fái þannig gjafir. Það sama gildir um umfjallanir um ljósa- bekki, hárgreiðslur, föt og förðun. Þó mig langi stundum að hneyklast á þessu verð ég að viðurkenna að þetta var nú ekki svo mikið öðru- vísi þegar ég fermdist sjálf. Þá höfðu brúnkukremin reyndar ekki rutt sér til rúms, og ég hafði aldrei séð ljósabekk með eigin augum, en einhverjir fengu vissu- lega ljósakort fyrir ferminguna. Ég var líklega ekkert ofboðslega hefð- bundið fermingarbarn. Ég sendi til dæmis engin boðskort heldur var bara hringt í boðsgesti. Það voru engar sérmerktar servíettur eða kerti. Ég vildi líka forðast að þurfa að horfa á fermingarmyndirnar nokkrum árum síðar og hrylla við, svo ég klæddist svörtum bol og pilsi sem áttu svo eftir að koma sér vel næstu árin. Samt átti ég vinkon- ur sem klæddust hvítu og ljósbleiku frá toppi til táar. Ég fór heldur ekki í fermingar- myndatöku, sem forðaði mér frá því að eiga vandræðalega mynd af mér í hvíta kirtlinum og með sálma- bók og hanska. Sem betur fer eru foreldrar mínir ekki meðal þeirra sem vildu stilla upp svoleiðis ferm- ingarmyndum á besta stað í stof- unni. Það var kannski ágætis lausn hjá mér að fara ekki í myndatöku og klæðast einhverju praktísku sem erfitt væri að hlæja að seinna meir. En það er samt óborganleg og ómet- anleg skemmtun að hlæja að ferm- ingarmyndunum af vinkonunum sem voru ekki eins praktískar og klæddust ljósbleikum dressum eða hvítum, dragsíðum, hekluðum kjól- um sem ég vona fyrir hönd allra verðandi fermingarbarna að kom- ist aldrei í tísku aftur. STUÐ MILLI STRÍÐA Fermingarhugvekja ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR RIFJAR UPP FERMINGARMYNDIR OG MINNINGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.