Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 2

Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 2
2 30. mars 2008 SUNNUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Frábært verð! 47% afsláttur 998kr.kg. Lambakótilettur TILBOÐ! UMHVERFISMÁL „Þetta er ekkert annað en meiri háttar umhverfis- slys,“ segir Óttarr Hrafnkelsson, forstöðumaður Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um olíumengað grunn- vatn sem veitt hefur verið ofan í fjöru frá framkvæmdasvæði Háskólans í Reykjavík. Óttarr segir að þegar hafi verið fluttir um tuttugu þúsund rúmmetr- ar af olíumenguðum jarðvegi frá framkvæmdasvæðinu til úrvinnslu upp á Hólmsheiði og á Álfsnesi. Það skjóti því illilega skökku við að í haust hafi Orkuveita Reykjavíkur látið leggja sextíu sentímetra svert rör til að flytja grunnvatn frá þessu sama eitursvæði ofan í fjöruna skammt vestan við Ylströndina. Hann segir að í framtíðinni eigi að leiða yfirborðsvatn af háskólalóð- inni um rörið. „Fólk hefur fundið mikla olíulykt í vetur og stundum hefur verið olíubrák á sjónum. Þetta er óhæfa og ógeðslegt. Ég efast um fólk muni yfirhöfuð láta sjá sig á Ylströndinni í vor eftir að þetta spyrst út en sannleikurinn verð- ur að koma í ljós,“ segir Óttarr. Að áliti Óttars er frágangur rörsins óforsvaranlegur. „End- inn á rörinu fer ekki einu sinni á kaf á flóði. Engin rist er fyrir opið og auðvelt fyrir börn að skríða þar inn. Þetta er alveg kjöraðstaða fyrir rottur. Ég veit ekki um neinn sem langar að baða sig með þeim,“ segir for- stöðumaðurinn sem kveðst hafa krafist þess fyrir um tveimur vikum að hætt yrði að dæla grunnvatninu um rörið. „Þá var ákveðið að sulla þessu í staðinn í holræsakerfi borginn- ar. En auðvitað er þetta sama mengunin þótt hún fari eitthvert annað,“ segir Óttarr sem kveðst hafa látið taka sýni og eigi von á niðurstöðu úr þeim eftir helgi. Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits- ins í Reykjavík, segir starfsmann sinn hafa farið á staðinn eftir að ábending barst fyrir nokkrum vikum. „Hann fann dálitla olíulykt og sá örlítinn flekk en taldi þetta vera minni háttar. Hins vegar er stað- setning þessa rörs sennilega óheppileg með tilliti til Ylstrandar- innar og ég reikna með að það mál verði tekið fyrir á fundi heilbrigð- isnefndar á miðvikudag,“ segir Árný. Hún ítrekar að sýni sem tekin hafi verið reglulega í Nauthólsvík hafi að undanförnu ekki gefið neitt misjafnt til kynna. „Við líðum ekki mengun í Naut hólsvík frekar en annars staðar.“ gar@frettabladid.is Segir olíumengun á Ylströndinni óhæfu Forstöðumaður Ylstrandarinnar segir hneyksli að olíumenguðu grunnvatni frá svæði HR í Öskjuhlíð sé veitt ofan í fjöru. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- litsins segir mengunina litla en að flytja mætti úttakið fjær Ylströndinni. ÓTTARR HRAFNKELSSON „Ég efast um að fólk muni yfirhöfuð láta sjá sig á Ylströnd- inni í vor eftir að þetta spyrst út en sannleikurinn verður að koma í ljós,“ segir for- stöðumaður Ylstrandarinnar í Nauthólsvík um olíumengun þar rétt undan í fjörunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NAUTHÓLSVÍK Örstutt er fá úttaki frárennslisrörsins frá HR-svæðinu að Ylströndinni. MYND/LOFTMYNDIR EHF. EFNAHAGSMÁL Finnbjörn A Her- mannsson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga, segir að nú sé tímabært að hið opinbera hefji framkvæmdir í auknum mæli þar sem hendur einkaaðila séu bundnar í þeim efnum vegna efnahags- ástandsins. „Við vitum af því að fyrirtæki eru farin að draga saman seglin,“ segir hann. „Mér finnst því að hið opinbera ætti að fara að koma inn með sín verkefni þar sem einka- aðilar hafa takmarkað fjármagn til þess eins og sakir standa.“ Hann segir enn fremur að fjöldi erlendra starfsmanna hafi hætt störfum enda þýddi gengis fellingin mikla kjaraskerðingu fyrir þá. Um fimmtíu starfsmenn bygg- ingafyrirtækisins Stafnáss hafa leitað til sinna stéttarfélaga vegna vangoldinna launa. Að sögn Finn- bjarnar eru um 90 prósent þeirra erlendir. Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, segir að nokkrir þeirra hafi ekki fengið greitt síðan í janúar. „Þetta er komið í hefð- bundna vinnslu þar sem menn koma með kröfurnar til lögmanna og þær fara svo til frekari innheimtu,“ segir hann. Í byrjun þessa mánaðar var 95 starfsmönnum sagt upp hjá Stafn- ási og er það fjölmennasta hópupp- sögn eins fyrirtækis í byggingar- iðnaði í árafjöld. Sigurður og Finnbjörn sögðust ekki hafa heyrt af öðrum fjölmenn- um uppsögnum enn sem komið er. - jse Formaður Samiðnar segir byggingariðnaðinn í kröggum: Vill opinberar framkvæmdir FRAMKVÆMDIR Efnahagsástandið hefur gert einkaaðilum erfitt fyrir og því segir Finnbjörn tímabært að hið opinbera hefji auknar framkvæmdir. LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir eftir að hafa rænt verslun Kaskó í Breiðholti vopn- aðir garðklippum laust fyrir klukkan fimm í gær. Annar maðurinn beið fyrir utan verslunina á meðan hinn gekk inn með 50 sentimetra langar garð- klippur innanklæða. Hann tók þær fram, ógnaði afgreiðslumönnum og hafði með sér á brott um 60 til 70 þúsund krónur, að sögn Sigrúnar Erlu Þorleifsdóttur, verslunar- stjóra Kaskó í Breiðholti. Afgreiðslumennirnir voru tveir, báðir 17 ára drengir. „Þeir eru bara furðu flottir og tóku ráninu með ró,“ segir Sigrún, sem kom á vettvang skömmu eftir ránið. Nokkrir viðskiptavinir voru einn- ig í versluninni. Um hálftíma eftir ránið handtók lögregla mennina tvo sem höfðu flúið fótgangandi. Annar þeirra passaði við lýsingu. Hálftíma síðar fannst poki með peningunum. Lög- regla telur málið leyst. Nýverið rændi sprautunála- ræninginn svokallaði þrjár versl- anir í grenndinni. „Ég var einmitt að hugsa hvenær röðin kæmi að okkur,“ segir Sigrún verslunar- stjóri. - sgj Tveir menn vopnaðir garðklippum rændu verslun Kaskó í Breiðholtinu í gær: Gómaðir eftir garðklippurán KASKÓ Garðklippuránið kemur í kjölfar hrinu sprautunálarána. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LONDON Þriðja daginn í röð hefur flugi verið seinkað og aflýst frá stöðvarbyggingu númer fimm á Heathrow flugvelli í London. Alls hefur tvöhundruð og átta ferðum British Airways verið aflýst síðan á fimmtudag eins og fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Rúmlega fimmtánþúsund ferðatöskur hafa hrannast upp en flugfélagið reyndi að takmarka farangur farþega við handfarangur. Ástæður tafanna eru sagðar bilanir í tæknibúnaði við innritun farangurs í nýju flugstöðvar- byggingunni. -rat Heathrow flugvöllur: Tvöhundruð ferðum aflýst LANGAR BIÐRAÐIR Tvöhundruð og átta ferðum með British Airways hefur verið aflýst síðan á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝJA DELÍ, AP Dalai Lama gagnrýn- ir yfirgang kínverskra stjórn- valda í Tíbet. Hann segist óttast að fólksflutningar Kínverja til Tíbets ógni menningu svæðisins. „Fjöldi kínverja í Tíbet eykst með hverjum mánuði, þarna fer fram menningarlegt þjóðarmorð,“ segir Dalai Lama. Gagnrýni hans kom fram þegar erlendir sendiherrar sem gist höfðu í Tíbet voru á förum, en með heimsókn þeirra vildu kínversk stjórnvöld sýna að þau hefðu enn fulla stjórn á svæðinu. -rat Dalai Lama: Menningu Tíbeta ógnað UMHVERFISMÁL Al Gore, Nóbels- verðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, flytur fyrirlestur á opnum fundi um umhverfis- mál í Háskóla- bíó þriðjudag- inn 8. apríl klukkan átta. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, stýrir fundinum. Gore verður á Íslandi dagana 7. til 8. apríl í boði forseta Íslands, en Glitnir og Háskóli Íslands standa að fyrirlestrinum. Vegna takmarkaðs sætafjölda þurfa þeir sem vilja sitja fundinn að skrá sig á www.glitnir.is eða í síma 440-4000. - sgj Nóbelshafi á Íslandi: Al Gore talar á opnum fundi AL GORE LÖGREGLUMÁL Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Á föstudag voru rúmlega þrítugur karlmaður og yngri kona handtekin í Háaleitishverfi, en á dvalarstað þeirra fundust um 70 grömm af því sem lögregla taldi vera amfetamín. Fólkið var tekið til yfirheyrslu. Hin málin þrjú eru að mestu upplýst, en í þeim öllum fundust meint fíkniefni á þeim sem stöðvaðir voru. Lögregla telur að um hafi verið að ræða bæði amfetamín og maríjúana, en í litlum mæli. - sgj Fjögur fíkniefnamál í borginni: Amfetamín í Háaleitishverfi SVEITARSTJÓRNIR Minnhlutinn í bæjarráði Hveragerðis segir að vegna andstöðu Brunamálstofnun- ar virðist meiri- hlutanum ekki takast að fá heimild fyrir uppblásnu íþróttahúsi. „Liggur því beinast við að áætla að þessi bráðbrigðalausn sjálfstæðimanna við uppbyggingu uppblásina íþróttamannavirkja í Hveragerði sé fokin á haf út,“ segir í bókun minnihlutans. Meirihlutinn segir yfirlýsingar minnihlutans ekki tímabærar. Eftir sé að fullreyna hvort leyfi fáist fyrir uppblásnu húsi. - gar Minnhluti um íþróttahöll: Uppblásið hús fokið á haf út HERDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR Friðbjörn, á ekki Hannes skilið ókeypis hádegisverð? „Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis en að þessu sinni splæsa vinirnir.“ Friðbjörn Orri Ketilsson hefur birt aug- lýsingu þar sem hann hvetur fólk til að styrkja Hannes Hólmstein Gissurarson þar sem auðmaður reyni að brjóta hann niður fjárhagslega. Hannes skrifaði á sínum tíma bókina Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Framkvæmd- arsvæði HR Frárennslisop Nauthólsvík Ylströnd X SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.