Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 53

Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 53
Hefur þú áhuga á að vinna hjá kraftmiklu þjónustufyrirtæki í örum vexti? Vegna stóraukinna umsvifa getur Öryggismiðstöðin bætt við sig öflugum liðsmönnum í spennandi og fjölbreytileg störf. Öryggisráðgjafar fyrir heimili Starfið felst í ráðgjöf og sölu til einstaklinga og heimila á vörum og þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar. Um er að ræða sölu í gegnum síma, móttöku viðskiptavina á staðnum og með heimsóknum til viðskiptavina. Vinnutími getur verið sveigjanlegur að einhverju leyti. Mjög góð vinnuaðstaða er í boði og góðir tekjumöguleikar fyrir árangursdrifna sölumenn. Hæfniskröfur • Reynsla af sölustörfum • Vilji til að ná árangri • Frumkvæði, stundvísi, þjónustulund og vinnugleði • Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á öryggismarkaðnum Öryggisráðgjafar fyrir fyrirtæki Starfið felst í ráðgjöf og sölu til fyrirtækja á vörum og þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar. Um er að ræða sölu í gegnum síma, móttöku viðskiptavina á staðnum og með heimsóknum til viðskiptavina. Vinnutími getur verið sveigjanlegur að einhverju leyti. Mjög góð vinnuaðstaða er í boði og góðir tekjumöguleikar fyrir árangursdrifna sölumenn. Hæfniskröfur • Víðtæk reynsla af sölumennsku til fyrirtækja • Öll menntun sem nýst getur í starfinu telst kostur • Vilji til að ná árangri • Frumkvæði, stundvísi, rík þjónustulund og vinnugleði • Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á öryggismarkaðnum Öryggismiðstöðin býður upp á góða vinnuaðstöðu og mjög samkeppnishæf laun fyrir öfluga starfsmenn. Nánari upplýsingar um störfin veitir Daði Þór Veigarsson, sviðsstjóri sölusviðs, í síma 530 2400. Ertu að leita að vel launuðu sölustarfi? T B W A \ R E Y K JA V ÍK \ S ÍA -9 0 8 0 4 2 0 Skriflegar umsóknir skal senda í pósti merktar: Atvinnuumsókn – sölusvið, Öryggismiðstöðin, Borgartúni 31, 105 Reykjavík. Einnig má senda umsóknir í tölvupósti, atvinna@oryggi.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Vakin er athygli á því að allir starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn hreinu sakavottorði. www.oryggi.is Öryggismiðstöðin er kraftmikið og framsækið þjónustufyrirtæki þar sem frumkvæði og fram- sýni starfsmanna er mikils metin. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur sem hefur það að meginmarkmiði að veita viðskipta- vinum ávallt úrvalsþjónustu. Mikil áhersla er lögð á að auka þekkingu starfs- manna, m.a. með reglubundinni þjálfun og nám- skeiðum, og gefa þeim kost á að vaxa í starfi. Öryggismiðstöðin hefur þannig á að skipa einvala liði með mikla faglega þekkingu á öryggismálum. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á að skapa starfsmönnum gott vinnuumhverfi og taka vel á móti nýjum starfsmönnum. Hjá Öryggismiðstöðinni starfa um 130 manns. Suðurhraun 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | Fax: 59 50 310 | isafold@isafold.is | www.isafold.is Ísafoldarprentsmiðja er elsta prentsmiðja landsins, stofnuð 1877. Í dag starfa 80 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Miklar fjárfestingar í vélum, tækjum og öðrum búnaði hafa átt sér stað síðustu misserin og er prentsmiðjan flutt í nýtt 7000m2 húsnæði. Hjá Ísafoldarprentsmiðju er unnið að mjög fjölbreyttum verkefnum, bæði á sviði rúlluprentunar og arkaprentunar. Hjá okkur er m.a. Fréttablaðið prentað, ásamt fjölda annarra verkefna. Við hjá Ísafoldarprentsmiðju leggjum áherslu á góðan starfsanda, mikla þjónustulipurð og skemmtilegan vinnustað. Ísafoldarprentsmiðju vantar fleira fólk í hópinn. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 008. Prentráðgjafi Starfsvið • Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins. • Tilboðsgerð. • Vinnuseðlagerð • Reikningagerð. Hæfniskröfur • Reynsla úr prentgeiranum eða af sölu og þjónustustörfum æskileg, en þó ekki skilyrði. • Tölvufærni. • Þjónustulund nauðsynleg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Haraldsson sölu og markaðsstjóri í síma 664 0317 og 595 0317 eða á gunnarh@isafold.is Prentara Leitum að prenturum bæði á arkavélar og rúlluvélar. Nánari upplýsingar veita Halldór Jakobsson verkstjóri í prentsal í síma: 664 0302, halldor@isafold.is og Kjartan Kjartansson prentsmiðjustjóri í síma: 664 0315. Pökkun Leitum að starfsfólki í pökkun á Fréttablaðinu. Kvöld- og næturvinna. Íslenskukunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Kjartansson prentsmiðjustjóri í síma: 664 0315.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.