Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 78
22 30. mars 2008 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og félagar í íslenska
kvennalandsliðinu í íshokkí unnu alla fimm leiki sína í 4. deild
heimsmeistarakeppninnar og tryggði sér sæti í 3. deildinni
með glæsilegum hætti.
„Þetta er búið að ganga frábærlega og það er allt búið
að ganga upp hjá okkur og allt er bara æði,“ sagði
Flosrún. „Erfiðasti leikurinn var þó á móti Nýja-
Sjálandi í gær,“ sagði Flosrún þrátt fyrir að íslenska
liðið hafi unnið hann 5-1. „Þetta var besti leikurinn
okkar í mótinu og þær voru alveg miður sín og
vissu ekkert hvað þær áttu að gera. Okkar lið
hefur breyst mest frá því í fyrra og mér finnst
eiginlega enginn vera búinn að ná framförum nema
við,“ segir Flosrún í léttum tón. Hún er ánægð með
þjálfarann sinn. „Við komum hingað í fyrra með Söruh
Smiley sem þjálfara og hún er aftur með okkur núna.
Það er mikið henni að þakka hvað við erum búnar
að ná miklum framförum. Við erum með æðislegan
þjálfara. Sem betur fer hlustuðum við allar á hana og
skilaboðin fóru inn í hausinn okkur öllum. Hún var reyndar svolítið
hissa á því að allt myndi ganga upp því hún breytti varnarleiknum
í hverjum leik,“ segir Flosrún sem skoraði sex mörk og gaf fimm
stoðsendingar í leikjunum fimm. „Ég held að ég hafi aldrei átt betri
leik en á móti Nýja-Sjálandi. Ég er búin að vera í Danmörku í tvö
ár og við erum búnar að vinna Danmerkurmeistaratitilinn
bæði árin sem hefur líka verið frábært. Ég er búin að læra
mjög mikið á því að spila í Danmörku en ég sakna samt
alltaf gamla liðsins,“ segir Flosrún sem lék með Birninum
áður en hún fór út til Danmerkur þar sem hún spilar með
Herlevs ishockey Piger. „Ég var oft spurð úti hvernig ég
héldi að þetta færi hjá okkur og ég svaraði alltaf að það
væri aðalmálið hvernig stelpurnar eru að æfa heima. Þær
hafa tekið framförum og það eru allir í liðinu að leggja
mikið í púkkið og við erum komnar með mjög gott lið,“
segir Flosrún sem hefur þegar sett markmið um framhaldið.
„Við ætlum okkur að halda Íslandi í 3. deildinni en það tekur
okkur örugglega nokkur ár í viðbót að komast í næstu deild
fyrir ofan,“ segir Flosrún en danska landsliðið er í 2. deild.
FLOSRÚN VAKA JÓHANNESDÓTTIR, LANDSLIÐSKONA Í ÍSHOKKÍ: ÁTTI ÞÁTT Í 11 ÍSLENSKUM MÖRKUM
Búin læra mjög mikið á því að spila í Danmörku
Hvernig fer úrslitaeinvígið?
Gréta María Grétarsdóttir, Fjölni
3-2 fyrir Keflavík
Hafrún Hálfdánardóttir, Hamri
3-2 fyrir Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum
3-1 fyrir Keflavík
Signý Hermannsdóttir, Val
3-1 fyrir Keflavík
Hver má ekki klikka hjá Keflavík?
Gréta María: Kesha Watson
Hafrún: Kesha Watson, Margrét Kara
Sturludóttir, Birna Valgarðsdóttir
Kristrún: Kesha Watson
Signý: Í Keflavík verða Kaninn og
Pálína mikilvægastar. Kaninn stjórnar
sókninni og Pálina rífur upp vörnina.
Hver má ekki klikka hjá KR?
Gréta María: Candace Futrell
Hafrún: Candace Futrell,
Hildur Sigurðardóttir og Sigrún
Ámundadóttir
Kristrún: Candace Futrell má ekki
klikka hjá KR og Hildur og Sigrún
þurfa að skila sínu svo KR eigi
möguleika.
Signý: Í KR er Hildur mikilvægust og
ef hún á góðan dag þá vinnur KR. Að
sjálfsögðu þarf Kaninn líka að skila
sínu.
Hver slær í gegn í einvíginu?
Gréta María: Margrét Kara
Sturludóttir, Keflavík
Hafrún: Hildur Sigurðardóttir, KR
Kristrún: Pálína Gunnlaugsdóttir,
Keflavík eða Sigrún Ámundadóttir, KR
Signý: Margrét Kara Sturludóttir
HVERJU SPÁ ÞÆR?
KÖRFUBOLTI Lokaúrslit kvenna
hefjast í dag þegar Keflavík tekur
á móti KR í Toyota-höllinni í
Keflavík. Keflavíkur-liðið hefur
unnið ellefu síðustu leiki sína í
deild og úrslitakeppni og hefur
jafnframt unnið alla fjórtán
heimaleiki sína í öllum keppnum í
vetur.
Þetta er aðeins í annað skiptið í
sögunni sem nýliðar í deildinni
komast svona langt í
úrslitakeppninni en Breiðablik fór
alla leið og vann
Íslandsmeistaratitilinn á sínu
fyrsta árið 1995. Breiðablik vann
einmitt þáverandi deildarmeistara
Keflavíkur 3-0 í lokaúrslitunum.
Bæði lið hafa innan sinna raða
leikmenn sem hafa orðið
Íslandsmeistarar með Haukum
undanfarin tvö ár. Tveir þeirra
voru í byrjunarliði Hauka þegar
liðið tryggði sér titilinn síðasta
vor, Pálína Gunnlaugsdóttir hjá
Keflavík og Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir hjá KR. Auk
Sigrúnar spilar Guðrún Ósk
Ámundadóttir með KR en hún var
líka með systur sinni í Haukum.
Sex leikmenn í liði Keflavíkur
hafa þurft að sætta sig við silfrið
undanfarin tvö ár. Þetta eru þær
Birna Valgarðsdóttir, Rannveig
Randversdóttir, Halldóra Andrés-
dóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir,
Margrét Kara Sturludóttir og
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir. Þær
tvær síðastnefndu eiga enn eftir
að vinna stóran titil með Keflavík
síðan þær komu þangað frá
Njarðvík fyrir að verða þremur
tímabilum síðan.
Hildur Sigurðardóttir kemur
sjóðheit úr frábæru einvígi gegn
Grindavík en henni hefur gengið
illa gegn Keflavík í vetur. Pálína
Gunnlaugsdóttir hefur nefnilega
með góðri hjálp félaga sinna haft
gott tak á Hildi Sigurðardóttur í
fjórum leikjum liðanna í vetur.
Hildur hefur aðeins nýtt 17,7
prósent skota sinna og skorað 7,3
stig að meðaltali gegn Keflavík. Í
síðasta leik klikkaði hún á 14 af 17
skotum og tapaði að auki 9 boltum.
KR-liðið mátti lítið við því og
tapaði leiknum með 31 stigi.
Kesha Watson var stórkostleg í
einvíginu á móti Haukum og sýndi
að þar fer leikmaður sem ætlar
ekki að kveðja Ísland í annað sinn
án Íslandsmeistaratitils. Watson
var með 27,3 stig, 10 stoðsendingar
og 6,7 fráköst að meðaltali í leik
auk þess að hitta úr 14 af 25
þriggja stiga skotum sínum sem
gerir ótrúlega 56 prósenta nýtingu.
Hún nýtti einnig 24 af 26 vítum
sínum (92,3 prósent).
Watson var „aðeins“ með 22,8
stig í leik, 24 prósenta þriggja
stiga skotnýtingu og 72,7 prósenta
vítanýtingu gegn KR í vetur sem
er lægra en gegn öðrum liðum en
hún er mikill liðsmaður og þarf
ekki að skora til þess að reynast
andstæðingum sínum skeinuhætt.
Fréttablaðið fékk fjóra leikmenn
sem hafa spilað í vetur til þess að
spá fyrir um úrslitaeinvígið. Þetta
eru þær Gréta María Grétarsdóttir,
spilandi þjálfari Fjölnis, Hafrún
Hálfdánardóttir, leikmaður
Hamars, Kristrún Sigurjónsdóttir,
fyrirliði Hauka, og Signý
Hermannsdóttir, leikmaður Vals.
Gréta María hefur tvisvar orðið
Íslandsmeistari með KR.
„Það verður athyglisvert að sjá
hvort Pálínu takist að stöðva Hildi
þar sem Hildur var að spila
rosalega vel á móti Grindavík og
lykill fyrir Keflavík að stöðva
hana. Keflavík þarf einnig að
leggja áherslu á frákastabaráttuna
en Sigrún og Helga hafa verið
góðar í fráköstunum fyrir KR,“
segir Gréta. „Ég reikna með að
útlendingarnir eigi eftir að vega
upp á móti hvor öðrum. Tel þó að
útlendingurinn hjá Keflavík skipti
þær meira máli þar sem framlag
hennar til liðsins er mikið þó svo
að hún skori ekki alltaf mest,“
segir Gréta sem vill sjá meira frá
tveimur leikmönnum í
Keflavíkurliðinu.
„Hjá Keflavík er mikilvægt að
þær Margrét og Ingibjörg nái sér
á strik en mér finnst þær eiga
talsvert inni. Spái því að Margrét
nái sér á strik og komi mest á
óvart,” segir Gréta sem spáir eins
og hinar þrjár Keflavík sigri í
einvíginu.
Leikurinn hefst klukkan 16.00 í
Toyota-höllinni í Keflavík í dag.
Það lið sem hefur unnið fyrsta
leikinn í lokaúrslitum í sögu
úrslitakeppni kvenna hefur orðið
Íslandsmeistari í þrettán af
fimmtán skiptum þar af undanfarin
fimm ár. ooj@frettabladid.is
Stöðvar KR sigurgöngu Keflavíkur?
Fyrsti leikur úrslitaeinvígis Iceland Express-deildar kvenna fer fram í Keflavík klukkan 16 í dag. Nýliðar KR
heimsækja þá deildarmeistara Keflavíkur sem eru ósigraðir í fjórtán leikjum á heimavelli í vetur.
SPENNANDI EINVÍGI Pálína Gunnlaugsdóttir, hjá Keflavík (til vinstri) hefur haldið
Hildi Sigurðardóttur niðri í leikjum liðanna í vetur. Nú er að sjá hvort Hildur breytir
því en hún var frábær gegn Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL OG VILHELM
KÖRFUBOLTI Valsmenn geta tryggt
sér sæti í Iceland Express-deild
karla í kvöld þegar þeir taka á
móti FSu í öðrum leik liðanna í
úrslitaeinvígi úrslitakeppni 1.
deildar karla. Valsmenn eru 1-0
yfir eftir 89-83 sigur í
framlengdum fyrsta leik sem
fram fór á Iðu á Selfossi.
Robert Hodgson átti stórleik í
fyrsta leiknum eftir að hafa látið
lítið fyrir sér fara í einvíginu á
móti Ármanni/Þrótti. Hodgson
skoraði aðeins fimm stig í
tveimur leikjum
undanúrslitaeinvígisins en var
með 19 stig, 6 fráköst, 4
stoðsendingar og 4 stolna bolta í
sigrinum á FSu. Hann hitti meðal
annars úr 5 af 7 þriggja stiga
skotum sínum.
Hodgson og lið hans eru enn
ósigruð í úrslitakeppni 1. deildar
karla því fyrir tveimur árum þá
fór hann upp með Þór Þorlákshöfn
sem vann þá alla fjóra leiki sína,
þar á meðal 2-0 sigur á FSu í
undanúrslitunum.
Valur var í sömu stöðu í fyrra,
vann þá nauman sigur í fyrsta
leik en tapaði síðan næstu
tveimur fyrir Stjörnunni sem fór
upp. Ólíkt því þá eiga Valsmenn
annan leikinn á heimavelli
sínum.
FSu hefur aldrei spilað í
úrvalsdeild og liðið er komið nær
því en nokkurn tímann áður eftir
að hafa dottið út úr undanúrslitum
tvö síðustu ár. Liðið var komið 11
stigum yfir á tímabili í fyrsta
leiknum og fékk mörg gullin færi
til þess að klára leikinn í
venjulegum leiktíma. Það tókst
ekki og nú þurfa þeir að vinna í
kvöld til þess að tryggja sér
oddaleik í Iðu.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan
19.15 og er í Vodafone-hölllinni
að Hlíðarenda. Það má búast við
Robert Hodgson og lærisveinar hans eru einum sigri frá úrvalsdeildarsæti:
Valsliðið getur farið upp í kvöld
7-0 Robert Hodgson hefur unnið
alla leiki sína í úrslitakeppni 1.
deildar karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
> Mikið í boði fyrir mann leiksins
Körfuknattleikssambandið og stuðningsaðili
deildarinnar Iceland Express bjóða
upp á enn eina nýjung í
tengslum við úrslitakeppnina
þegar Keflavík tekur á móti KR í
fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi
sínu um Íslandsmeistaratitilinn í
dag. Eins og áður geta áhorfendur tryggt
sér ferð með því að hitta úr Borgarskotinu
milli leikhluta en nú fær einnig besti
maður leiksins, valinn af sérstakri
dómnefnd, ferð að launum með
Iceland Express til eins af fjölmörgum
áfangastöðum þeirra.
Boltinn er hjá okkur
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Innifalið: Flug m/sköttum og öðrum greiðslum, gisting á hóteli m/morgunverði og miði á leik.
Tottenham – M’boro: Flug m/sköttum og öðrum greiðslum og miði á leik.
18.–20. apríl
West Ham – Derby
57.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli
2.–5. maí
Barcelona – Valencia
79.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli
2.–4. maí
Liverpool – Man. City
89.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
11.–13. apríl
Tottenham – M’boro
35.900 kr.
Verð á mann
Tilboð!Flug ogmiði á leikinn