Fréttablaðið - 22.03.2008, Síða 80

Fréttablaðið - 22.03.2008, Síða 80
64 22. mars 2008 LAUGARDAGUR • Vélin má bera 14 til 15 tonn á vegi. • Vélin getur sturtað í 180°frá sér. • Vélin er með veltibremsu og fjöðrun á lið. • Vélin er útbúin fyrir snjótönn, sóp, krana, saltara og sandara ofl . ofl . • Vélin útheimtir aðeins vinnuvélaréttindi til stjórnunar. • Vélin hefur allstaðar slegið í gegn. Forskot til framtíðar! Hydrema hönnun og hátækni Til afgreiðslu strax Hydrema 912D fl utningstæki/fjölnotatæki Vélin er á litaðri olíu og má vera á öllum götum og vegum Vélin er skráð sem vinnuvél í IF fl okki FÓTBOLTI Fabio Capello, landsliðs- þjálfari Englands, er sagður vera mjög óánægður með hegðun Ashley Cole, John Terry og Frank Lampard í garð dómarans Mike Riley í leik Chelsea gegn Totten- ham á miðvikudaginn en leik- mennirnir umkringdu dómarann eftir að Cole hafði tæklað Tottenham-manninn Alan Hutton. Capello ætlar að halda fyrirlestur fyrir leikmannahóp Englands sem mætir Frakklandi 26. mars þar sem hann mun fara yfir herferð sem enska knattspyrnusambandið er að leggja í undir yfirskriftinni „virðing“ sem Capello mun leggja mikla áherslu á. Capello tilkynnti 30 manna leikmannahóp sinn í fyrradag þar sem endurkoma David Beckham vakti mesta athygli en hann gæti hugsanlega spilað sinn 100. landsleik fyrir England gegn Frakklandi. David Wheater, Middlesbrough, var valinn í fyrsta skiptið og Gabriel Agbon- lahor, Aston Villa, gæti leikið sinn fyrsta landsleik en hann þurfti að draga sig úr leikmannahópnum gegn Sviss á dögunum vegna meiðsla. Capello mun skera hópinn niður í 23 leikmenn í dag. - óþ Fabio Capello þjálfari: Ætlar að inn- prenta virðingu HEIMTAR VIRÐINGU Capello vill að leikmenn Englands sýni virðingu innan vallar sem utan. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrðir á morgun í ensku úrvals- deildinni þegar tveir sannkallaðir stórleikir verða á dagskrá. Liver- pool heimsækir Manchester Unit- ed á Old Trafford kl. 13.30 og Ars- enal mætir Chelsea á Stamford Bridge kl. 16.00. Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í ensku úrvalsdeildinni og hefur United unnið síðustu fjóra leiki sína þar og er komið með þriggja stiga for- skot á toppnum en Liverpool hefur unnið síðustu fimm leiki sína og hefur ekki sagt sitt síðasta í titil- baráttunni. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, kvað alla leikmenn sína bíða leiksins með gríðarlegri eftirvæntingu í viðtali við Sky Sports í gær. „Spennan er rafmögnuð fyrir leikinn, það er ekki hægt að fara á mis við hana. Þetta er leikur sem alla dreymir um að fá að spila og það verða án efa ein- hverjir í leikmannahóp mínum sársvekktir að þurfa að sitja á vara- mannabekknum en ég verð að velja það lið sem ég tel að geti unnið leik- inn hverju sinni,“ sagði Ferguson. Cristiano Ronaldo hefur farið á kostum með United undanfarið en Rafa Benitez, stjóri Liverpool, kvað lið sitt ekki geta einbeitt sér bara að því að stöðva hann. „United á helling af frá- bærum leikmönnum og við getum ekki ein- beitt okkur bara að því að stoppa Ron- aldo, við verðum að stoppa þá alla og það verður gríð- arlega erfitt. Ronaldo er vissulega í frábæru formi en Liverpool á líka leikmann í frábæru formi í Fernando Torres,“ sagði Benitez. Liverpool gæti þess vegna stillt upp sama byrjunarliði og lék gegn Reading á dögunum en hinn reyndi John Arne Riise tekur hugsanlega stað Ryans Babel í byrjunarlið- inu. Mikilvægur Lundúnaslagur Chelsea hefur gengið afleitlega gegn toppliðum deildarinnar í vetur og liðið hefur ekki enn unnið leik gegn liði í topp sjö efstu sæt- unum deildarinnar síðan knatt- spyrnustjórinn Avram Grant tók við liðinu í september á síðasta ári. Gengi Arsenal hefur hrakað aðeins síðustu vikurnar og liðið hefur nú gert fjögur jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni og misst United fram úr sér og tapi liðið á morgun komast mótherjarnir í Chelsea upp í annað sætið. Arsenal vann fyrri leik lið- anna í vetur með marki William Gallas, fyrrum leikmanni Chelsea, í frá- bærum fótboltaleik. omar@frettabladid.is Stórliðin mætast í enska boltanum Topplið Manchester United fær erkifjendur sína í Liverpool í heimsókn á Old Trafford en United hefur unnið fjórar síðustu viðureignir liðanna og Chelsea og Arsenal mætast í rosalegum Lundúnaslag á Stam- ford Bridge en Avram Grant hefur ekki enn náð að vinna eitt af toppliðunum í stjóratíð sinni hjá Chelsea. EITRAÐUR Nicolas Anelka skoraði gegn Arsen- al fyrir Bolton fyrr í vetur. NORDIC PHOTOS/ GETTY SEIGUR William Gallas skor- aði sigur- markið í fyrri leik liðanna. NORDIC PHOT- OS/GETTY BARÁTTA Það er alltaf hart barist þegar erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast. Hér sjást Steven Gerrard og Anderson í fyrri leik liðanna í vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.