Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 24
 8. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● byggingariðnaður Valdemar Johnsen hjá Verði tryggingum hf. segir að almennt viðhald húseigna sé vænlegasta leiðin til að lágmarka tjóna- áhættu. Skyldur eru lagðar á húseigendur að gæta þess að lögnum og niðurföllum sé þokkalega vel við haldið. Ef vatnslagnakerfi innanhúss gefa sig skyndilega og óvænt eru tryggingafélögin bótaskyld. Valdemar Johnsen, forstöðumaður vátrygginga- sviðs hjá Verði tryggingum hf., bendir á að í skilmálum húseigandatryggingar sé sú skylda lögð á húseiganda að halda húseign sinni þannig við að hún haldi vatni. Væri þetta ekki regla í vátryggingaskilmálum húseigandatryggingar þýddi það að tryggingafélögin í landinu bæru í raun ábyrgð á viðhaldi húsa að hans sögn. „Utanaðkomandi leki inn í hús er ekki bóta- skyldur en á því er þó yfirleitt ein þröng undan- tekning. Ef gerir skyndilegt og óvænt úrhelli eða asahláku og frárennslislagnir íbúðahverfis stíflast með þeim afleiðingum að yfirborðsvatn lekur inn í hús, þá er slíkt hugsanlega bóta- skylt. Þetta á þó ekki við ef stakt hús lendir í þessu, heldur er verið að ná til flóða í heilum hverfum þar sem enginn ræður neitt við neitt.“ Að sögn Valdemars á húsnæði á Íslandi að vera þannig gert að það haldi vatni og vindum. Íslenskir vátryggingarskilmálar taki þannig mið af íslenskum aðstæðum. „Á Norðurlöndunum eru skilmálar sambæri- legir og í þeim eru ákvæði er taka mið af að- stæðum þar. Þar hafa menn áhyggjur af jarð- vegssigi undir húsum. Þekkt er að undirstöður húsa gefi sig vegna veiks jarðvegs undir þeim. Þarlendar vátryggingar eru oft bótaskyldar fyrir þessu. Fok á trjám er annað vandamál á Norðurlöndum þar sem þau falla iðulega á hús og valda skemmdum. Hér á landi taka húseig- andatryggingar til slíks tjóns ef vindhraði nær að minnsta kosti 28,5 metrum á sekúndu.“ Valdemar segir húseigandatryggingar ekki bæta tjón vegna utanaðkomandi vatns eða vatns frá þakrennum eða frárennslisleiðslum. „Orðalag skilmála húseigandatrygginga á Íslandi er eilítið mismunandi en allar eiga þær sameiginlegt að taka til tjóns vegna þess að vatn streymir skyndilega og óvænt úr lagna- kerfi hússins, til dæmis vegna þess að vatns- rör í vegg gefur sig eða að tengi við uppþvotta- vél bilar. Þá er einnig almennt bótaskylt í hús- eigandatryggingu ef innanhúss leiðslukerfi frostspringur vegna þess að hitakerfi hefur bilað óvænt og skyndilega enda hafi verið eðli- lega frá hlutum gengið, til dæmis í sumar- húsum.“ Ef vatnstjón verður er mikilvægt að reyna að koma strax í veg fyrir áframhaldandi vatns- rennsli að sögn Valdemars. „Fólki er einnig bent á að hafa samband við tryggingar félagið sitt og fá aðstoð við það að koma í veg fyrir frekara tjón.“ Valdemar hnykkir á því í lokin að vatnstjón sé bætt þegar um er að ræða vatn sem skyndi- lega og óvænt lekur úr lögnum hússins og á upptök sín innan útveggja. - vg Lagnir og niðurföll eru á ábyrgð húseigenda Valdemar Johnsen hjá Verði tryggingum hf. segir að íslenskir vátryggingarskilmálar taki mið af íslenskum aðstæðum. Húsnæði á Íslandi eigi að halda vatni og vindum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Byggingarvöruverslunin Mónuhúsið hýsti áður sælgætisverk- smiðjuna Mónu. Í dag er þar byggingarvöruverslun sem var opnuð fyrir tæpum tveimur mánuðum. „Við leggjum mikla áherslu á persónulega og fagmannlega þjónustu,“ segir Stein- grímur Ármannsson, sem á og rekur verslunina ásamt konu sinni, Ástu S. Loftsdóttur, og foreldrum, þeim Ármanni Hallbertssyni og Guðrúnu Steingrímsdóttur. Fyrirrennari Mónubúðar var járnabindingafyrirtæki sem seldi meðal annars fjarlægðarplast. „Helstu viðskiptavinir eru bygg- ingaverktakar en að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir í Mónuhúsið,“ segir Steingrímur. Hann segist óhræddur við sam- keppni við stærri verslanir. „Okkar áherslur eru aðrar. Þar má nefna þýska verkfæralínu frá BIT sem hefur ekki fengist hér- lendis. Sérstaðan þar er þriggja ára ábyrgð og fólk fær lánað verkfæri ef eitthvað bregst, á meðan beðið er eftir viðgerð eða nýjum. Síðan vil ég líka nefna tvenns konar efni sem eru ný. Kítti sem meðfram gluggum fer beint á vota fleti. Einnig einangrunar- efni sem kemur í veg fyrir útleiðslu í klóm, tenglum og á raf- magnssnertiflötum,“ segir Steingrímur. Vöruúrvalið er mikið og á eftir að aukast. Þar nefnir Stein- grímur auk BIT-línunnar Rude-járnabakka og Spritzplast-fjar- lægðarklossa fyrir járnabindingu. Einnig nefnir hann flúrlampa og perur frá hafnfirska fyrirtækinu Flúrlömpum. Annars er í versluninni að finna allt frá málböndum og hnífum upp í vönduð rafhlöðuverkfæri, skrúfvélar, höggborvélar, hjólsagir og járna- bindingatæki. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 8-18. Mónuhúsið er við Stakkahraun 1, sími 544-2020. - rh Fagmannleg þjónusta Sælgætið er löngu flutt úr Mónuhúsinu. Nú er hins vegar boðið upp á bolta, hjólsagir og önnur verkfæri sem borgar sig síður að bryðja. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.