Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.04.2008, Blaðsíða 42
26 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Kristján Andrésson hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð fyrir frábæran árangur sem þjálfari GUIF í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið komst óvænt inn í úrslitakeppnina í Svíþjóð og þvingaði meistaralið Hammarby í oddaleik sem tapaðist naumlega síðastliðinn sunnudag. Kristján, sem er aðeins 27 ára og er yngsti þjálfarinn í deildinni, var fyrir vikið á dögunum útnefndur þjálfari ársins í Svíþjóð en hann var enn að jafna sig eftir leikinn á sunnudag þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta keppnistímabil hjá GUIF er búið að vera ævintýri líkast en ævintýrin verða víst að enda einhvern tímann. Ég get ekki neitað því að ég er enn svolítið svekktur að við höfum dottið úr keppni eftir að hafa verið svona nálægt því að slá út meistarana. Leikurinn á sunnu- dag var úrslitaleikur um hvort liðið kæmist áfram eftir að hvort lið um sig var búið að vinna tvo leiki í einvíginu. Hammarby leiddi leikinn 17-11 í hálfleik en við komum til baka og náðum að komast yfir en við náðum ekki að halda leikinn út og svo fór sem fór,“ sagði Kristján, sem hrósar strákunum í GUIF engu að síður í hástert fyrir framgöngu sína á keppnistímabilinu og telur að liðið geti gert enn betur á næstu leiktíð. „Okkur var spáð fallbaráttu fyrir tímabilið, þar sem við misstum nokkra lykilmenn og ákváðum að keyra þetta mestmegnis á ungum og efnilegum leikmönnum, en strákarnir skiluðu sínu og rúmlega það. Þeir eru líkt og ég alltaf að læra meira og meira,“ sagði Kristján, sem er með samning við GUIF til ársins 2010 og er afar spenntur fyrir framtíð félagsins. „Strákarnir eru nú búnir að sjá hverju það skilar að æfa vel og það var almenn samstaða um það á æfingu eftir tapleikinn á sunnudag að leggja enn meira á sig fyrir næsta tímabil og við stefnum á að gera betur þá,“ sagði Kristján bjartsýnn en Íslendingar eiga annan fulltrúa hjá GUIF þar sem Haukur, tvítugur bróðir Kristjáns, leikur með liðinu. KRISTJÁN ANDRÉSSON, ÞJÁLFARI GUIF: HEFUR NÁÐ EFTIRTEKTARVERÐUM ÁRANGRI Í SÆNSKA HANDBOLTANUM Tímabilið hjá GUIF er búið að vera ævintýri líkast FÓTBOLTI Liverpool og Arsenal mæt- ast í þriðja sinn á sjö dögum í kvöld, en fyrri tveir leikir liðanna hafa endað með 1-1 jafntefli. Liverpool stendur betur að vígi eftir fyrri leik liðanna í Meistara- deildinni sem fram fór á Emirates- leikvanginum og William Gallas, fyrirliði Arsenal, viðurkennir að Arsenal eigi erfitt verkefni fyrir höndum, en ekki ómögulegt. „Liverpool spilar öðruvísi í Meistaradeildinni. Þar er liðið þéttara og gefur ekki mörg færi á sér. Við þurfum því að vera þolinmóðir og bíða eftir rétta tækifærinu til þess að sækja og sækja þá af fullum krafti. Það er líka afar mikilvægt að gefast ekki upp þrátt fyrir að við fáum á okkur mark,“ sagði Gallas í viðtali á heimasíðu UEFA. - óþ Liverpool og Arsenal mætast: Lokaorrusta sjö daga stríðsins ALLT UNDIR Liverpool og Arsenal mæt- ast í þriðja skiptið á sjö dögum í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Chelsea yfirgaf Istanbúl með 2-1 tap á bakinu í síðustu viku en útivallarmark Chelsea gæti reynst drjúgt. Michael Ballack, leikmaður Chelsea, er því hvergi banginn fyrir leikinn. „Við vorum ósáttir með að tapa fyrri leiknum en náðum að skora gott mark og það gefur okkur góða möguleika,“ sagði Ballack í viðtali á heimasíðu UEFA. Deivid, leikmaður Fenerbahce, var allt í öllu í fyrri viðureign liðanna en hann skoraði fyrst sjálfsmark og tryggði svo Fenerbahce sigur með þrumu- fleyg. Brasilíumaðurinn knái vandar Chelsea ekki kveðjurnar fyrir leikinn í kvöld. „Nöfn og peningar vinna ekki leiki. Þú verður að fara út á völlinn og hafa fyrir hlutunum. Við spilum upp á líf og dauða og liðið sem verður hungraðra fer áfram í undanúrslitin, svo einfalt er það,“ sagði Deivid í viðtali við enska dagblaðið The Sun. - óþ Chelsea mætir Fenerbahce: Peningar vinna ekki leiki FAST SKOTIÐ Deivid er skotfastur innan vallar sem utan og vandar Chelsea ekki kveðjurnar. NORDIC PHOTOS/GETTY SUND Sundkonan Erla Dögg Har- aldsdóttir úr ÍRB átti einstaka helgi á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslauginni. Erla Dögg vann til sex gullverðlauna, þar af fimm í einstaklingssund- um, setti fjögur Íslandsmet og synti sig inn á Ólympíuleika í tveimur greinum. Erla Dögg hóf mótið á föstu- deginum með því að slá rúmlega sextán ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 100 metra bringusundi. „Ég sagði við hana þegar hún var búin að ná lágmarkinu: þetta var kannski þess virði að ég plataði þig yfir í sundið þegar þú varst tíu ára,“ sagði þjálfari hennar, Steindór Gunnarsson, en Erla Dögg byrj- aði í fimleikum. Steindór hefði þó aldrei getað spáð helginni sem Erla Dögg átti í vændum. „Þetta er bara ótrú- legt. Hún kom tvíefld til leiks daginn eftir og byrjaði á því að setja met í 50 metra bringusundi. Þegar við fengum að sjá hver ólympíulágmörkin yrðu lögðum við strax ríkari áherslu á fjór- sundið. Það var seinna sundið hennar á laugar deginum og við vorum búin að undirbúa okkur vel fyrir það. Svo hugsaði maður eftir að hún var búin að ná ólymp- íulágmarkinu í 100 bringu hvort það yrði ekki bara spennufall. Það varð bara jákvætt spennufall og losaði um hömlur,“ segir Stein- dór en Erla Dögg bætti sig um hátt í þrjár sekúndur. „Við vorum búin að leggja mikla rækt við baksundið, sem er hennar akkilesarhæll í fjórsund- inu. Þegar við sáum að það var ekki alveg að virka settum við meira púður í hennar sterkustu greinar, sem eru flugsundið og bringusundið. Svo small þetta allt saman á laugardaginn, bak- sundið var ljómandi gott, flug- sundið frábært og bringusundið aldrei betra. Þetta gat ekki verið betra enda fór hún sekúndu hrað- ar en Ólympíulágmarkið,“ segir Steindór en ekki var allt búið enn. „Á sunnudeginum hugsaði maður um hvort hún væri ekki orðin södd. Hana langaði greini- lega í meira,“ sagði Steindór en Erla bætti þá fjórða Íslandsmetið sitt, nú í 200 metra flugsundi. „Hún er núna örugg inn á leik- ana og nú er bara að stefna á það að ná betri árangri þar. Hún er í gríðarlega góðu jafnvægi, er líkam lega mjög vel undirbúin og búin að vinna vel í sálfræðilegum þáttum. Hún hefur lært af undan- förnum árum,“ segir Steindór. - óój Steindór Gunnarsson, þjálfari Erlu Daggar Haraldsdóttur, er í skýjunum með Íslandsmeistaramótið: Plataði hana tíu ára gamla yfir í sundið RISASTÓR ÁFANGI Erla Dögg Har- aldsdóttir brosir út að eyrum. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN > Geir eftirlitsmaður á Brúnni í kvöld Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Fenerbahce á Stamford Bridge í kvöld. Leikurinn er seinni viðureign liðanna í fjórðungs- úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Tyrkirnir unnu fyrri leikinn 2-1. Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi og er það píanóleikarinn Her- bert Fandel sem dæmir leikinn. Hann dæmdi einmitt úrslitaleik AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili, sem og úrslitaleik Sevilla og Middlesbrough í úrslitum UEFA- bikarsins árið 2006. Iceland Express-deild karla Grindavík-Snæfell 94-97 (52-55) Stig Grindavíkur: Jamaal Williams 32 (6 fráköst), Adama Darboe 22, Páll Axel Vilbergsson 15, Þorleifur Ólafsson 9, Páll Kristinsson 8, Igor Beljanski 5, Helgi Jónas Guðfinnsson 3. Stig Snæfells: Justin Shouse 17, Slobodan Subasic 16, Sigurður Þorvaldsson 15, Ingvaldur M. Hafsteinsson 14, Hlynur Bæringsson 13 (14 fráköst), Jón Ó. Jónsson 12, Anders Katholm 8, Árni Ásgeirsson 2. Sænska úrvalsdeildin Hammarby-Sundsvall 5-3 1-0 Petter Andersson (12.), 1-1 Hannes Þ. Sig- urðsson (15.), 1-2 Stefan Alander (30.), 2-2 Erkan Zengin (45.), 3-2 Paulinho Guara (58.), 4-2 Haris Laitinen (80.), 5-2 Charlie Davies (83.), 5-3 Hannes Þ. Sigurðsson (90.). Hannes og Sverrir Garðarsson léku allan leikinn með Sundsvall en Ara Frey Skúlasyni var skipt af velli á 60. mínútu. Elfsborg-AIK 3-0 1-0 Stefan Ishizaki (38.), 2-0 Joakim Sjöhage (44.), 3-0 Denni Avdic (54.). Helgi Valur Daníels- son lék allan leikinn fyrir Elfsborg. Danska úrvalsdeildin AGF-Viborg 0-0 Kári Árnason lék allan leikinn fyrir AGF en Rúrik Gíslason fór meiddur af velli hjá Viborg á 23. mínútu. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Kaka, leikmaður AC Milan, telur að ensku liðin fjögur, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester United, hafi öll getuna til þess að fara alla leið og vinna Meistara- deildina í ár. „Ensku liðin hafa verið í mikilli sókn síðustu fimm til sex ár og nú eru þau orðin stöðug í leikjum sínum í Meistaradeildinni. Ég tel í raun að öll fjögur ensku liðin sem eru með í átta liða úrslitunum hafi getuna til þess að komast til Moskvu í úrslitaleikinn og vinna Meistaradeildina. En vitaskuld má heldur ekki afskrifa lið eins og Barcelona,“ sagði Kaka í viðtali við BBC Sport í gær. - óþ Kaka um Meistaradeildina: Hefur trú á ensku liðunum KÖRFUBOLTI Snæfell vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 94-97, í fyrsta leik liðanna í undanúrslita- einvígi sínu í Iceland Express- deild karla í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Grindvíkingar virtust vera með pálmann í höndunum með níu stiga forskot, 87-78, þegar sex mínútur voru eftir en Snæfelling- ar voru ekki á því að gefast upp og lönduðu mikilvægum sigri. „Það vantaði greinilega bara að fá mig út af því þegar ég kom aftur úr klefanum voru strákarnir búnir að minnka þetta niður í tvö stig. Svo varð maður að fara að reyna að hjálpa eitthvað í lokin,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrir- liði Snæfells, sem fór alblóðugur af velli þegar fimm mínútur voru eftir eftir að hafa fiskað ruðning á Jaamal Williams. Hlynur átti í basli með Jamaal, sem skoraði 32 stig í leiknum. „Mér finnst ég alltaf vera með hann fyrir framan mig og vera að fylgja þessum varnarreglum sem mér hafa verið kenndar í gegnum tíðina en hann er bara að setja þetta ofan í. Hann blæðir hins vegar fyrir það hinum megin því hann er ekki í nægu formi til þess að spila vörn og taka fráköst,“ sagði Hlynur. Jamaal setti niður 13 af 19 skotum sínum í leiknum en Hlynur vann hann aftur á móti í fráköstum 14-6. „Þetta var alls ekki nógu góður leikur hjá okkur og það er ótrú- legt að við náum samt að vinna hér í Grindavík með svona leik. Við hittum úr skotunum sem við þurftum að hitta úr og sem betur fer spiluðu þeir ekki heldur vörn. Ef þeir hefðu spilað vörn hefðu þeir unnið,“ sagði Hlynur, sem fann Justin í þriggja stiga skoti sem var líklega stærsta karfa leiksins og kom Snæfelli í 95-94 þegar 42 sekúndur voru eftir. Adama Darbor kastaði síðan bolt- anum frá sér á óskiljanlegan hátt skömmu síðar og Magni Haf- steinsson kom Snæfelli þremur stigum yfir af vítalínunni. Páll Axel Vilbergsson fékk síðasta skotið en það var eins erfitt og hægt var að taka það og mistókst. Adama lét Justin Shouse líta illa út allt fram í fjórða leikhlutann en þá tók Justin stjórnina og keyrði sitt lið til sigurs. ooj@frettabladid.is Þeir spiluðu ekki vörn Hlynur Bæringsson og félagar í Snæfelli eru komnir í 1-0 eftir dramatískan þriggja stiga sigur í Grindavík í gær. Grindavík var níu stigum yfir þegar sex mínútur voru eftir en kastaði frá sér sigrinum á lokaandartökum leiksins. FÖGNUÐUR Snæfellingar eru komnir í bílstjórasætið í einvíginu gegn Grindavík eftir góðan endasprett í Röstinni í gærkvöld. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.