Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 80

Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 80
64 22. mars 2008 LAUGARDAGUR • Vélin má bera 14 til 15 tonn á vegi. • Vélin getur sturtað í 180°frá sér. • Vélin er með veltibremsu og fjöðrun á lið. • Vélin er útbúin fyrir snjótönn, sóp, krana, saltara og sandara ofl . ofl . • Vélin útheimtir aðeins vinnuvélaréttindi til stjórnunar. • Vélin hefur allstaðar slegið í gegn. Forskot til framtíðar! Hydrema hönnun og hátækni Til afgreiðslu strax Hydrema 912D fl utningstæki/fjölnotatæki Vélin er á litaðri olíu og má vera á öllum götum og vegum Vélin er skráð sem vinnuvél í IF fl okki FÓTBOLTI Fabio Capello, landsliðs- þjálfari Englands, er sagður vera mjög óánægður með hegðun Ashley Cole, John Terry og Frank Lampard í garð dómarans Mike Riley í leik Chelsea gegn Totten- ham á miðvikudaginn en leik- mennirnir umkringdu dómarann eftir að Cole hafði tæklað Tottenham-manninn Alan Hutton. Capello ætlar að halda fyrirlestur fyrir leikmannahóp Englands sem mætir Frakklandi 26. mars þar sem hann mun fara yfir herferð sem enska knattspyrnusambandið er að leggja í undir yfirskriftinni „virðing“ sem Capello mun leggja mikla áherslu á. Capello tilkynnti 30 manna leikmannahóp sinn í fyrradag þar sem endurkoma David Beckham vakti mesta athygli en hann gæti hugsanlega spilað sinn 100. landsleik fyrir England gegn Frakklandi. David Wheater, Middlesbrough, var valinn í fyrsta skiptið og Gabriel Agbon- lahor, Aston Villa, gæti leikið sinn fyrsta landsleik en hann þurfti að draga sig úr leikmannahópnum gegn Sviss á dögunum vegna meiðsla. Capello mun skera hópinn niður í 23 leikmenn í dag. - óþ Fabio Capello þjálfari: Ætlar að inn- prenta virðingu HEIMTAR VIRÐINGU Capello vill að leikmenn Englands sýni virðingu innan vallar sem utan. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrðir á morgun í ensku úrvals- deildinni þegar tveir sannkallaðir stórleikir verða á dagskrá. Liver- pool heimsækir Manchester Unit- ed á Old Trafford kl. 13.30 og Ars- enal mætir Chelsea á Stamford Bridge kl. 16.00. Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í ensku úrvalsdeildinni og hefur United unnið síðustu fjóra leiki sína þar og er komið með þriggja stiga for- skot á toppnum en Liverpool hefur unnið síðustu fimm leiki sína og hefur ekki sagt sitt síðasta í titil- baráttunni. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, kvað alla leikmenn sína bíða leiksins með gríðarlegri eftirvæntingu í viðtali við Sky Sports í gær. „Spennan er rafmögnuð fyrir leikinn, það er ekki hægt að fara á mis við hana. Þetta er leikur sem alla dreymir um að fá að spila og það verða án efa ein- hverjir í leikmannahóp mínum sársvekktir að þurfa að sitja á vara- mannabekknum en ég verð að velja það lið sem ég tel að geti unnið leik- inn hverju sinni,“ sagði Ferguson. Cristiano Ronaldo hefur farið á kostum með United undanfarið en Rafa Benitez, stjóri Liverpool, kvað lið sitt ekki geta einbeitt sér bara að því að stöðva hann. „United á helling af frá- bærum leikmönnum og við getum ekki ein- beitt okkur bara að því að stoppa Ron- aldo, við verðum að stoppa þá alla og það verður gríð- arlega erfitt. Ronaldo er vissulega í frábæru formi en Liverpool á líka leikmann í frábæru formi í Fernando Torres,“ sagði Benitez. Liverpool gæti þess vegna stillt upp sama byrjunarliði og lék gegn Reading á dögunum en hinn reyndi John Arne Riise tekur hugsanlega stað Ryans Babel í byrjunarlið- inu. Mikilvægur Lundúnaslagur Chelsea hefur gengið afleitlega gegn toppliðum deildarinnar í vetur og liðið hefur ekki enn unnið leik gegn liði í topp sjö efstu sæt- unum deildarinnar síðan knatt- spyrnustjórinn Avram Grant tók við liðinu í september á síðasta ári. Gengi Arsenal hefur hrakað aðeins síðustu vikurnar og liðið hefur nú gert fjögur jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni og misst United fram úr sér og tapi liðið á morgun komast mótherjarnir í Chelsea upp í annað sætið. Arsenal vann fyrri leik lið- anna í vetur með marki William Gallas, fyrrum leikmanni Chelsea, í frá- bærum fótboltaleik. omar@frettabladid.is Stórliðin mætast í enska boltanum Topplið Manchester United fær erkifjendur sína í Liverpool í heimsókn á Old Trafford en United hefur unnið fjórar síðustu viðureignir liðanna og Chelsea og Arsenal mætast í rosalegum Lundúnaslag á Stam- ford Bridge en Avram Grant hefur ekki enn náð að vinna eitt af toppliðunum í stjóratíð sinni hjá Chelsea. EITRAÐUR Nicolas Anelka skoraði gegn Arsen- al fyrir Bolton fyrr í vetur. NORDIC PHOTOS/ GETTY SEIGUR William Gallas skor- aði sigur- markið í fyrri leik liðanna. NORDIC PHOT- OS/GETTY BARÁTTA Það er alltaf hart barist þegar erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast. Hér sjást Steven Gerrard og Anderson í fyrri leik liðanna í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.