Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2008 17 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 592 5.393 +1,70% Velta: 8.540 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,50 +0,54% ... Bakkavör 45,15 +1,92% ... Eimskipafélagið 24,50 -0,81% ... Exista 12,64 +6,22% ... FL Group 6,95 +2,51% ... Glitnir 18,10 +1,40% ... Icelandair 24,45 -0,20% ... Kaupþing 861,00 +1,41% ... Landsbank- inn 30,55 +1,16% ... Marel 91,90 +0,55% ... SPRON 5,45 +9,0% ... Straumur-Burðarás 12,65 +1,61% ... Teymi 4,42 +2,32% ... Össur 92,00 +0,00% MESTA HÆKKUN SPRON +9,00% EXISTA +6,22% FL GROUP +2,51% MESTA LÆKKUN FLAGA -7,60% ATLANTIC PETROL. -2,91% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -0,81% Umsjón: nánar á visir.is Stjórnendur Glitnis hafa ákveðið að draga úr fasteignalánastarfsemi bank- ans í Lúxemborg. Með ákvörðuninni er gert ráð fyrir að Glitnir geti losað um einn milljarð evra í lausafé sem sam- svari rúmlega 100 milljörðum íslenskra króna, segir Már Másson, forstöðu- maður kynningarmála. „Hluti fasteignalánasafnsins verður einfaldlega greiddur til baka og hluti seldur. Þetta mun gerast jafnt og þétt og verður að vera að fullu gengið í gegn á næstu tólf mánuðum,“ segir Már. Þetta sýni ákveðinn sveigjanleika í starfsem- inni. Leggja eigi í framhaldinu meiri áherslu á eignastýringu fyrir viðskipta- vini á Norðurlöndum og á alþjóðavísu. Breytingarnar í Lúxemborg koma í kjölfar ákvörðunar um að loka skrif- stofu bankans í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. Már segir að um sextíu manns vinni nú í starfsstöð Glitn- is í Lúxemborg en gert sé ráð fyrir að fækka í starfsliðinu um tuttugu manns. Þá verður nýr framkvæmdastjóri ráð- inn, Ari Daníelsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármögnunar Glitnis. - bg Glitnir losar 100 milljarða króna Baugur hefur ekki skilað inn afkomutölum fyrir rekstur 22 fyrirtækja undir hatti þess í Bretlandi. Upplýsingunum átti að skila í hús í byrjun árs, að sögn breska vefmiðilsins Thisismoney. Þar kemur fram að flestir reikningarnir komu frá fyrir- tækjum sem tengist Mosaic Fashion. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands fyrir þremur árum. Það var svo afskráð í fyrra eftir að Tessera Holding ehf., félag tengt Baugi, Kaupþingi og Gnúpi, keypti nær allt hlutafé félagsins um mitt síðasta ár. Áður þurfti að skila uppgjörum félaga innan tíu mánaða frá lokum rekstrarársins. Því var breytt í gær og er lokafrestur nú mánuði skemur. Vefmiðillinn ýjar að því að Baugur hafi látið það dragast að birta uppgjörin í skugga niður- sveiflu á fjármálamörkuðum sem sett hafi skarð í afkomu dóttur- félaga. Talsmaður Baugs segir í samtali við miðillinn hins vegar svo ekki vera. Ástæðurnar séu tæknilegs eðlis og muni uppgjör- in skila sér innan mánaðar. - jab Uppgjöra félaga Baugs beðið Stjórn Skipta ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir því að hlutabréf félagsins yrðu afskráð úr Kauphöllinni. Skipti voru skráð á markað fyrir tæpum þremur vikum að undangengnu útboði. Viðskipti höfðu staðið yfir í tæpan hálftíma þegar þau voru stöðvuð og gerði Exista, sem sat á 43 prósentum hlutafjár í Skiptum, yfirtökutil- boð í alla útistandandi hluti þess. Í gær höfðu 94 prósent hluthafa Skipta tekið tilboði Existu og því ekki lengur skilyrði fyrir lágmarksdreifingu á eignarhaldi félagsins, líkt og segir í tilkynn- ingu. - jab Skipti uppfylla ekki lágmarkið VIÐSKIPTIN HRINGD INN Stjórn Skipta hefur óskað eftir afskráningu úr Kaup- höll Íslands eftir tæplega þriggja vikna veru þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STEFNUMÓTANDI ÁKVÖRÐUN Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og hans meðstjórn- endur hafa ákveðið að losa um verulegan hluta af fasteignalánasafni bankans í Lúxemborg og styrkja þannig lausafjárstöðuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.