Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 77
SUNNUDAGUR 30. mars 2008 21 Frammistaða Britney Spears sem gestaleik- kona í þáttunum How I Met Your Mother virðist ætla að verða til þess að blása nýju lífi í feril söngkonunnar. Á dögunum spurðist út að henni hefði verið boðið aðalhlutverk Blanche DuBois í leikriti Tennessee Williams, Spor- vagninum Girnd, á West End í London, og nú greinir National Enquirer frá því að henni verði mögulega boðinn eigin sjónvarpsþáttur. Yfirmenn á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem framleiðir How I Met Your Mother, fannst Spears svo góð í hlutverki sínu að þeir velta því nú fyrir sér að hafa söngkonuna í aðalhlut- verki í nýjum sjónvarpsþætti. Fyrst vilja þeir að hún snúi aftur sem móttökudaman í How I Met Your Mother. „Britney stóð sig frábærlega sem sæta, fyndna móttökudaman. Það voru engir áhorfendur á staðnum, manni leið vel á tökustaðnum og það gerði það að verkum að hún átti ekki í neinum vandræðum með að einbeita sér,“ segir heimildarmaður á CBS. Spears í sjónvarpið Kevin Federline segist alltaf ætla að vera til staðar fyrir fyrrverandi eiginkonu sína Britney Spears. Federline, sem hefur fullt forræði yfir börnunum þeirra tveimur, segir að Britney verði honum ávallt mikilvæg enda er hún móðir barnanna hans. „Mér mun alltaf þykja vænt um móður barnanna minna og ég verð alltaf til staðar fyrir þau. Ég trúi því að með þeirri jákvæðu orku sem ég miðla af mér fái ég ennþá meiri orku til baka. Sambandið við börnin mín og fjölskyldu mun endast alla mína ævi og það finnst mér mikilvægast í lífinu,“ sagði Federline. Til staðar fyrir Britney KEVIN FEDERLINE Rapparinn Federline ætlar alltaf að vera til staðar fyrir Britney Spears. Óvíst er hvort skemmtistaðurinn Tunglið verður opnaður næst- komandi laugardag eins og fyrirhugað var. Eftir að lokahátíð Gauks á Stöng var haldin á dögunum hafa breytingar staðið yfir vegna nýja staðarins og verða þær í fullum gangi næstu daga. „Við komumst að því hversu langt við komumst um helgina. Við sjáum til á mánudag eða þriðju- dag,“ segir Kiddi Bigfoot, eigandi Tunglsins. Mikil tímamót urðu í íslensku skemmtanalífi þegar Gauknum var lokað um síðustu helgi því hann hefur verið rekinn í 25 ár án þess að láta bilbug á sér finna. Nýi staðurinn, Tunglið, mun einblína á klúbbastemningu með stóru dansgólfi og öflugum græjum. - fb Tafir hjá Tunglinu KIDDI BIGFOOT Óvíst er hvort Tunglið verði opnað um næstu helgi eins og fyrirhugað var. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Robbie Williams langar að gera matreiðsluþætti. Söngvarinn hefur að undanförnu fengið kennslu í matreiðslu í einkatímum, og langar að sýna heiminum hæfileika sína í eldhúsinu, bæði með sjónvarpsþáttum og mat- reiðslubók. Vinir hans eru þó ekki alveg sannfærðir um að elda- mennska Robbies eigi upp á pall- borðið hjá öllum. „Vandamálið er að Robbie borðar ekki beinlínis heilsusamlegasta mat í heimi. Hver þarf kennslu í að elda ham- borgara og franskar? Það er nokk- urn veginn það eina sem hann hefur áhuga á,“ segir vinur söngv- arans í viðtali við breska blaðið The Sun. Þetta eru þó ekki einu merkin um nýfundinn áhuga Robbies á matreiðslu því nýverið fréttist að hann og vinur hans, leikarinn Max Beesley, myndu taka þátt í sér- stakri útgáfu af þættinum „Rams- ay’s Kitchen Nightmares“, þar sem hinn harðorði kokkur Gordon Ramsay er í aðalhlutverki. Félag- arnir myndu þá vinna á veitinga- stað sem á í vök að verjast og reyna að snúa rekstrinum til hins betra, með leiðsögn Ramsays. „Ég er mikill áhugamaður um mat, svo ég hefði ekkert á móti einu af bræðisköstum Gordons,“ sagði Beesley nýverið. Robbie vill kenna matreiðslu BLÆS LÍFI Í FERILINN Frammistaða Britney Spears í þættinum How I Met Your Mother virðist vera að blása nýju lífi í feril hennar, en nú berast fregnir af því að henni verði boðinn eigin sjónvarsþáttur á CBS. ELDAVÉLIN LOKKAR Robbie Williams ku hafa fengið mikinn áhuga á því að gera eigin matreiðsluþætti og gefa út matreiðslubók, eftir að hafa fengið einkatíma í eldamennsku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.