Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Katrín Rós Baldursdóttir líffræðingur er af
mörgum sögð vera meistarakokkur. Ímyndunar-
afl Katrínar í eldhúsinu er óendanlegt og hefur
hún borið á borð hvern frábæran réttinn á fætur
öðrum.
Katrín Rós lumar á fjölmörgum uppskriftum að girnilegum kjúklingaréttum úr kjúklinga-bringum og eina uppskrift, sem hefur verið í miklu uppáhaldi, fékk hún hjá vinkonu sinni.„Úr kjúklingi er hæ t ð
piparostur og þrír fjórðu úr pela af matreiðslurjóma. Í
sósuna fer ein dós af rjómaostinum, hálfur piparostur
og matreiðslurjóminn.„Aðferðin er fljótleg og góð en byrjað er á því að
kljúfa bringurnar í tvennt þannig að tvær þunnar
sneiðar verði úr hverri bringu. Bringurnar
eru síðan penslaðar með pestóinu. Á aðra hlið bringnanna er sett ein teskeið af rjómaosti, sólþurrkaðir tómatar og ólífur. Þegar þetta er komið er bringunum rúllað upp ogþær festar sam
Sólþurrkaðir tómatar, pestó og svartar ólífur
Katrín Rós segir að kjúklinga-bringur sé hægt að matreiða á margvíslegan skemmtilegan hátt og gott sé að leyfa ímyndunaraflinu
að ráða.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
SA
ÁR KARTÖFLUNNARNýr uppskriftabæklingur er kominn út í tilefni af ári kartöflunnar en í honum má
finna ýmsar
útfærslur af
kartöfluréttum.
MATUR 2
FYRIR SÆLKERANAKavíar þykir vera einhver fínasti matur í heimi og á veitingastöðum víða um heim geta matgæð-ingar fundið kavíar á svimandi háu verði.
MATUR 3
6.290 kr.
4ra rétta tilboðog nýr A la Carte
· Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu ·· Tom Yum súpa með grilluðum tígrisrækjum ·· Kryddlegin dádýralund með seljurótarsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu ·
Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.680 kr.
heilsa og lífsstíllFÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008
Premium veiði og útivistarfatnaður
frá fi nnska framleiðandanum Jahti Jakt.
Sími: 512 5000
FÖSTUDAGUR
11. apríl 2008 — 98. tölublað — 8. árgangur
KATRÍN RÓS BALDURSDÓTTIR
Alls konar kjúklingur
í miklu uppáhaldi
matur
Í MIÐJU BLAÐSINS
Marín
Magnús-
dóttir
Lætur ævin-
týrin gerast.
FYLGIR
FRÉTTABLAÐINU
Í DAG
FÖSTUDAGUR11. APRÍL 2008
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
Maraþon frama-
HANNES STEINDÓRSSON
Selur eignir fræga fólksins
NANNA KRISTÍN
Ekki hætt að leika
SIGTRYGGUR
BALDURSSON
Skrifar kvikmynda-
handrit
Marín Magnúsdóttir í Practical
FÖSTUDAGUR
VEÐRIÐ Í DAG
Rockwood
fellihýsin 2008
Komdu á Fossháls 5-9
og skoðaðu glæsileg
Rockwood fellihýsi.
Logi í golfið
Logi Bergmann Eiðs-
son gerir sjónvarps-
þætti um íslenskt
golf í sumar.
FÓLK 54
DORRIT FORSETAFRÚ
Með skófluna á lofti
Tekur fyrstu skóflustungu að sundlaug Lilju
Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur
FÓLK 54
HEILSA OG LÍFSSTÍLL
Útileikir, endurhæfing
og listamenn í nýju ljósi
Sérblað um heilsu og lífsstíl
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG.
Í stöðugum vexti
Tíu ár eru liðin frá stofnun
Atlantsskipa. Haldið verður upp á
það með pompi og prakt 16. maí
næstkomandi.
TÍMAMÓT 32
FASTEIGNAMARKAÐUR „Þetta er algjörlega úr
takti við það sem greiningardeildir bankanna
hafa verið að spá. Rökstuðningur Seðlabankans
fyrir þessu verður að koma fram því annars er
þetta ekkert annað en rakalaus dómsdagspá,“
segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri
Félags fasteignasala.
Seðlabankinn spáir kollsteypu á fasteigna-
markaði á næstu tveimur árum. Telur bankinn
líkur á að húsnæðisverð lækki um þriðjung að
raunvirði til ársins 2010. Rökstuðningur
bankans er að lækkun ráðstöfunartekna,
þrengingar á lánamörkuðum og aukið framboð
íbúðarhúsnæðis leiði til þessara lækkana á
húsnæði.
Grétar segir spá Seðlabankans geta haft
skaðleg og óþörf áhrif á hagi fólks. „Það bendir
ekkert til þess að verð hér hrynji og séu
einhverjir að spá því, til dæmis opinberar
stofnanir, þá er lágmarkskrafa að rökstuðning-
urinn sé gagnsær og skýr.“
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar-
deildar Kaupþings, segir að spána verði að
skoða í því ljósi að öll hagspá bankans sé svört.
„Seðlabankinn ræður vöxtum á Íslandi og hefur
töluvert mikið um það að segja hversu hörð
lendingin verður. Yfirlýst stefna hans virðist
ganga þvert á yfirlýsingar ráðamanna.“
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar-
deildar Glitnis, segir ekki von á sömu þróun á
fasteignamarkaði og víða erlendis þar sem
hefur orðið mikil lækkun. „Hér er ekki mikil
spákaupmennska og Íbúðalánasjóður og
lífeyrissjóðirnir eru að útvega fjármagn inn á
markaðinn. Lánaframboðið á húsnæðismarkaði
erlendis hefur hins vegar stöðvast að stórum
hluta vegna þess að bankarnir lána ekki lengur.“
Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands, segir eðlilegt að
fasteignaverð lækki umtalsvert, miðað við þær
aðstæður sem nú eru á mörkuðum og hafa áhrif
á fasteignamarkaðinn. „Bankarnir hafa skrúfað
fyrir lán, nánast að fullu, og það hefur vitanlega
mikil áhrif á eftirspurnina á markaðnum.“
- mh / - shá / sjá síðu 4
Spá hruni á fasteignamarkaði
Seðlabankinn spáir að fasteignaverð lækki um 30 prósent á tveimur árum. Seðlabankinn er að biðja um
harða lendingu segir hagfræðingur. Órökstudd dómsdagsspá, segir formaður Félags fasteignasala.
VIÐSKIPTI Stjórnendur stórs
vogunar sjóðs hvöttu enskan hag-
fræðiprófessor, Richard Portes,
til að huga að mannorði sínu er
hann væri að fjalla um íslenskt
fjármálalíf. Portes hefur að undan-
förnu fjallað ítarlega um íslenskt
fjármálakerfi á erlendum vett-
vangi og dregið upp jákvæðari
mynd af stöðu mála hér og styrk
bankanna en ýmsir aðrir. Portes
hefur greint fjármálaeftirlitinu í
Bretlandi og á Íslandi frá sam-
skiptum sínum við stjórnendur
vogunarsjóðsins.
Þessi vogunarsjóður er einn
þeirra fjögurra sem Sigurður Ein-
arsson, starfandi stjórnarformað-
ur Kaupþings, hefur sakað um að
gera atlögu að Íslandi og íslensku
fjármálakerfi.
„Ég áttaði mig fljótt á því hvað
væri á seyði og ákvað þá að hlusta
vandlega og taka niður minnis-
punkta,“ segir Portes. Hann bætir
við að í samtalinu hafi verið dregin
upp afar dökk mynd af stöðu mála
hér á landi og mikið fjallað um
vandræði íslenskra fjármálafyrir-
tækja.
„Þessi mál eru nú í eðlilegum
farvegi, og ég hef fulla ástæðu til
að halda að fjármálaeftirlitið hafi
tekið þessar upplýsingar mínar
alvarlega,“ segir hann.
- bih / sjá síðu 6
Hvattur til að huga að mannorði sínu er hann fjallaði um íslenskt fjármálalíf:
Fjármálaeftirliti gert viðvart
BJART Á KÖFLUM Í dag verða
norðaustan 3-10 m/s en hvassara
úti við suðausturströndina. Bjart
með köflum en stöku él á Norður-
og Austurlandi. Hiti 0-7 stig, mildast
sunnan til.
VEÐUR 4
5
2 0
0
4
SAMFÉLAGSMÁL „Það er gríðarlegt
vinnuálag á unglingum,“ segir
Árni Jónsson, stjórnarmaður í
SAMFÉS, sem hefur nýlega látið
af störfum sem forstöðumaður í
frístundamiðstöðinni Kamps.
Segir hann að grunnskólanemar
séu farnir að sinna störfum
vaktstjóra og að haft hafi verið
samband við vinnuveitendur og
gert athugasemdir við það.
Fréttablaðið hefur fréttaskýr-
ingaumfjöllun um unglinga í dag.
- jse / sjá síðu 16
Unglingar:
Vinna mikið og
lesa á ensku
HEILSA Sítrónusýra og fosfórsýra
sem notaðar eru sem rotvarnar-
efni í íslenska drykki valda
óbætanlegum skemmdum á
glerungi tanna.
Einkum er sítrónusýran mikill
skaðvaldur en hún er meðal
annars notuð í orkudrykki og
bragðbætta vatnsdrykki. Þetta
sýnir ný rannsókn útskriftar-
nema Tannlæknadeildar Háskóla
Íslands.
- gun / sjá sérblað um heilsu og lífsstíl
Glerungseyðing tanna:
Sökudólgur
fundinn
HAFIST HANDA Á REYKJANESBRAUT Vegagerðin hófst handa við að bæta merkingar á Reykjanesbraut í gær. Settir verða fastir
gátskildir milli akreina til að aðskilja akstursstefnur auk þess sem aðvörunarskiltum verður fjölgað. Samgönguyfirvöld hafa undan-
farna daga legið undir harðri gagnrýni fyrir að merkingar hafi verið ófullnægjandi á þeim stað sem verið er að tvöfalda veginn og
af því hafi hlotist mikil slysahætta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2-0 fyrir
Snæfell
Grindavík lá öðru
sinni fyrir Snæfelli
er liðin mættust í
Fjárhúsinu í gær.
ÍÞRÓTTIR 46