Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 6

Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 6
6 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Enski hagfræðiprófessorinn Richard Portes hefur greint fjármálaeftirlitinu í Bretlandi og á Íslandi frá samskiptum við stjórnendur stórs vogunarsjóðs í kjölfar umfjöllunar hans um íslenskt fjármálakerfi. Í samtalinu var prófessorinn meðal annars hvattur til að huga að mannorði sínu, þegar hann væri að fjalla um Ísland og íslensku bankana. Dr. Richard Portes, prófessor í hagfræði við London Business School, skrifaði á haustdögum skýrslu ásamt dr. Friðriki Má Baldurssyni fyrir Viðskiptaráð Íslands um stöðu og framþróun íslenska fjármálakerfisins. Hefur hann verið tíður viðmæl- andi erlendra fjölmiðla um íslenskt fjármálalíf upp á síðkastið og dregið upp aðra og jákvæðari mynd af stöðu mála hér og styrk bankanna en ýmsir aðrir. Segir Portes engan vafa á því að þessi staðreynd hafi leitt til símtals frá stórum vogunarsjóði fyrir hálfum mánuði. „Ég áttaði mig fljótt á því hvað væri á seyði og ákvað þá að hlusta vandlega og taka niður minnis- punkta,“ segir Portes. Hann bætir við að í samtalinu hafi verið dregin upp afar dökk mynd af stöðu mála hér á landi og mikið fjallað um vandræði íslenskra fjármálafyrirtækja. Um leið hafi hann verið hvattur til að huga vel að mannorði sínu þegar hann væri að fjalla opinberlega um þessi mál. Portes segist þegar hafa verið staðráðinn í að tilkynna réttum yfirvöldum um þessi samskipti, sem og hann hafi gert. „Þessi mál eru nú í eðlilegum farvegi, og ég hef fulla ástæðu til að halda að fjármálaeftirlitið hafi tekið þessar upplýsingar mínar alvarlega,“ segir hann. Að sögn Portes er ljóst að fjölmargir erlendir vogunarsjóðir hafi beint sjónum sínum að Íslandi og fleiri löndum sem eigi við tímabundna erfiðleika að etja, til dæmis Tyrkland og Ungverjaland. Frægt sé dæmið frá Hong Kong árið 1998 þegar stjórnvöld þar vörðust umfangsmikilli atlögu að fjármálakerfinu með því að kaupa sjálf hlutabréf í mörgum félögum með ærnum tilkostnaði. Til lengdar hafi það skilað tilætluðum árangri og raunar hagnaði, þegar upp var staðið. „Raunar má segja að Ísland sé enn heppilegra fyrir spákaupmenn af þessu tagi. Á Íslandi er bein tenging milli þróunar hlutabréfa og krónunnar og því tvöfalt tækifæri til skjótfengins gróða. Hátt vaxtastig er aðlaðandi og tiltölulega auðvelt er að hafa bein áhrif á hinn óskilvirka markað með skuldatryggingar, sem aftur kemur íslensku bönkunum afar illa. Þess vegna er alls ekki skrítið að stórir aðilar sjái sér hag í því að takast á við aðstæður sem þessar,“ segir Portes. bjorningi@markadurinn.is Hvattur til að huga að mannorði sínu Enski hagfræðiprófessorinn Richard Portes sem fjallað hefur um íslenskt fjár- málalíf fékk nýverið símtal frá stjórnendum stórs vogunarsjóðs. RICHARD PORTES Hagfræðingurinn segist telja að fjármála eftirlit Bretlands og Íslands hafi tekið athugasemdirnar alvarlega. KERFISBUNDIN ÁRÁS AÐ BAKI? Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fjórir vogunarsjóðir í Lundúnum hefðu staðið fyrir kerfisbundnum árásum á íslenskan fjármálamarkað og íslensku bankana síðustu vikur og mánuði. Tilgreindi hann sérstaklega Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital í því sambandi. Portes vill ekki skýra frá nafni vogunarsjóðsins að svo stöddu, en staðfestir að hann sé einn þeirra fjögurra sem stjórnarformaður Kaupþings hafi tilgreint. Fyrir hálfum mánuði hafi stjórnendur hans haft samband og hvatt sig til að gæta að orðspori sínu í umfjöllun um Ísland og íslensku bankana. Segir Portes fulltrúa vogunarsjóðsins hafa dregið upp mjög dökka mynd af ástandi mála hér á landi og í kjölfarið tilkynnti próf- essorinn atvikið til fjármálaeftirlitsins í Bretlandi og á Íslandi. Þar er málið nú til rannsóknar. Portes bætir því við að í síðustu viku hafi fulltrúar fleiri vogunarsjóða haft samband við sig í þeim tilgangi að fræðast um stöðuna í íslensku fjármálalífi. Á kvöld- verðarfundi sem hann hafi sótt af því tilefni hafi komið í ljós að allir sjóðirnir, nema einn, ættu stórra fjárhags- legra hagsmuna að gæta hér á landi. Hins vegar virtist sem það væri ekki lengur í formi skortstöðu, heldur fjárfestinga til lengri tíma litið. Munu pálmatré skjóta rótum á Íslandi á okkar tímum? Já 15,8% Nei 84,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er umferðarmerkingum á Reykjanesbraut ábótavant? Segðu skoðun þína á visir.is LÍKAMSÁRÁS „Honum líður hræði- lega,“ segir Hrafnhildur Arnars- dóttir, móðir nítján ára manns sem viðbeinsbrotnaði í átökum við dyravörð snemma á sunnudags- morgun. Hafði manninum verið meinaður aðgangur að Barnum, veitingastað við Laugaveg 22. Var hann ósáttur en vissi ekki fyrr en dyravörður sneri hann harkalega niður. Að sögn Hrafnhildar hafa þau kært málið til lögreglu. Agatha Ýr Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Barsins, segir málið í skoðun. Segir hún dyraverði ekki hafa viljað hleypa manninum inn vegna þess að hann hafi verið ofurölvi. „Í staðinn fyrir að fara í burtu eins og hann var beðinn um var hann eitthvað að ráðast að einum dyraverðinum.“ Hún segir þau hjá Barnum ekki hafa heyrt frá lögreglu ennþá. „En við erum með myndatökuvélar og eigum þetta allt á upptöku.“ Hún segir aldurstakmark að Barnum vera tuttugu ár. „Það er ekki rétt að hann hafi verið ofurölvi,“ segir Hrafnhildur. Hún hafi hitt hann um klukku- stund eftir að hann kom á slya- deildina og hún geti því vitnað um ástand hans. „Hann er í skóla og er að taka tvö stúdentspróf en getur ekki skrifað.“ Þá geti hann ekki legið út af eða sofið í rúmi. „Lög- reglan segir þetta vera mjög alvarlegt og tekið verði á þessu,“ segir Hrafnhildur. - ovd Nítján ára karlmaður viðbeinsbrotnaði þegar hann var snúinn niður af dyraverði: Viðbeinsbrotinn af dyraverði BEINBROT Á slysadeild var maðurinn settur í spelku sem hann þarf að vera í á meðan brotið grær. SKIPULAGSMÁL „Hræðsluáróður hefur aldrei virkað vel,“ segir Kormákur Geirharðsson verslunar maður um þau skilaboð Ólafs F. Magnús sonar borgar- stjóra um að miðborg Reykjavík- ur sé hættulegur staður. Í frétt- um Stöðvar tvö í síðustu viku sagði Ólafur vaxandi sóðaskap og aukið ofbeldi í miðborginni. Var þar haft eftir borgarstjóra að miðborg Reykjavíkur væri bein- línis hættuleg fólki sökum drykkjuskapar og ofbeldis. „Ég lít ekki á Reykjavík sem hættulegan stað og mér finnst að hann eigi að fara varlega í svona mál,“ segir Kormákur, sem búið hefur í miðborg Reykjavíkur í um þrjátíu ár og stundað verslun og veitingarekstur í um tíu ár. „Hins vegar hefur miðborgin verið að drabbast niður.“ Kormákur telur að borgarstjóri verði að fara að reka borgina eins og fyrirtæki en ekki pólitíska stofnun og þá skipti jákvæð ímynd miklu. „Ef það væru fleiri lögreglumenn á götum borgar- innar og þeir sýnilegri eins og lofað var væru allir í friði.“ „Ég myndi ekki orða það sem svo að miðbærinn sé hættulegur,“ segir Lísbet Sveinsdóttir, fata- hönnuður hjá Elm á Laugavegi. Hún kallar einnig eftir aukinni löggæslu og segir ástandið „rosa- legt“ vegna veggjakrots og skemmdarverka. „Þetta eru árásir á eignir fólks í miðborginni vegna þess að það er ekkert eftir- lit.“ - ovd Verslunarmenn við Laugaveg kalla eftir aukinni löggæslu eins og lofað var: Hræðsluáróður borgarstjóra KORMÁKUR GEIRHARÐSSON Vill að borgarstjóri reki borgina eins og fyrir- tæki í stað pólitískrar stofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNAHAGSMÁL „Það er rétt hjá Davíð að bankarnir njóta engrar ríkisábyrgðar,“ segir Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar, um þau orð Davíðs Odds- sonar seðla- bankastjóra að „meginverkefni banka [sé] að bjarga sér sjálfir“. „Ég vil undirstrika að íslenskir bankar eru ekki á leið í ógöngur, en erlendis þar sem það hefur gerst hafa hluthafar tapað sínu fé og ríkið eignast banka eða stóra hluti í þeim. Hins vegar telja menn að það sé hlutverk Seðla- banka að halda viðskiptalífinu gangandi og sjá til þess að alltaf sé til gjaldeyrir.“ - sgj Pétur Blöndal: Bankarnir ekki með ríkisábyrgð PÉTUR BLÖNDAL SVEITARSTJÓRNIR Þorleifur Gunn- laugsson, borgarfulltrúi VG, vill að borgin hætti við sölu á Fríkirkju- vegi 11 til Björgólfs Thors Björgófssonar. „Hallargarðurinn og fasteignin sem í honum stendur hefur ómetanlegt menningarsögulegt gildi fyrir Reykvíkinga alla. Þar sem ljóst er að núverandi eigendur telja breytingar á garðinum mikilvægar til að nýting hússins gagnist þeim ættu borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að salan gangi til baka og borgin fái fullt forræði yfir húsinu og garðinum öllum,“ sagði í tillögu Þorleifs sem borgarráð frestaði í gær. - gar VG um Fríkirkjuveg 11: Borgin hætti við sölu hússins BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að David Petraeus, yfirmaður herafla bandaríkjanna í Írak, fái „allan þann tíma sem hann þarf“ til að meta hvort óhætt sé að kalla fleiri bandaríska hermenn frá Írak. Bush skýrði í gær frá þeirri ákvörðun sinni að fækkun í herliði Bandaríkjamanna í Írak yrði stöðvuð í júlí um óákveðinn tíma. Á síðasta ári var bandarísk- um hermönnum þar fjölgað um 30 þúsund, og hafa þeir síðan verið yfir 160 þúsund, en á næstu mánuðum verður þeim fækkað niður í rúmlega 130 þúsund. - gb Ekki frekari fækkun í Írak: Petraeus fær nægan tíma GEORGE W. BUSH KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.