Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 46
30 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. gleðimerki 6. org 8. styrkur 9. prjónavarningur 11. voði 12. barn 14. gleði 16. tveir eins 17. knæpa 18. tímabils 20. gangþófi 21. dó. LÓÐRÉTT 1. lýð 3. guð 4. stormur 5. slagbrand- ur 7. ávaxtatré 10. persónufornafn 13. rúmábreiða 15. andi 16. blekking 19. vörumerki. LAUSN VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Robert Mugabe. 2 Pétur Þór Gunnarsson. 3 ÍR. LÁRÉTT: 2. bros, 6. óp, 8. afl, 9. les, 11. vá, 12. kríli, 14. unaðs, 16. tt, 17. krá, 18. árs, 20. il, 21. lést. LÓÐRÉTT: 1. fólk, 3. ra, 4. ofviðri, 5. slá, 7. perutré, 10. sín, 13. lak, 15. sála, 16. tál, 19. ss. „Það er Austur-Indíafélagið, það er ekki hægt að finna betri stað. Það er frábært að sitja þar og maturinn er upp á tíu.“ Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. „Nei, nei, þetta er nú kannski ekki eitthvað sem maður lendir í daglega. En það kemur ýmislegt upp á. Og menn við öllu búnir,“ segir Þorsteinn V. Snædal, bóndi á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal. Hann lenti í sérkennilegu atviki um helgina þegar poppstjarnan Magni kom óvænt brunandi í hlað og var í vanda. Hvítt var yfir öllu, blíðviðri og glampandi sól þannig að Magni var orðinn blindur. Magni segir svo frá að hann hafi verið að koma frá Egilsstöðum á leið norður til Akureyrar. Og lent í þvílíkri blindu. Hann ræddi við bróður sinn á Egilsstöðum sem ráðlagði honum bara að banka upp á á næsta bæ. Magni þekkti engan þarna, kunni varla við að banka upp á hjá bláókunnugu fólki og sníkja sólgleraugu. En sér ekki eftir því. „Alveg yndislegt fólk. Þorsteinn fór út í næsta bíl, dró þar fram skúffu og bauð mér úrval gleraugna. Með mismunandi birtu- stigi. Ég valdi mér lítil gleraugu með kvensniði. Þau voru dekkst. Veit ekki alveg hvernig þau lúkkuðu en virkuðu vel í sólinni,“ segir Magni sem er ánægður með bændur á Dal. Lofaði vitanlega að skila gleraugunum aftur og ætlar sér að standa við það. Þorsteinn bóndi lét sér hins vegar hvergi bregða, öllu vanur og segir þetta ekki það furðulegasta sem hann hafi lent í. Öðru nær. Hann kannaðist við Magna og þótti magnað að hann væri sólgleraugnalaus. Væri einmitt sú týpan sem væri með sólgleraugu ofarlega í forgangsröðinni þegar farið væri úr húsi. - jbg Magni fær sólgleraugu á næsta bóndabæ Inntökupróf í leiklistarskólann Rose Bruford College í London fóru fram hér á landi um helgina. Eyrún Jónsdóttir, sem sjálf lærði við Rose Bruford og kom að skipulagningu prufanna hér á landi, segir marga hafa skráð sig til leiks. „Þetta gekk rosalega vel og það var mikið af góðu fólki sem kom,“ segir Eyrún, en fjörutíu höfðu skráð sig í prufur fyrir helgina. Rose Bruford er virtur leiklistarskóli í Bret- landi en meðal fyrri nemenda þaðan er stórleikarinn Gary Oldman. Þó nokkrir Íslendingar hafa numið við eða eru við nám í Rose Bruford-skólanum. Þeirra á meðal eru til dæmis Sigurður Hrannar Hjaltason, sem nú leikur við Þjóðleikhúsið, og Jón Ingi Hákonar- son. Nokkrir Íslendingar eru nú í námi við skólann, enda hafa prufur á hans vegum verið haldnar hér undanfarin ár. „Þessi skóli leggur sérstaka áherslu á að vera með alþjóðlega nemendur svo það er stór hluti af nemendum sem kemur að utan,“ útskýrir Eyrún. „Það er samt mjög mismunandi hvað þeir taka marga inn héðan og fer eftir því hversu marga þeir sjá sem henta hinum mismunandi deildum,“ bætir hún við. Íslendingarnir sem spreyttu sig um helgina geta átt von á því að fá svar á næstu vikum. „Það eru prufur í mörgum löndum á sama tíma og nú þarf að fara yfir þetta allt og setja saman hópinn svo að það sé líka jafnvægi á milli landa,“ útskýrir Eyrún. - sun 40 Íslendingar í prufum fyrir breskan skóla ÁHERSLA Á ALÞJÓÐLEGA NEMENDUR Eyrún Jónsdóttir, sem sjálf lærði við Rose Bruford College, segir skólann leggja sérstaka áherslu á að hafa alþjóðlegan nem- endahóp, en hann hefur haldið áheyrnarprufur hér á landi síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MAGNI Blindum var honum tekið með kostum og kynj- um á Jökuldal og boðið að velja úr úrvali gleraugna. „Meginmálið er að safna saman í einn hóp þeim sem eiga þennan merkilega bíl eða eintak af honum, jafnt ung sem gömul eintök,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöf- undur en hann er einhver helstur áhugamaður um Kadilakk-bíla á Íslandi. Ólafur er nú, ásamt félögum sínum í hinum íslenska Kadilakk- klúbbi, að undirbúa mikið Kad- ilakk-mót sem haldið verður um miðjan maímánuð á Hótel Hvítá. „Hinum megin við ána stendur sjálfur Skálholtsstaður. Þetta er mót til að koma klúbbnum almenni- lega í gang og fá sem flesta til að mæta í kaffi og pönnukökur. Ég flyt einhverja tölu og reyni að setja menn inn í málin. Svo verður kosið í stjórn,“ segir Ólafur. Klúbburinn var stofnaður árið 14. desember árið 2005 þegar í undirbúningi var fræg för sem farin var til Ameríku og ekið á Kadilakk stranda á milli. Um þá ferð skrifuðu Ólafur og Einar Kárason í sameiningu bókina Úti að aka. „Ég taldi það góða hug- mynd að ganga í stærsta og eina Kadilakkklúbb heimsins sem mark er takandi á: The Cadillac la Salle Club, sá klúbbur er um hálfr- ar aldar gamall með deildir um allan heim. Þar á meðal The Ice- landic Chapter. Með því gátum við fengið ýmsa hjálp á okkar ferð. Og reyndar allir meðlimir lendi þeir í vandræðum.“ Ólafur ætlar að á Íslandi séu um 60 til 70 bílar af Kadilakkgerð. En þó gæti það verið miklu meira og vert væri að kanna það nánar hjá Umferðarstofu. Og sitthvað er kadilakk og kadilakk. „Sjálfur er ég ekki spenntur fyrir bílum sem eru mikið yngri en frá 1970. Þá var byrjað að minnka bílana en þá var yfirvof- andi bensínkreppa í heiminum. Og menn tóku að minnka vélarnar í þeim. Stóru rokkarnir sem settir voru í þessa bíla fyrir 1970 voru 400 hestafla vélar,“ segir Ólafur. Hann nefnir sem dæmi að faðir hans átti 1930 módel af Kadilakk sem var með V16 vél og tók aðeins tvo farþega. „Hræið af slíkum bíl kostar kannski svona milljón ef hægt er að finna það einhvers staðar. Hann var enn til 1965 en var þá urðaður einhvers staðar. Væri gaman að taka sig til og moka hann upp,“ segir Ólafur sem hlakkar til að hitta þá sem deila þessu áhugamáli með sér. Og þá ekki síður að skoða alla eðalvagn- ana sem væntanlegir eru. jakob@frettabladid.is ÓLAFUR GUNNARSSON: LANGÞRÁÐ KADILAKK-MÓT VERÐUR AÐ VERULEIKA Kadilakk-karlar lítt fyrir nýja og sparneytna bíla ÓLAFUR GUNNARSSON Boðar til mikils Kadilakk-móts á Suðurlandi í sumar en rithöfundurinn snjalli er einn helsti áhugamaður um þá ágætu bílategund á Íslandi og þótt víðar væri leitað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Blaðakonan Brynja Björk Garðarsdóttir á Nýju lífi á von á erfingja innan tíðar. Þetta verður fyrsta barn Brynju og unnusta hennar, leikstjórans Guðjóns Jóns- sonar. Brynja sagði í samtali við Frétta- blaðið að meðgang- an væri næstum því hálfnuð og mikil hamingja og spenna væri á heimili þeirra. Norðanmönnum var haldið á spariskónum um helgina en hljómsveitirnar Dr. Spock, Benny Crespo´s Gang og Sign tróðu upp á Græna hattinum meðan Merzedes Club ásamt plötusnúðnum Sammy spiluðu á Sjallanum. Einhver samgangur virðist hafa verið milli staða því aðdáendur Óttars Proppé ráku upp stór augu þegar Dr. Spock taldi í smellinn Hóhó- hó, we say heyheyhey og á sviðinu birtist við mikinn fögnuð sjálfur Cerez 4, forsöngvari Merzedes Club. Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri á RÚV, hefur margt á sinni könnu eins og alkunna er. Eða í það minnsta rekja þeir Spaugstofu- menn þá töf sem orðið hefur á að gengið sé frá samningum við þá um vikulega þætti á næsta sjónvarpsári til þess. Spaugstofu- menn semja til eins árs í senn og oftast hefur verið gengið frá áframhaldi miklu fyrr á árinu en nú er. - hdm/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.