Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 16

Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 16
16 30. mars 2008 SUNNUDAGUR GERA VERÐSAMANBURÐ Vilji maður spara er nauðsynlegt að gera verðsamanburð. Þótt það kosti tíma og maður pirri hugsan- lega afgreiðslufólk getur það margborgað sig. Svo má skoða síður eins og neytandi.is (leiðarkerfi neytenda), ns.is (neytendasamtök- in) og asi.is (verðkann- anir á vegum ASÍ). Sá sem okrar minnst á það svo skilið að við versl- um við hann. Velkomin í kreppuna Fyrir hálfu ári var góðærissólin hátt á lofti og ekkert í spilunum annað en áframhaldandi sæla. Nú skella á okkur hörmungar úr hverjum fréttatíma, hræðileg tíð er yfirvofandi og ekki er talað um annað en sultarólar sem þarf að herða. Hér eru nokkur ráð til að gera kreppuna bærilegri þar til næsta góðæri skellur á. FLYTJA ÚT Á LAND Margir spyrja sig í umferðarteppunni á Miklubraut og hugsa kannski í leiðinni um myntkörfulánið eða lánið með vöxtunum sem verður endurskoðað á næsta ári: Hvern fjárann er ég að gera hérna? Þetta er fullkomlega eðlileg spurning þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar. Á Siglufirði býðst sem dæmi 389 fermetra steinhús á tveimur hæðum á 32 millur og á Ólafsvík 185 fermetra einbýli á 21 millu. Eina vandamálið er bara að finna svarið við spurningunni: Hvað á ég að gera á Siglufirði? Hvað á ég að gera af mér á Ólafsvík? BLÓÐBANKINN Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis nema maður láti dæla úr sér tæplega hálfum lítra af blóði. Í þakklætisskyni fyrir þetta smáræði sem þú gefur til bjargar samborgurum þínum býður Blóðbankinn upp á ágætis mat; brauð og álegg, kex og kaffi og jafnvel súpu. Lúnknir spararar segja að föstudagarnir séu gjöfulastir í Blóðbankanum. Það er enginn að telja ofan í þig svo þú getur borðað þig pakk. Bara verst að þú mátt ekki gefa blóð oftar en fjórum sinnum á ári og bara þrisvar ef þú ert kvenkyns. SMAKK Á föstudögum bjóða stórar mat- vöruverslanir oftast upp á ýmiss konar smakk. Góðlegt sölufólk stendur við borð og hvetur þig til að smakka hitt og þetta. Á góðum degi í Hagkaupum í Smáralind má til dæmis búast við þremur til fjórum matarkynningum; forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Sniðugt er að mæta með alla fjölskylduna og fara tvo til þrjá hringi þar til allir eru komnir með magafylli. Í bak- aríum má svo yfirleitt fá smakk (best að koma snemma) og bankar bjóða oft upp á ókeypis kaffi og sælgæti. IKEA Ódýrasti veitingastaður landsins er veitingastofa Ikea. Þar má fá ýmiss konar gúmmelaði á hlægilegu verði miðað við aðra veitingastaði á Íslandi. Á meðan fjögurra manna fjölskylda getur tæplega farið út að borða á innan við fimmþúsund kall á „ódýrri“ hamborgarabúllu er gott til þess að vita að í Ikea má kaupa tvo skammta af sænskum kjötbollum og tvo barnaskammta af spagettíi ásamt safa fyrir börnin á – haldið ykkur fast – 1.090 krónur! Í eftirrétt má svo fá sér ís í brauðformi á 50 kall stykkið. HJÓL Ef maður fer hjólandi allra sinna ferða er ekki óraunhæft að áætla að maður spari heila milljón á ári. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiða- eigenda kostaði rekstur ódýrasta bíls miðað við 15.000 km akstur á ári rúmlega 700.000 krónur í fyrra, en miðað við bens- ínverð í dag mun þessi tala hækka umtalsvert á þessu ári. Sé maður síhjólandi er líka óþarfi að borga fyrir aðra lík- amsrækt svo þar bætist duglega við sparnaðar- reikning- inn. BÓKASÖFNIN Í kreppunni koma bókasöfnin sterkt inn því til hvers að eiga bækur sem maður les hvort sem er bara einu sinni ef maður getur fengið þær lánaðar? Eins margar og maður kemst yfir fyrir 1.300 kall á ári. Í bóka- söfnum er líka hægt að komast á netið, 200 kall fyrir hvern klukkutíma og 1.300 kall fyrir tíu tíma í bókasöfnum í Reykj avík. VATNIÐ Einn af stærstu kostum Íslands er hreina vatnið sem hér vellur úr hverjum krana. Í langflest- um öðrum löndum þarf að borga stórfé fyrir flöskuvatn en hér er það því sem næst ókeypis. Svo höfum við heita vatnið og íslensku sundlaug- arnar eru ódýr munaður. Erlendis þyrfti að borga stórfé fyrir að komast í svipaða heilsulind og til dæmis Árbæj- arlaugin er. Því er um að gera að nota það sem nothæft er á skerinu hrjóstruga: svolgra í sig vatn og mara í heitum potti. Hvort tveggja er bráðhollt. SJÓNVARPSUPPTÖKUR Verið vakandi fyrir sjónvarpsupptökum. Þar má komast í ókeypis snarl og jafnvel bjór ef maður er heppinn. Þessa dagana eru þættirn- ir Bandið hans Bubba og Svalbarði í gangi. Ókeypis matur, drykkur og skemmtun. Er hægt að biðja um meira í kreppunni? TILRAUNADÝR FYRIR NEMA Það er rándýrt að vera með hár. Sjampó, hárnæring og endalausar ferðir á stofuna. Hagstæðast er því auðvitað að snoða sig reglulega. Mörgum hrýs hugur við tilhugsuninni um nakinn koll og því má benda á iðnskólana. Sætti maður sig við að vera tilraunadýr fyrir nema er hægt að spara fúlgur. Iðnskólinn í Hafnarfirði klippir fólk ókeypis, en borga þarf þúsund kall fyrir permanent og litun. Iðnskólinn í Reykjavík vinnur í hári fyrir brotabrot af almennu verði. Hringið í hárgreiðslu- deildirnar og pantið tíma. Tannlæknaferðir kosta sitt, en nemar í tannlæknadeild Háskólans gera sama gagn og rándýrir tannlæknar. Skoðun og myndataka kostar 2.500 krónur hjá nemunum, en þurfi að gera meira kostar það aðeins þrjátíu prósent af almennum taxta. Kennari er með nemum við aðgerðina og grípur inn í áður en í óefni fer. Sjúklingurinn verður þó að sætta sig við að vera mun lengur í stólnum en vanalega. Upppantað er fram á haust hjá tannlæknanemunum en í ágúst geta áhugasamir pantað fyrir næsta vetur. Nemar í Nuddskólanum þurfa líka sjálfboðaliða til að æfa sig á og í gegnum heimasíðu Nuddskólans má komast í hið vinsæla nemanudd. Heilsunudd hjá nema kostar 2.500 krónur sem er miklu ódýrara en almennt gjald. BETRA DJOBB Fín leið til að komast í gegnum kreppuna er að finna sér almennilegt djobb, eitthvað sem gefur þér miklu meira í aðra hönd en vinnan sem þú ert í núna. Eitt besta djobb landsins er nú laust til umsóknar, For- sætisráðuneytið óskar eftir framboðum til forsetakjörs. Þetta er algjört dúndurdjobb: Hátt í tvær millur á mánuði til æviloka, ókeypis húsnæði og bíll í að minnsta kosti fjögur ár, ferðalög og endalaus veisluhöld – er hægt að biðja um meira? Það eina sem þú þarft að gera er að vera „sameiningartákn þjóð- arinnar“ og „öryggisventill“ gagnvart Alþingi. Svo þarftu að tala nán- ast þindarlaust um hina mörgu frá- bæru kosti Íslands. Með öll þessi hlunnindi í vasanum ætti það nú að vera lítið mál.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.