Fréttablaðið - 30.03.2008, Qupperneq 86
30 30. mars 2008 SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGIR MAMMA?
Hvað er að frétta? Ég var að koma frá Túnis og er að fara að
frumsýna leikritið Mammamamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu
11. apríl.
Augnlitur: Blár.
Starf: Leikkona og leiðsögumaður.
Fjölskylduhagir: Maður og barn.
Hvaðan ertu? Að vestan og sunnan.
Ertu hjátrúarfull? Stundum, þegar það hentar.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Fréttir á ruv.is í tölvunni og
gott grín eins og Næturvaktin.
Uppáhaldsmatur: Maturinn hans Þossa Kebab.
Fallegasti staðurinn: Rúmið mitt í augnablikinu, en ferðalög
eru lífsnauðsynleg!
iPod eða geislaspilari: Hvorugt.
Hvað er skemmtilegast? Að skellihlæja.
Hvað er leiðinlegast? Kvíði.
Helsti veikleiki: Freknur.
Helsti kostur: Freknur.
Helsta afrek: Dóttir mín og ferðalögin.
Mestu vonbrigðin: Ég er of ung til þess að eiga
stór vonbrigði.
Hver er draumurinn? Hann er
stórskemmtilegur og inniheldur vini mína og
fjölskyldu.
Hver er fyndnastur/fyndnust? María
Þórsdóttir.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Skoðanaleysi.
Hvað er mikilvægast? Bros og b-in þrjú.
HIN HLIÐIN MAGNEA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR LEIKKONA
Hjátrúarfull eftir hentugleika
„Dylan í stuði á tónleikum er betri
en gott kynlíf,“ segir Sigurjón Þór
Friðþjófsson, sem er einn fjölda
Íslendinga sem hefur tryggt sér
miða á tónleika Bob Dylan í Egils-
höll í maí. Er það ekki í frásögur
færandi nema að þetta verða 39.
tónleikarnir sem Sigurjón sér með
goðinu sínu.
„Ég sé hann eiginlega á hverju
ári og fer örugglega aftur í júní í
Evrópu, annaðhvort á Ítalíu eða í
Tékklandi,“ segir Sigurjón, sem sá
Dylan síðast í Amsterdam í fyrra.
Honum finnst þessi mikli Dylan-
áhugi ekkert tiltökumál. „Það telst
ekki merkilegt í þeim félagsskap
sem ég þekki úti í löndum. Það eru
margir sem eru búnir að sjá hann
tvö hundruð og eitthvað sinnum en
ég held að 38 sé alveg nóg.“
Sigurjón barði Dylan fyrst
augum á tónleikum á Wembley
Arena 1987. „Það er ekki hægt að
lýsa því. Blóð flæddi aftur til heil-
ans strax við fyrstu tónana,“ segir
hann um upplifunina og útskýrir
að engir tónleikar með honum séu
eins. „Á tímabili var það blanda af
kvíða og tilhlökkun að sjá hann því
maður vissi ekki hvaða Dylan
kæmi fram enda er hann svo
„spontant“ tónlistarmaður. Ég hef
oft sagt að maður hafi ekki séð
hann á tónleikum fyrr en maður
sjái hann nokkrum sinnum í röð.“
Sigurjón var vitaskuld á meðal
gesta í Laugardalshöll 1990 þegar
Dylan spilaði þar. Var hann sáttur
við sinn mann þrátt fyrir að ein-
hverjir séu ekki á sama máli. „Þeir
mega alveg vera það. Mér fannst
mjög gaman en ég var ekki ánægð-
ur með hljóminn í Höllinni. Ég var
að vona að Dylan kæmi ekki aftur
fyrr en nýja tónlistarhöllin væri
tilbúin. Ég hef ekki farið á tónleika
í Egilshöll en af lýsingunum að
dæma er hljómurinn það helsta
sem þarf að hafa áhyggjur af.“
Hann segist hafa heillast af
Dylan um leið og hann heyrði hann
í fyrsta sinn. „Sumir fíla hann ekki
strax og þurfa að venjast honum en
þetta „klikkaði“ alveg um leið hjá
mér. Sumir kvarta yfir röddinni en
hún er það fyrsta sem ég féll fyrir.
Mér finnst hann alveg stórkostleg-
ur söngvari og hann hefur haft
gríðarleg áhrif sem slíkur. Megas
hefði aldrei byrjað að syngja án
þess að hafa hann sem fyrirmynd,
en ég vil taka það fram að ég er
mikill Megasar-aðdáandi.“
Þrátt fyrir að sjá Dylan bráðum í
fertugasta skiptið ætlar Sigurjón
ekkert að slaka á klónni. „Það er of
seint að fara að hætta þessu núna.
Ég hlusta samt ekki eins mikið á
hann og ég gerði áður fyrr. Það var
meðvituð ákvörðun sem ég tók
vegna þess að mér fannst þetta
verið komið út í öfgar. Það verður
að hafa þetta heilbrigt.“
freyr@frettabladid.is
SIGURJÓN ÞÓR FRIÐÞJÓFSSON: 38 BOB DYLAN-TÓNLEIKAR AÐ BAKI
Dylan betri en gott kynlíf
SIGURJÓN ÞÓR FRIÐÞJÓFSSON Sigurjón ætlar að sjá goðið sitt Bob Dylan í 39. sinn í Egilshöll 26. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta
er bara
ótrúlega
skemmti-
legt og ég
er auðvit-
að eins
og allar
mömmur
myndu
vera,
mjög stolt.
Svo á ég von á því að heyra
einhvern tímann mömmu-þakk-
arræðuna – „I want to thank
my mother“ – þegar hún tekur á
móti næstu verðlaunum.“
Hafdís Vilhjálmsdóttir, móðir kvikmynda-
leikstjórans Veru Sölvadóttur, sem hlaut
á dögunum verðlaun sem Bjartasta von
Skandinavíu.
Sýningaréttur á sjónvarpsþátta-
röðinni Nonni og Manni er ekki til
á Íslandi. RÚV keypti hann á
sínum tíma af þýsku framleiðslu-
fyrirtæki sem nú er farið á haus-
inn og ekki liggur fyrir hvaða fyr-
irtæki ræður yfir honum núna.
„Ef við vildum endursýna Nonna
og Manna yrðum við að kaupa sýn-
ingarréttinn aftur,“ segir Þórhall-
ur Gunnarsson, dagskrárstjóri
RÚV. Nonni og Manni tilheyra því
ekki gullkistu Ríkisútvarpsins
sem var opnuð fyrir skömmu.
Aðstandendur Nonnahúss á
Akureyri hafa í mörg ár barist
fyrir því að fá þættina endursýnda
í íslensku sjónvarp. Bent hefur
verið á að þættirnir hafi mikið
kynningargildi fyrir rithöfundinn
sjálfan og safnið. „Margir af þeim
erlendu ferðamönnum sem koma
hingað láta þess getið í gesta-
bókinni að þættirnir hafi kveikt
áhuga á Nonna,“ segir Brynhildur
Pétursdóttir, safnstjóri Nonna-
hússins.
„Ég held að ég verði að taka
þetta alvarlega og beita mér fyrir
þessu, að fá Nonna og Manna aftur
heim,“ segir Ágúst Guðmundsson
sem leikstýrði þáttunum um bræð-
urna. Ágúst reyndi sjálfur í þrjú
ár að ná sambandi við þýska fram-
leiðslufyrirtækið sem á sýningar-
réttinn. Leikstjórinn vann þá fyrir
tónleikahaldarann Samúel Kristj-
ánsson sem vill gefa þættina út á
DVD. Samúel staðfesti þetta í
samtali við Fréttablaðið en sagði
enn um langan veg að fara. „Við
erum samt að vonast til þess það
fari að hylla undir lokin á leitinni.
Þessir þættir eiga auðvitað að
vera til fyrir okkur Íslendinga.“
- fgg
Sýningarréttur Nonna
og Manna týndur
BARA TIL Á ÞÝSKU Þættirnir um Jón
Sveinsson eru bara til á þýskum DVD og
hafa verið sýndir í hollenska sjónvarpinu.
Nú styttist í að leikritið Kommúnan,
sem hefur gengið fyrir fullu húsi í
Borgaleikhúsinu undanfarinn
mánuð, verði sýnt í Mexíkó.
Alls verða sýningarnar sex
talsins, þrjár á stórri hátíð í
Mexíkó borg og þrjár í
Guatalajara, heimaborg Gaels
Garcia Bernal sem fer með eitt
aðalhlutverkanna. „Við förum út
sjöunda apríl. Þá setur maður
upp sólgleraugun og fer í
sandalana,“ segir Sara
Dögg Ásgeirsdóttir sem
leikur eiginkonu Rúnars
Freys Gíslasonar í sýningunni.
„Maður á víst að hafa allan varann á
og taka því rólega fyrstu dagana
þarna úti. Það er bæði svo
heitt og svo er þetta svo
hátt uppi. Ég held að maður
verði líka svolítið að passa
sig því ég hef heyrt talað
um „Montesuma´s
Revenge“. Það var víst
farið frekar illa
með einn af síðustu
höfðingj unum
þarna og hann á að
hafa lagt bölvun
yfir landið. Ef þú
færð í magann
þegar þú kemur
þangað þá er það
„Montesuma´s
Revenge“. Ætli
maður verði ekki að taka með sér
vætti frá Íslandi,“ segir Sara Dögg.
Þetta verður í þriðja sinn sem
Sara kemur til Mexíkó en síðast
kom hún þangað fyrir tólf árum.
„En ég hef aldrei komið til
Mexíkóborgar eða Guatalajara
þannig að það verður skemmtilegt
að prófa það. Svo er gott að hafa
einn innfæddan með sem getur sagt
manni hvert maður á að fara.“
Hún segist ekki vita hvernig
hópurinn ætli að eyða frítíma sínum
þessar tvær vikur sem dvölin
stendur yfir. „Ég hef engar áhyggjur
af að okkur eigi eftir að leiðast enda
er þessi hópur af fólki heil
skemmtinefnd. Ég hef miklu meiri
áhyggjur af Montesuma´s Revenge.“
- fb
Sara óttast bölvun í Mexíkó
SARA DÖGG ÁSGEIRSDÓTTIR
Sara Dögg er á leiðinni til
Mexíkó sjöunda apríl næst-
komandi þar sem hún leikur
í Kommúnunni.
01.01.
1979