Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 20
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR NÝTT 4 FERÐALÖG E kkert barn ætti að sækja Stokkhólm heim án þess að koma við á Junibacken á eyjunni Djurgården í hjarta borgarinnar. Þessi vina- legi skemmtigarður, nefndur eftir heimili Maddittar og Betu, sem reyndar heitir Sólbakki á íslensku, er að mestu leyti innandyra og því hægt að kíkja í heimsókn á hvaða árstíma sem er. Þar er að finna allskyns skemmti- legheit eins og lestarferð í gegnum öll helstu ævintýri Astrid Lindgren þar sem hægt er að sjá allar helstu hetjur bókanna: Ronju ræningadóttur, Emil í Kattholti, Kalla á þakinu, Bræðurna Ljónshjarta og marga fleiri. Svo geta kátir krakkar leikið sér í húsinu hennar Línu á meðan foreldrar slaka á og fá sér heimabakaðar eplakökur og kaffibolla. www.junibacken.se Hverjum þykir ekki vænt um hina skrítnu, krúttlegu og súrrealísku múmínálfa sem voru skapaðir af hinni finnsku Tove Jansson en hægt er að heimsækja þá í Múmínheim eða muumimaailma eins og hann heitir á finnsku. Múmínálfarnir búa á eyjunni Naantali sem er um 16 kílómetra frá Turku og 180 kílómetra frá Helsinki. Þar er nóg um að vera og meðal annars hægt að heimsækja hús múmínsnáða, fara í sund í fallegu stöðuvatni, heimsækja tjaldið hans Snúðs, skreppa í leikhús eða gæða sér á gómsætu veitingunum hennar múminmömmu. www.muumimaailma.fi. UPPÁHALDSÆVINTÝRI ALLRA Heimur Astrid Lindgren og dalur Múmínálfana fyrir unga sem aldna NORRÆNA HEFUR FERÐIR Norræna er ferðamöguleiki sem Íslendingar hafa lengi nýtt sér en vill stundum gleymast í allri ferðalagaflórunni. Fyrsta ferð Norrænu til Íslands hófst nú í gærdag þegar siglt var frá Danmörku. Norræna verður á Seyðisfirði alla þriðjudaga til 10. júní en eftir það verður hún þar á fimmtudögum til 28. ágúst. Eftir það færast ferðirnar aftur á þriðjudaga. Farþegum Smyril Line bjóðast sérstök vortilboð en það er ódýrast að sigla nú og fram í miðjan maí og eru þá jafnframt í gildi sérstök tilboð fyrir húsbíla, hjólhýsi og slík farartæki. Ferjan er búin klefum af ýmsum stærðum og gerðum og auk þess eru glæsileg þjónustusvæði þar að finna, svo sem verslanir, leiksvæði, sundlaug og líkamsrækt með gufu. Um að gera að prófa smá víkingasiglingu um norrænu höfin blá enda ættu siglingar að vera okkur í blóð bornar. Nánari upplýsingar um tilboð og annað er að fá hjá Austfari í síma 472-1111 og Smyril Line í síma 570-8600. EKKI MISSA AF ÞESSU Góðar ferðatöskur eru bráðnauðsynlegar í ferðalagið og þá verður maður að hafa í huga hvert er verið að fara. Best er að fara með harðar töskur til Bandaríkjanna, nettar og praktískar töskur í helgarferðina sem hægt er að koma fyrir í farþegarýminu og svo þarf maður jú eina rúmgóða fyrir langferðina sem hægt er að fylla því það er aldrei að vita hvað maður rekst á og vill hafa í farteskinu heim aftur. Í Kisunni fást afskaplega svalar og liprar ferðatöskur frá þýska gæðamerkinu Rimowa. Þær eru fáanlegar í ýmsum stærðum og gerðum, annaðhvort úr fisléttu áli eða úr einskonar plast- og gúmmíblöndu sem er afskaplega sterk en samt sveigjanleg. Kisan, Laugavegi 7. Í FARTESKINU Berlín 5.4. - 15.6. FIMMTA BERLÍNSKA BIENNALE FYRIR NÚTÍMALIST. Sýningarstjórar eru Adam Szymczyk og Elena Filipovic. Kunst-Werke New York 20.4.-30.6. TAKE YOUR TIME - ÓLAFUR ELÍASSON Yfirlitssýning á verkum Ólafs með innsetningu, ljósmyndum og skúlptúrum. Museum of Modern Art. París 15.4.-15.6. JAN FABRE - ENGILL UMBREYTINGANNA Sýning á verkum hins belgíska listamanns ( f. 1958) og innsetningu þar sem hann hefur komið fyrir verkum listamanna eins og Hieronymus Bosch, Peter Paul Rubens ofl. BÓKAÐU NÚNA Norræna er alltaf að bæta þjónustuna um borð og nú nýlega var þar tekinn í notkun bíósalur. LISTSÝNINGAR Í APRÍL Astrid Lindgren
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.