Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 72

Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 72
Ingveldur fylg- ist með. Hún veit að allir með viti eru að fara til Afríku þessa dagana. Fjöl- miðlar kalla þetta „Afríku- veikina“ og hún hefur heyrt og lesið að Bjarni Ármanns, Jóhannes í Bónus og Kristín Ólafs séu með hana. Það er bara eitt- hvað svo fallegt við það að bóka frí til Malaví. Fyrst var Madonna þar, nú Kata Júl. Svo getur maður komið heim með mynd af sér með afrísku barni i fanginu eða jafnvel með afrískt barn í fanginu og liðið svo fallega... innan í sér. Ingveldur vill fara til Afríku og gera góð- verk. Hún er búin að stúdera Ang- elinu á netinu. Sér að það er möst að mæta í hermannabuxum, hlýra- bol og derhúfu. Svona „Low Key Chic“ kalla þeir það. Má ekki mæta með Marc Jacobs-sólgler- augun þegar allir eru að svelta. Svo er þetta dálítið undarlegt, ekk- ert nema einhver lúxushótel á net- inu í Malaví hvort eð er. Ekki snef- ill af hungursneyð og þriðja heims volæði. Hún bókar sig inn á „Lodge“ með draumasundlaug og svo segir í textanum að barinn sé ávallt „well stocked“ og það megi horfa á dýr borða gras rétt fyrir neðan. Fullkomið! Gin og tónik og antilópur á beit. Hver getur beðið um meira? Ingveldur er mætt. Hún er í áfalli eftir tólf tíma flug og hrylli- legasta flugvöll sem hún hefur séð. Það er allt svo ... skrýtið hérna. Subbulegt. Hana klæjar alls staðar. Svo eru allir svartir. En ekki eins og gæjarnir á Wall Street. Kannski eru það þessar skelfilegu malaríutöflur en henni er verulega farið að svima þegar hún finnur loksins rútu sem á að fara með hana á áfangastað. Hvað er eiginlega að þessu fólki? Farar- tækið er að hruni komið og svo virðist enginn skilja hana. Hún kemur ser fyrir við hliðina á konu með svakalega mikinn höfuðbún- að og nokkra krakka. Jæja, dæsir hún, það eru að minnsta kosti ekki hænur í rútum hérna eins og í Indlandi. (Sá það á National Geographic Channel). Næsti dagur er mun betri. Ing- veldur „minglar“ við heimamenn, borðar þriðja heims kássur og berar nýhvíttaðar tennurnar fram- an í börnin. Henni er farið að líða eins og guðmóður þorpsins. Næsta dag á markaðnum tekst henni að prútta niður fullt af dýrð- legum mynstruðum kjólum og afr- íkufestum. Þetta er algjörlega málið. Af hverju er þetta lið ekki að selja þetta heima? Ætti full- komlega heima í Kisunni. Ingveld- ur fyllir ferðatösku og ákveður að halda góðgerðauppboð í Epal fyrir vinkonurnar þegar hún kemur heim. Eða kannski á Vox. Batik is the new black. Eða þannig. [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2007 UPPÁHALDSBORGIN MÍN ER... París. MINNISSTÆÐASTA MÁLTÍÐ- IN SEM ÉG HEF SNÆTT ER ... Engisprettur á Indlandi. UPPÁHALDSHÓTELIÐ MITT ER... Öll þau hótel sem líta ekki út fyrir að vera hótel. ÞAÐ BESTA VIÐ AÐ FERÐAST ER... Að láta koma sér á óvart. ÞEGAR ÉG ER Á FERÐA- LAGI ÞÁ SAKNA ÉG... Einskis. ÞEGAR ÉG HUGSA UM PAR- ADÍS ÞÁ HUGSA ÉG UM... Einhvern stað sem er langt í burtu frá öllu. ÉG KEM ALLTAF HEIM MEÐ... Eitthvað frá öðrum löndum: mat, krydd, hluti, og helst bara eithvað eitt æðislegt sem mig dauð- langaði í. FYRSTA FERÐALAGIÐ MITT VAR TIL... Grænlands. MIG HEFUR ALLTAF LANG- AÐ AÐ FARA TIL.... Tókýó SKEMMTILEGASTI STAÐUR SEM ÉG HEF NOKKURN TÍMA HEIMSÓTT ER... Balí. Á FERÐ OG FLUGI VERA PÁLSDÓTTIR LJÓSMYNDARI HEFUR FERÐAST VÍTT OG BREITT UM HEIMINN FYRIR HIN ÝMSU VERKEFNI. HÚN HEFUR MEÐAL ANNARS MYNDAÐ FYRIR BLÖÐ EINS OG ELLE, MADAME FIGARO OG THE FACE. UM ÞESSAR MUNDIR MYNDAR HÚN FYRIR NÝTT LÍF OG HÉLT NÝLEGA SÝNINGU Á VERKUM SÍNUM Í ÞJÓÐMINJASAFNINU. UNGFRÚ INGVELDUR... Fer til Afríku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.