Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 68

Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 68
 22. mars 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 16 Býsna athyglisvert erindi verður flutt í Sögusetrinu á Hvolsvelli í dag kl. 16 sem óhætt er að benda öllu áhuga- fólki um sögu og bókmenntir á. Þar fjallar Bjarni E. Sigurðsson um Hallgerði langbrók, eina helstu kvenhetju Njálu, á breiðum grund- velli. Meðal annars mun Bjarni ræða um ástir og afbrýði í lífi Hallgerðar. Allir eru velkomnir. > Ekki missa af … þættinum Brot af íslenskri menningarsögu: Ólympíu- leikar myndlistarinnar sem er á dagskrá Rásar 1 í dag kl. 15.20. Í þættinum fjallar Halldóra Ingimarsdóttir um þátttöku Íslendinga í myndlistarhátíðinni Fen- eyjatvíæringnum. Eins og kunnugt er hafa íslenskir listamenn vakið mikla lukku á hátíðinni, en næsti fulltrúi okkar verður Ragn- ar Kjartansson sem tekur þátt árið 2009. Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stendur á þeim tímamótum að verða sextug á árinu. Af því tilefni heldur hún glæsilega tónleika í Salnum á fimmtudagskvöld kl. 20. Guðný er einn af okkar fremstu tónlistarmönnum og á að baki glæsilegan feril sem fiðluleikari og konsert- meistari. Að auki er Guðný afar farsæll kennari og hefur sinnt tónlistarlegu uppeldi margra af helstu fiðlu- leikurum þjóðarinnar. „Það er viðeigandi þegar ég er við það að komast á sjöunda tuginn að sýna fólki að ég er ekki dauð úr öllum æðum,“ segir Guðný og hlær. „Því er tilvalið að slá upp glanstónleikum þar sem ég kem fram bæði ein og með frábærum tónlistarmönnum sem sumir eru fyrrver- andi eða núverandi nemendur mínir.“ Á efnisskrá tónleikanna er margt um dýrðir. „Ég hef hóað saman landsliði fiðluleikara, þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Auði Hafsteinsdóttur og Sif Tulinius, og við leikum saman konsert fyrir fjórar fiðlur eftir Vivaldi. Þessi konsert var upphaflega saminn fyrir fiðl- unema, en það er gaman að heyra reynda tónlistarmenn spreyta sig á honum. Ég frumflyt jafnframt nýtt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur sem nefnist Eintal. Verkið er svo nýtt að blekið er líklega að þorna á síðunum í þessum töluðum orðum. Ég þarf því að læra það í snatri svo ég geti komið því til skila á fimmtudag,“ segir Guðný. Á efnisskránni eru jafnframt verk eftir Bartók, Dvorák, Rachmaninov og fræg sónata eftir Cesar Frank. Enn eru ónefndir margir góðir gestir sem koma fram á tónleikunum, en þeirra á meðal eru píanóleikar- inn Shoshana Rudiakov og sellóleikarinn Gunnar Kvar- an, en hann er eiginmaður Guðnýjar. Fólk vill gjarnan nota tímamót til þess að líta um öxl, en Guðný er ekki í þeim hópi. „Ég er ekki mikið fyrir að velta mér upp úr því sem er liðið. Ferill minn hefur þó veitt mér tækifæri til að sjá marga af færustu tónlistar- mönnum heims koma fram og eru þeir tónleikar mér afar minnisstæðir.“ Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr., en eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn fá miðann á 1.600 kr. Miða má nálgast í miðasölu Salarins. vigdis@frettabladid.is Tímamótatónleikar Guðnýjar GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Fagnar tímamótum með glæsileg- um tónleikum í Salnum á fimmtudag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.