Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 4
4 30. mars 2008 SUNNUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Ákvörðun Geirs H. Haarde forsætis-
ráðherra, um að leita álits hjá óháðum erlendum
fræðimanni á framkvæmd og fyrirkomulagi á
peningastefnu Seðlabankans, fær góðan hljómgrunn
hjá þeim stjórnarandstæðingum og aðilum vinnu-
markaðarins sem Fréttablaðið talaði við.
„Við höfum sett fram tillögur og kynnt þingmál
um að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og styrkja
stöðu hans, þannig að þetta er í takt við þær
hugmyndir sem við höfum boðað,“ segir Ögmundur
Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. „Hinsvegar
einkennir það viðbrögð ríkisstjórnarinnar hversu
seint hún rankar við sér og hversu svifasein hún er.
Hún bregst við eftir á en virðist vera ófær um að
taka frumkvæði í
nokkrum efnum.“
Aðrir fögnuðu
ákvörðuninni en vildu
þó að gengið yrði
lengra og krónunni
lagt. „Á meðan við
erum með þennan
gjaldmiðil þarf
gjaldeyrisforði
Seðlabankans að vera
miklu, miklu öflugri til þess að geta tekið áföllum og
jafnvel árásum,“ segir Jón Magnússon, þingmaður
Frjálslynda flokksins. „Að leyfa sér þann vitlausa
lúxus að vera með þennan gjaldmiðil kallar á
gríðarlegan kostnað.“
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins, tók í sama streng. „Ég fagna því að
þetta verði tekið til skoðunar. Hinsvegar mætti við
þetta tækifæri rifja upp orð núverandi Seðla-
bankastjóra sem hann viðhafði þegar verið var að
glíma við efnahagserfiðleika á árunum 1987 til
1993 en þá vildi hann stefna að aðild að Evrópu-
bandalaginu en síðan hefur hann villst af leið. Og
nú er svo komið að við erum komin með það stór
fyrirtæki hér og ef eitthvað fer úrskeiðis þar
getur þessi litla mynt sveiflast um 30 prósent með
skelfilegum afleiðingum fyrir önnur fyrirtæki og
heimilin í landinu svo það er enn mikilvægara að
fara að huga að annarri mynt.“
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, fagnaði því að hlutverk Seðlabankans
skyldi tekið til umræðu. „Það eru heilmikil tíðindi að
nú má fara að tala um þessi mál en hingað til hefur
allt er varðar hlutverk Seðlabankans verið feimnis-
mál,“ segir hann.
„Ég hef þó leyft mér að benda á það að þetta tæki
Seðlabankans, að beita hækkun stýrivaxta, virkar
ekki í opnu hagkerfi,“ bætir Vilhjámur við.
jse@frettabladid.is/steindor@frettabladid.is
Hinsvegar einkennir
það viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar hversu seint
hún rankar við sér og hversu
svifasein hún er.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
ÞINGMAÐUR VINSTRI GRÆNNA
VIÐSKIPTI Stjórn SPRON segist
ekki hafa „getað gert annað“ en
ályktað að birting upplýsinga um
sölu stjórnarmanna á stofnfjár-
bréfum, skömmu áður en félagið
var skráð á markað, hafi verið
óheimil. Þetta kemur fram í til-
kynningu sem stjórn SPRON
sendi frá sér á föstudag vegna
fréttar í Fréttablaðinu á fimmtu-
daginn þar sem greint var frá því
mati Fjármálaeftirlitsins að
stjórnar mönnum hefði verið
heimilt að gera grein fyrir sölu
stjórnarmanna á stofnfjárbréf-
unum. Það fer þvert gegn því
sem stjórnin sagði í fréttatil-
kynningu 7. febrúar.
Jafnframt segir í tilkynningunni
að stjórn SPRON hafi starfað eftir
reglum frá árinu 2004 um viðskipti
með stofnfjárbréf sem Fjármála-
eftirlitið fór yfir. Auk þess er það
ítrekað að stjórn SPRON hafi alltaf
viljað birta upplýsingar um inn-
herjaviðskipti með formlegum
hætti, en hafi hagað málum eins og
hún gerði vegna fyrrnefndra
reglna.
Gunnar Þór Gíslason, Ásgeir
Baldurs og Hildur Petersen seldu
stofnfjárbréf á sumarmánuðum í
fyrra, eftir að stjórnin ákvað að
skrá félagið á markað, fyrir um 196
milljónir króna að nafnvirði,
tveggja til þriggja milljarða að
raunvirði.
Samtök fjárfesta hafa gagnrýnt
stjórn SPRON harkalega fyrir að
greina ekki frá sölu bréfanna. - mh
Stjórn SPRON ítrekar fyrri afstöðu vegna sölu stjórnarmanna á stofnfjárbréfum:
Töldu sig ekki mega segja frá
SPRON Stjórn SPRON segir stjórnar-
menn hafa selt bréfin, án þess að greina
frá því, í góðri trú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Sigurður Þórðarson
ríkisendurskoðandi hefur óskað
eftir lausn frá
embætti frá 1.
júlí í sumar. Þá
hefur Sigurður
verið ríkisendur-
skoðandi í rétt
sextán ár, eða
allt frá árinu
1992. Áður var
Sigurður
vararíkisendur-
skoðandi frá
1987.
Í tilkynningu
frá forseta Alþingis segir að
samkvæmt lögum um Ríkisendur-
skoðun muni forsætisnefnd
Alþingis ráða nýjan ríkisendur-
skoðanda til sex ára. - gar
Embætti ríkisendurskoðanda:
Sigurður hættir
eftir sextán ár
SIGURÐUR
ÞÓRÐARSON
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Selfossi hafði afskipti af
ökumanni fólksbifreiðar klukkan
hálf fimm í gærmorgun sem ók
austur Suðurlandsveg í Flóa á
194 kílómetra hraða.
Þegar lögreglumenn stöðvuðu
manninn tóku þeir eftir því á
háttalagi hans og lykt að hann
hafði neytt áfengis. Hann var
fluttur á lögreglustöð og
undirgekkst blásturspróf.
Niðurstaða þess var að hann var
yfir áfengismörkum.
Ökumaðurinn var sviptur
ökuleyfi til bráðabirgða, en á
yfir höfði sér frekari refsingu.
- sgj
Ökumaður á Suðurlandi:
Ók fullur á
ofsahraða
BAGDAD, AP Ráðherra í ríkisstjórn
Íraks hvatti sérsveitir lögregl-
unnar til að sýna „hugrekki og
styrk“ í átökunum við hersveitir
sjía í Basra og að tekið yrði á
„vandamálum“ síðar.
Án þess að hann hafi skilgreint
„vandamálin“ frekar þykir ljóst
að íraskar varnarsveitir standa
lamaðar frammi fyrir hernaðar-
legum styrk sjía. Hermenn neita
að taka frekari þátt í átökum án
verndar og mikið er um að
hermenn hafi strokið frá átaka-
svæðunum. -rat
Átök í Basra í Írak:
Liðhlaup í
íraska hernum
LÖGREGLUMÁL „Ef það er rétt að
Jóhann R. Benediktsson sé að
hætta, þá er
það mikill
missir,“
segir Stefán
Eiríksson
lögreglu-
stjóri
höfuðborg-
arsvæðisins.
„Við
höfum átt í
fullkomnu
samstarfi á
öllum
sviðum frá því að þessi tvö stóru
lögregluembætti tóku til starfa í
janúar 2007.“
Stefán segir að samstarf þeirra
Jóhanns nái raunar lengra aftur í
tímann.
„Við unnum einnig mjög vel
saman þegar ég starfaði í
dómsmálaráðuneytinu og hann
var sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli, þá undir stjórn annars
ráðuneytis. En snertifletirnir
voru margir. Ég hef átt ánægju-
legt, árangursríkt og gott
samstarf við hann á liðnum árum
og á eftir að sakna hans mikið ef
af verður að hann láti af starfi.“
- jss
Brotthvarf lögreglustjóra:
Mikill missir
STEFÁN EIRÍKSSON
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
7°
11°
5°
9°
9°
14°
13°
15°
18°
14°
22°
18°
19°
13°
22°
8°
26°
14°
3
Á MORGUN
8-18 m/s, hvassast við
Breiðafjörð, hægastur
sunnan til
ÞRIÐJUDAGUR
5-18 m/s, lang-
hvassast við
SA-ströndina
-1
0
0
1
2
4
3
2
1
0
-5
13
13
8
13
8
16
7
10
9
13 13
1 1
1
3
0 0
1
1
2
DAGURINN Í DAG
Þennan sunnu-
dagsmorgun er
mjög hvasst við
suðausturströnd-
ina eða hvassviðri,
og stormur sunnan
Vatnajökuls. Ann-
ars staðar verður
strekkingur eða
allhvasst. Það lægir
smám saman með
suðaustanverðu
landinu en bætir
hins vegar í vindinn
á Vestfjörðum og
norðvestan til.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
17 ára ökufantur tekinn
Lögregla stöðvaði 17 ára ökumann
á Suðurlandsvegi við Landvegamót
á 171 eins kílómetra hraða um tvö
leytið aðfararnótt laugardags. Piltur-
inn var sviptur ökuleyfi á staðnum og
á yfir höfði sér háa sekt. Hann hafði
haft ökuréttindi í eina og hálfa viku.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fagna úttekt á hlut-
verki Seðlabankans
Ákvörðun forsætisráðherra um úttekt á stefnu Seðlabankans er fagnað af
stjórnarandstæðingum og aðilum vinnumarkaðarins. Framkvæmdastjóri SA
segist fagna því að hlutverk Seðlabankans sé ekki lengur feimnismál.
GEIR H. HAARDE Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS Ákvörðun um
að gera skoðun á peningastefnu Seðlabankans sem forsætis-
ráðherra kynnti á ársfundi bankans í fyrradag er fagnað af
stjórnarandstæðingum og aðilum vinnumarkaðarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BANASLYS Karlmaður á fimmtugs-
aldri lést í vélsleðaslysi á
Fjarðarheiði í grennd við
Egilsstaði á sjötta tímanum í
gær.
Maðurinn fór á vélsleða fram
af snjóhengju á Fjarðarheiði og
endaði niður í gili. Nánar er ekki
vitað um tildrög slyssins. Þegar
læknir kom á staðinn var
maðurinn þegar látinn.
Fleiri snjósleðamenn voru
með í för en maðurinn var einn á
sleðanum. - sgj
Banaslys á Fjarðarheiði:
Karlmaður lést
í vélsleðaslysi
GENGIÐ 28.03.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
157,7845
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
77,64 78,02
154,86 155,62
122,63 123,31
16,441 16,537
15,28 15,37
13,082 13,158
0,7754 0,78
127,55 128,31
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR