Fréttablaðið - 30.03.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 30.03.2008, Síða 6
6 30. mars 2008 SUNNUDAGUR STJÓRNMÁL Í umræðum á Alþingi haustið 1993 um skýrslu umboðs- manns Alþingis fyrir árið 1992 tók Árni Mathiesen undir með umboðsmanni í gagnrýni á skipan í tollvarðarstöðu á Keflavíkur- flugvelli. Jón Baldvin Hannibalsson, sem þá var utanríkisráðherra, hafði skipað mann í starfið, sem umsagnaraðili – lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli – hafði ekki mælt með og raunar talið vanhæfan. Í skýrslunni gerði umboðsmaður margháttaðar athugasemdir, ekki síst vegna formgalla á málsmeð- ferð og tafa sem urðu á svörum utanríkisráðuneytisins við spurn- ingum hans. Árni var sammála umboðs- manni og sagði málið svo alvar- legt að „það verði ekki við unað“. Nokkrum mánuðum áður höfðu þrír þingmenn Alþýðuflokksins verið skipaðir í veigamikil opin- ber embætti. Jón Sigurðsson varð seðlabankastjóri, Eiður Guðnason sendiherra og Karl Steinar Guðna- son forstjóri Tryggingastofnunar. Árni spyrti þær skipanir og ráðningu tollvarðarins saman og sagði þær „kasta slíkum skugga á embættisfærslur og embættisfer- il hæstvirts utanríkisráðherra að mér er nóg um“. Gat Árni þess líka að ráðherr- ann hefði unnið mörg góð verk sem hann styddi og sagði: „þess vegna þykir mér afar miður að upp skuli koma svona mál hvað eftir annað sem eru þess eðlis að þær einu skýringar sem menn hafa á þeim eru að viðkomandi aðilar hafi sérstök flokksskírteini upp á vasann.“ Árni skipaði Þorstein Davíðs- son, fyrrverandi aðstoðarmann dóms- og kirkjumálaráðherra, í embætti héraðsdómara í desember. Sú skipan hefur sætt gagnrýni jafnt stjórnarandstæð- inga sem stjórnarliða. Umboðs- manni Alþingis, sem hefur málið til skoðunar, bárust á dögunum svör Árna við ellefu spurningum er lúta að málsmeðferð skipunar- innar. Í upphafi svara sinna gat Árni þess að af yfirbragði og orðavali spurninganna virtist sem afstaða umboðsmanns til úrlausnarefnis- ins kunni að vera mótuð fyrir- fram. Af þeim sökum mætti halda því fram að svörin kæmu til með að hafa takmarkaða þýðingu þegar leyst verður úr málinu. bjorn@frettabladid.is Árni andæfði póli- tískum ráðningum Árni Mathiesen lýsti sig andsnúinn ráðningum á forsendum flokksskírteina í umræðum á Alþingi 1993. Hann tók undir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á að þáverandi utanríkisráðherra hefði ekki staðið rétt að skipan í starf tollvarðar. ÁRNI M. MATHIESEN Umboðsmaður Alþingis skoðar nú skipan Árna í embætti héraðsdómara. Árni efast um að umboðsmaður sé hlutlaus og segir að halda megi fram að skýringar sínar hafi takmarkaða þýðingu við úrlausn málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Umboðsmaður gerði athugasemdir við vinnubrögð Jóns Baldvins þegar hann skipaði mann í starf tollvarðar á Kefla- víkurflugvelli. Árni Mathiesen tók undir gagnrýnina í þingumræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ATVINNA Byr hefur gert starfs- lokasamning við fjórtán konur á miðjum aldri frá áramótum. Níu þessara kvenna eru á sextugs- aldri og hafa lengi starfað hjá fyrirtækinu. „Það er talað um að þessar konur hafi fengið starfsloka- saming en ég spyr nú bara hvað er það annað en uppsögn,“ segir Valgerður Marinósdóttir, sem í fjörutíu ár starfaði hjá sparisjóð- unum sem nú eru sameinaðir undir heitinu Byr. Valgerður sagði sjálf upp starfi sínu seinni part árs í fyrra. „Ég var átján ára þegar ég byrjaði hjá Sparisjóði vélstjóra og líkaði vel,“ segir Valgerður en bætir við að eftir sameiningu sparisjóðana hafi henni ekki liðið jafnvel og því ákveðið að segja upp störfum. „Þessar uppsagnir voru í raun eins og aftaka fyrir margar af þessum konum. Þetta kom líka mjög í bakið á þeim því þegar titringur var að myndast í banka- geiranum sannfærðu yfirmenn- irnir fólk um að það þyrfti engar áhyggjur að hafa og réðu inn ungt fólk í fyrirtækið þannig að allt virtist í lagi. Svo gerist þetta og mér þykir það sýna að þessir ungu menn virðast ekki vilja hafa svona kerlingar við störf sama hvað við gerum,“ segir Valgerður en tekur fram að hún hafi sjaldan haft það betra og sé ánægð með hafa hætt á réttum tíma. - kdk Byr hefur frá áramótum gert starfslokasamninga við fjórtán konur á miðjum aldri: Segir Byr ekki vilja kerlingar BYR Frá áramótum hefur Byr gert starfslokasamning við fjórtán konur á miðjum aldri. VIRKJANAMÁL „Við höfum ekki skoðað þetta mál í smáatriðum en munum eiga fund með Lands- virkjun Power í næstu viku þar sem farið verður yfir stöðu þeirra virkjana,“ segir Þóroddur Þóroddsson, umhverfismatssér- fræðingur hjá Skipulagsstofnun, um Urriðafossvirkjun. „Meira höfum við ekki að segja um málið.“ Fréttablaðið sagði frá því á föstudag að Landsvirkjun vilji taka efni úr námu sem liggur inni á vatnsverndarsvæði til að reisa Urriðafossvirkjun. Í matsskýrslu er ekki gert ráð fyrir efnistöku annars staðar en á virkjunarstað. - sþs Skipulagsstofnun: Funda um Urriða- fossvirkjun KÓREA, AP Yfirvöld í Norður- Kóreu skutu á föstudag á loft hrinu skammdrægra eldflauga. Sunnan við vopnahléslínuna var álitið að þessi aðgerð væru liður í reiðilegum viðbrögðum kommún- istastjórnarinnar í Pjongjang við harðari stefnu nýrrar ríkis- stjórnar í Seúl gagnvart henni. Eldflaugaskotin komu í beinu framhaldi af því að N-Kóreu- stjórn hafnaði afdráttarlaust síðasta útspili Bandaríkjastjórnar í viðræðunum um kjarnorku- áætlun N-Kóreu. Vöruðu ráða- menn í Pjongjang við því að afstaða Bandaríkjamanna gæti haft „alvarleg“ áhrif á framgang áforma um að loka kjarnorku- stöðvum N-Kóreu. - aa Norður-Kóreustjórn ögrar: Hrinu eldflauga skotið á loft ÖGRUN Suður-Kóreumaður les dagblað með forsíðufrétt um eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Tvísköttunarsamn- ingur hefur verið undirritaður á milli Íslands og Mexíkós. Í slíkum samningi skuldbinda tvær eða fleiri þjóðir sig til að víkja frá almennum skattaregl- um í þeim tilangi að komast hjá því að tekjur séu skattlagðar tvisvar. Auk ákvæða um afdráttarskatt af arði, vöxtum og þóknunum var samið sérsaklega um upplýsinga- skipti á milli landanna varðandi þá skatta sem samningurinn nær til. Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu verður unnið að fullgildingu samnings- ins á næstu mánuðum. - sþs Samningur undirritaður: Mexíkóskri tví- sköttun útrýmt SVEITARSTJÓRNIR „Töluvert hefur borið á eiturlyfjanotkun ungra íbúa þessa sveitarfélags og er orðin brýn þörf á að takast á við þetta vandamál með skipulegum hætti,“ segir minnihlutinn í bæjarráði Ölfuss sem vill að 3,7 milljónum króna verði aukalega varið í forvarnarstarf á næstu þremur árum. Meirihlutinn sagði hins vegar skorta útreikninga á því hvaða áhrif þessi tillaga og aðrar tillögur minnihlutans hefðu á fjárhagsáætlun Ölfuss: „Telur meirihlutinn því ábyrgðarlaust að samþykkja breytingartillögur minnihlutans.“ - gar Ungmenni í Ölfusinu: Nota talsvert af eiturlyfjum ÞORLÁKSHÖFN Minnhlutinn í bæjar- stjórn fékk ekki aukið fé í forvarnir. NEYTENDUR Fyrirtækið Mega Brands hefur nú innkallað segulleikföng af ýmsum gerðum sem kallast „Magtastik“ og „Magntix Jr. Pre-School Magnetic Toys“. Þessi leikföng hafa verið seld beint til Íslands auk þess sem þau hafa getað borist til Íslands eftir öðrum leiðum. Fleiri tegundir hafa einnig verið innkallaðar en þær hafa ekki verið seldar hérlendis svo vitað sé. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu sem hvetur foreldra og forráða- menn til að fjarlægja þegar í stað leikföng af þessari gerð og skila til viðkomandi söluaðila. - áb Innköllun leikfanga: Litlir seglar geta losnað af MAGTASTIK Alcoa sakað um mútur Bandaríska dómsmálaráðuneytið heimilaði á föstudag að málsókn einkaaðila gegn Alcoa-álfyrirtækinu bandaríska vegna gruns um að það hefði borið mútur á embættismenn í Persaflóaríkinu Barein verði tíma- bundið stöðvuð til að eigin rannsókn bandarískra yfirvalda á ásökununum geti farið fram. BANDARÍKIN Rice til Miðausturlanda Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Cond- oleezza Rice, er nú á leið til Jerúsalem til að blása lífi í friðarviðræður Palest- ínu og Ísraels sem eru í hnút. SIMBABVE Forsetakosningar hófust í Simbabve í gær og verða úrslit gerð kunn á morgun. Langar bið- raðir mynduðust strax snemma morguns, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins í gær, en sex milljónir manna hafa kosningarétt í landinu. Núverandi forseti, Robert Mugabe, býður sig fram í sjötta sinn. Aðrir í framboði eru Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, og Simba Makoni, fyrr- verandi fjármálaráðherra og áður bandamaður Mugabe. Andstæð- ingar Mugabe óttast kosninga- svindl af hans hálfu en hann ber þær ásakanir til baka. „Við beit- um engum brögðum í kosning- um.“ Mikillar óánægju gætti meðal kjósenda í gær en mörgum var vísað frá, ýmist vegna þess að nöfn þeirra fundust ekki á skrá eða þeir reyndu að kjósa í rangri deild. -rat Gengið til kosninga í Simbabve: Óttast kosningasvindl Styður þú mótmæli vörubíl- stjóra? Já 85,7% Nei 14,3 % SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú glæpaöldu í Breið- holtinu? Segðu skoðun þína á visir.is ROBERT MUGABE Sitjandi forseti býður sig nú fram í sjötta sinn. Andstæðingar hans óttast kosningasvindl. FRÉTTBLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins, SGS, kom nýlega saman í húsnæði ríkis- sáttasemjara til að leggja línurnar í viðræðum SGS við ríkið. Vilhjálm- ur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, segir að gerð verði krafa um verulega hækkun á launatöxtum ófaglærðs fólks hjá ríkinu. Vilhjálmur bendir á að verðbólga mælist nú 8,7 prósent. Forsendurnar séu því allt aðrar en var 17. febrúar þegar samningur var undirritaður á almennum markaði. „Gríðarleg vonbrigði,“ segir Vilhjálmur um þróunina í efnahagsmálum þjóðar- innar og telur ekki ólíklegt að verð- bólgan eigi eftir að fara í tveggja stafa tölu. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði miða við fimm pró- senta verðbólgu við endurskoðun samninga eftir eitt ár. - ghs Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins: Vill verulega hækkun KREFST HÆKKUNAR Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins gerir kröfu um verulega hækkun á launatöxtum ófaglærðs fólks hjá ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.