Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 80
24 30. mars 2008 SUNNUDAGUR
KÖRFUBOLTI Snæfell gerði sér lítið
fyrir og sigraði Njarðvík örugg-
lega, 84-71, í fyrsta leik liðanna í
fyrstu umferð úrslitakeppni
Iceland Express-deildarinnar í
Njarðvík í gær.
Aðeins fyrsti leikhluti var jafn.
Þá skiptust liðin á að leiða 10
sinnum og allt benti til jafns og
spennandi leiks.
Damon Bailey skoraði sjö
fyrstu stig Njarðvíkur og bar
sóknarleik liðsins uppi í fyrri
hálfleik. Bailey skoraði þá 21 stig
og hirti 9 fráköst en aðrir leik-
menn liðsins voru hreinlega ekki
með. Snæfell náði því að byggja
upp gott forskot og breyta stöð-
unni úr 25-26 í lok fyrsta leikhluta
í 37-44 í hálfleik.
Snæfell náði fljótt níu stiga
forskoti í þriðja leikhluta en tveir
7-0 sprettir hjá Njarðvík minnk-
uðu muninn í þrjú stig áður en
Snæfell skoraði fjögur síðustu
stig fjórðungsins, 54-61.
Snæfell hóf fjórða leikhluta
eins og liðið endaði þann þriðja og
komst 12 stigum yfir, 54-66. Því
forskoti náði Njarðvík aldrei að
ógna og sigraði Snæfell örugg-
lega með þrettán stiga mun, 84-
71. Njarðvík vann leik liðanna í
deildarkeppninni í Njarðvík með
sömu tölum.
Frákastarinn mikli Hlynur
Bæringsson hjá Snæfelli var
ánægður með sigurinn en sagði
sitt lið geta leikið mun betur.
„Fínn sigur en alls ekki fullkom-
inn leikur hjá okkur. Við getum
leikið mikið betur. Í síðari hálfleik
náðum við að bæta fyrir lekann
frá því í fyrri hálfleik eins og með
Bailey,“ Bailey skoraði aðeins
átta stig og hirti ekki nema eitt
frákast í síðari hálfleik og munaði
um minna hjá Njarðvík.
„Við náðum að halda öðrum
leikmönnum þeirra niðri þrátt
fyrir að varnarleikur okkar var
ekki eins og hann best getur
orðið. Það er margt hægt að bæta
hjá okkur sem er jákvætt. Við
erum hörkugóðir en getum líka
verið daprir. Þegar við skjótum
of snemma erum við hundlélegir
en þegar við látum boltann ganga
og látum lið spila vörn á okkar
kerfi getum við brotið flest lið
niður,“ sagði Hlynur í leikslok
áður en hann haltraði til búnings-
herbergja. -gmi
Snæfellingar eru komnir í 1-0 í 8 liða úrslitum eftir þrettán stiga sigur á Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni:
Lokuðu á Damon Bailey í síðari hálfleik
STIGAHÆSTIR Justin Shouse hjá
Snæfelli skorar hér án þess að
Damon Bailey í Njarðvík komi vörn-
um við. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar byrjuðu
úrslitakeppnina í ár alveg eins og í
fyrra, með því að vinna KR-inga á
þeirra eigin heimavelli. ÍR vann
níu stiga sigur í DHL-höllinni, 76-
85, eftir að hafa verið yfir allan
tímann, leitt með 11 stigum í hálf-
leik, 37-48, og komist mest 14
stigum yfir í fyrri hálfleik.
KR-ingar skoruðu sjö fyrstu
stig seinni hálfleiks og komu mun-
inum niður í tvö stig en ÍR-ingar
héldu út og geta því komist í
undanúrslitin með sigri á sínum
heimavelli í Seljaskóla á morgun.
Í fyrra dugði það ekki ÍR að vinna
fyrsta leikinn og nú er að sjá hvort
Breiðhyltingar hafi lært af
reynslunni.
Hreggviður Magnússon átti
góðan leik fyrir ÍR í gær. „Ástæð-
an fyrir því að við fögnuðum þess-
um sigri ekki meira er að við
vitum að við erum töluvert betri
en þetta lið og við klárum seríuna
á mánudaginn það er ekkert flókn-
ara en það. Við erum yfir allan
tímann í þessum leik og vinnum
öruggt,“ sagði Hreggviður. „Það
er búinn að vera hrikalegur stíg-
andi í þessu ÍR-liði eftir áramót,
það er keppnisandi í liðinu og við
viljum ná árangri,“ sagði Hregg-
viður sem endaði leikinn með 13
stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari
ÍR, var ekkert að æsa sig of mikið
yfir sigrinum. „Þetta var góður
sigur og við spiluðum nokkuð vel.
Það var góð einbeiting og góð bar-
átta í liðinu og þeir hlutir sem við
ætluðum að gera gengu nokkuð
vel upp,“ sagði Jón Arnar. „Við
fórum flatt á þessu í fyrra, unnum
þá hérna en vorum síðan ekki
klárir í leik tvö. Þeir jörðuðu okkur
þá og við ætlum ekki að láta það
gerast aftur,“ sagði Jón Arnar.
Benedikt Guðmundsson er enn
á ný kominn með liðið sitt upp að
vegg í úrslitakeppni en það gerð-
ist í öllum umferðum þegar liðið
vann titilinn í fyrra. „Maður var
að vonast til að við myndum brjóta
þá hefð að KR tapi fyrsta leik í
úrslitakeppni og taka þetta frá
byrjun en við lendum strax tíu
stigum undir og erum að elta allan
leikinn. Þegar við erum að gera
þessi áhlaup þá kemur alltaf eitt-
hvað, slæm ákvörðun, tapaður
bolti, dómur eða eitthvað. Við
náðum því aldrei að nýta þessi
tækifæri sem við fengum,“ sagði
Benedikt eftir leik.
„Við ætluðum okkur kannski of
mikið til þess byrja með og vorum
að byrja með of miklum látum.
Þetta er allt of gott lið til þess að
fara að pakka því saman í byrjun.
Við þurfum að vera rólegri og þá
kemur þetta. Við þurfum líka að
brosa meira og hafa gaman af
þessu. ÍR-ungar eru í bullandi séns
núna og þeir eru í bílstjórasætinu,“
segir Benedikt en hvað þarf að
breytast fyrir næsta leik.
„Við þurfum að fá smá hugar-
farsbreytingu en það væri ekki
heldur verra ef vítin okkar færu
að detta. Við vorum að sækja á þá
og koma þeim í villuvandræði en
við vorum bara ekki að fá nægi-
lega mikið af stigum út úr því. Við
þurfum hjálp núna og fólk má ekki
vera jákvætt þegar vel gengur en
síðan neikvætt þegar illa gengur.
Þetta er bara rétt að byrja og við
eigum hálft liðið inni fyrir næsta
leik og ég er ekki í vafa um að það
springa allir út í Seljaskóla á
mánudaginn,“ sagði Benedikt að
lokum.
Nate Brown lék mjög vel fyrir
ÍR eins og Hreggviður og þá voru
þeir Sveinbjörn Claessen og
Tahirou Sani mjög traustir og
alveg eins og í sigrinum í fyrra þá
setti Steinar Arason niður stórar
körfur og skoraði meðal annars
fimm stig á síðustu tveimur
mínútunum.
Joshua Helm byrjaði á bekkn-
um en kom sterkur inn með 22 stig
og 13 fráköst og Avi Fogel var með
17 stig en liðið þarf að fá meira frá
mönnum eins og Jeremiah Sola,
Brynjari Björnssyni og Helga Má
Magnússyni en þeir tveir síðast-
nefndu voru með aðeins fjögur
stig saman og klikkuðu á 11 af 12
skotum sínum. Fannar Ólafsson
og Skarphéðinn Ingason börðust
en það vantaði miklu meiri anda í
restina af liðinu.
ooj@frettabladid.is
Við erum töluvert betri en þeir
Hreggviður Magnússon og félagar í ÍR unnu sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum KR á þeirra eigin
heimavelli í gær og fá því tækifæri til að slá út meistarana í Seljaskólanum á morgun.
ÖFLUGUR Hreggviður Magnússon lék vel með ÍR í gær en hér er hann að fara fram-
hjá KR-ingnum Fannari Ólafssyni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Það urðu óvænt úrslit í
Safamýrinni í gær þegar botnlið
ÍBV vann fimm marka sigur á
Fram, 29-34 en Fram er í 2. sæti
deildarinnar með 24 stigum meira
en ÍBV.
Þetta var fyrstu útisigur
Eyjamann í vetur en liðið er eftir
hann átta stigum á eftir Akureyri
sem er í síðasta örugga sætinu í
deildinni. Eyjamenn voru mun
ákveðnari frá upphafi leiks,
komust í 4-8, 7-14 og voru sjö
mörkum yfir í hálfleik, 12-19.
Eyjamenn gáfu ekkert eftir í
seinni hálfleik og komust mest tíu
mörkum yfir. Ferenc Antal
Buday, þjálfari Fram, fékk að líta
rauða spjaldið í seinni hálfleik
fyrir að mótmæla því að Eyjam-
aður hafi aðeins fengið tvær
mínútur fyrir gróft brot á Jóhanni
Gunnari Einarssyni.
Það var að sjá á þessum leik að
Framarar trúa greinilega ekki
lengur að þeir geti náð Haukum
að stigum en eftir þennan leik
hafa Haukar sex stiga forskot og
eiga að auki leik inni. - óój
N1-deild karla í handbolta:
Óvæntur sigur
Eyjamanna
ELLEFU MÖRK Eyjamaðurinn Sergiv
Trotsenko var markahæstur á vellinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/CC
Iceland Express deild karla
8 liða úrslit, fyrsti leikur
KR-ÍR 76-85 (37-48)
Stig KR: Joshua Helm 22 (13 frák.), Andrew Fogel
17, Jeremiah Sola 11 (11 frák., 4 stoðs.), Fannar
Ólafsson 10, Pálmi F. Sigurgeirsson 6 (6 stoðs.),
Skarphéðinn F. Ingason 6 (3 stolnir), Brynjar Þór
Björnsson 3, Helgi Már Magnússon 1.
Stig ÍR: Tahirou Sani 18, Nate Brown 17, Steinar
Arason 16, Hreggviður Magnússon 13, Sveinbjörn
Claessen 12, Eiríkur S. Önundarson 5, Ómar
Sævarsson 2, Ólafur J. Sigurðsson 2.
Njarðvík – Snæfell 71-84 (37-44)
Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 29, Jóhann Árni
Ólafsson 14, Guðmundur Jónsson 13,
Brenton Birmingham 6, Sverrir Þór Sverrisson 4,
Hörður Axel Vilhjálmsson 3, Egill Jónasson 2.
stig Snæfells:Justin Shouse 20, Slobodan Subasic
19, Ingvaldur Hafsteinsson 13, Jón Ólafur Jónsson
8, Sigurður Þorvaldsson 8, Hlynur Bæringsson 7,
Anders Katholm 5, Atli Hreinsson 4.
N1-deild karla í handbolta
Fram-ÍBV 29-34 (12-19)
Mörk Fram: Rúnar Kárason 7, Andri Berg Haralds-
son 5, Halldór Jóhann Sigfússon 4, Haraldur
Þorvarðarson 3, Hjörtur Hinriksson 2, Guðjón
Finnur Drengsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 2,
Jóhann Gunnar Einarsson 2, Filip Kliszczyk 2.
Mörk ÍBV: Sergiy Trotsenko 11, Sigurður Bragason
8, Zilvinas Grieze 7, Leifur Jóhannesson 3, Sindri
Haraldsson 2, Nikolaj Kulikov 2.
Æfingamót á Portúgal
Ísland-Portúgal 28-33 (16-19)
Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 6, Dagný
Skúladóttir 6, Rut Jónsdóttir 5, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 3, Rakel
Dögg Bragadóttir 2, Anna Úrsúla Guðmunds
dóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Berglind Íris
Hansdóttir varði 15 skot.
Lengjubikar karla í fótbolta
KS/Leiftur-Fram 0-2
0-1 Auðun Helgason (65.), 0-2 Jón Þorgrímur
Stefánsson (75.).
ÍA-KA 2-1
1-0 Vjekoslav Svadumovic (18.), 2-0 Svadumovic
(65.), 2-1 Orri Gústafsson (81.)
Fjarðabyggð-Fylkir 2-3
Andri Hjörvar Albertsson, Grétar Örn Ómarsson
- Allan Dyring, David Hannah, sjálfsmark.
Selfoss-Valur 2-4
Sævar Þór Gíslason (víti), Boban Jovic - Dennis
Bo Mortensen 2, Albert Brynjar Ingason,
sjálfsmark.
Víkingur Ó.-Grindavík 1-3
Miroslav Pilipovic - Jósef Kristinn Jósefsson, Andri
Steinn Birgisson, Jóhann Helgason
ÚRSLITIN Í GÆR
HANDBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið tapaði með fimm mörkum,
33-28, fyrir heimamönnum í Portú-
gal á æfingamótinu í gær. Íslenska
liðið hefur þar með tapað öllum
leikjum sínum í ferðinni en bæði
Kína og Brasilía, sem unnu
íslenska liðið, tryggðu sér sæti í
úrslitaleiknum á mótinu í gær.
Íslensku stelpurnar byrjuðu
betur, voru 4-2, 6-3 og 8-5 yfir en
eftir að Portúgal komst yfir í
fyrsta sinn, 9-10, missti íslenska
liðið dampinn.
„Við erum að stjórna leiknum í
byrjun en lendum síðan í því að fá
margar brottvísanir á stuttum
tíma og lendum í framhaldinu á
því í eltingarleik sem er
mjög erfitt á móti þessu
liði,” sagði Júlíus Jónasson,
landsliðsþjálfari.
„Við erum að gera alltof
mikið af sendingarfeilum
í leiknum, hluti af þeim
gerist í sókninni en hinn
hlutinn gerist þegar við
erum á leiðinni upp í
hraðaupphlaup og slíkir
tapaðir boltar eru bara
alltof dýrir. Þá fáum við á okkur
mark beint í bakið og þar liggur
aðalorsökin fyrir þessi tapi,”
saðgi Júlíus.
„Það er mikilvægt fyrir
alla að fá sigur í síðasta
leiknum á móti Tyrkj-
um. þrátt fyrir að við
höfum verið að tapa
þessum leikjum þá
erum við að spila á
móti mjög sterkum
liðum og erum því að
fá mikið út úr þessu
móti. Allar þessar þjóð-
ir eru að spila framliggj-
andi vörn sem gerist
ekki á hverjum degi í
kvennaboltanum,” segir Júlíus
sem segir margt jákvætt í gangi
hjá liðinu þratt fyrir óhagstæð
úrslit.
Júlíus var sérstaklega ánægður
með frammistöðu þeirra Stellu
Sigurðardóttur og Rutar Jónsdótt-
ur sem voru að skila saman 11
mörkum úr skyttustöðunum en
báðar verða þær átján ára á þessu
ári. „Stella hefur fengið að spila
mikið og hún er að koma mjög vel
út og Rut átti líka mjög góðan leik
og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,”
sagði Júlíus.
Síðasti leikur liðsins er gegn
Tyrklandi í dag og hefst hann
klukkan 13 að íslenskum tíma. - óój
Kvennalandsliðið í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á æfingamótinu í Portúgal í gær.
Mikilvægt fyrir alla að fá sigur í dag
STÓÐ SIG VEL Rut Jónsdóttir
lék vel gegn Portúgal í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON