Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 88

Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er sunnudagurinn 30. mars, 90. dagur ársins. 6.52 13.32 20.14 6.34 13.17 20.02 með ánægju í sumar 14 áfangastaðir Iceland Express býður flug til 14 áfangastaða í sumar, vítt og breitt um Evrópu. Bókaðu núna á www.icelandexpress.is Barcelona Frankfurt Hahn Alicante Varsjá Stokkhólmur London Gautaborg París Eindhoven Billund Berlín Basel Kaupmannahöfn Friedrichshafen Bókaðu núna! 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. F í t o n / S Í A F I 0 2 5 5 0 8 Konan mín vann einu sinni á spít-ala. Af þeim sökum virðast því lítil takmörk sett hve ítarlega sam- ræðurnar við kvöldverðar borðið geta fjallað um síðari stigu melting- arkerfisins, iðrastarfsemi og lík- amsvessa án þess að hún missi mat- arlystina. Ég er við kvæmari. Sem betur fer sýnir hún mér þó tillits- semi í þessum efnum þegar ég fer þess á leit við hana. Þessi viðkvæmni háir mér stundum, einkum þegar vinnu dagurinn hefur dregist á lang- inn og ég freistast til að snæða kvöldverðinn fyrir framan sjónvarpið. Sjónvarpsauglýsing- arnar sýna mér nefnilega alls ekki sömu tillitssemi og betri helmingur- inn. ÞEGAR umræðan um það hvort leyfa ætti áfengisauglýsingar eða ekki blossaði upp hér um árið, heyrði ég fullyrt að áfengis- auglýsingar stuðluðu ekki að auk- inni áfengisneyslu heldur færðu þær fyrst og fremst neysluna á milli tegunda. Þetta finnst mér sennilegt. Þetta kemur nefnilega heim og saman við kynni mín af drykkju- skap. Umhverfið hafði lítil áhrif á það hvort ég drakk – hins vegar gat það haft úrslitaáhrif á það hvað ég drakk. Ég held að þessu hljóti að vera svipað farið með ýmsan annan varning. Til dæmis dömubindi. ÉG á erfitt með að ímynda mér að annað hafi áhrif á sölu dömubinda en fjöldi kvenna sem hefur á klæð- um. Þetta ætti þó að mega staðfesta með tölfræði, því fyrir nokkrum árum dundi á þjóðinni slík bylgja dömubindaauglýsinga að engu var líkara en að þau væru orðin helsta neysluvara lands manna. Þennan varning hafði ég aldrei séð auglýst- an fyrr, þeir sem á honum þurftu að halda vissu einfaldlega hvar hann var að finna. Einhver einn framleið- andi reið hins vegar á vaðið og aug- lýsti sitt vörumerki með þeim afleið- ingum að allir aðrir þurftu að fylgja í kjölfarið til að halda velli. OG nú er komið að salernis- hreinsiefnum. Það mætti hreinlega halda að einhver hvimleiður melt- ingarfaraldur hafi lagst á hálfa þjóð- ina. Önnur hver auglýsing sýnir manni ofan í viðbjóðslegt skíta- klósett. Ekki gott áhorf yfir kjöt- bollum í brúnni sósu! ÉG sá í sjónvarpinu um daginn að það er víst afar óhollt að borða kvöldmat yfir sjónvarpinu. Það hvarflar því að mér að Lýðheilsu- stöð standi á bak við þessar auglýs- ingar. Þær hafa nefnilega gert það að verkum að ég er nánast stein- hættur þeim ósið. Salernishreinsi- efnaauglýsinga- fárið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.