Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 10
10 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL „Þessi vaxtahækkun er makalaus og undrunarefni,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, en bankastjórn Seðlabankans ákvað í gær að hækka stýrivexti um 0,5 prósent – í 15,5 prósent. Hvergi í ríkjum með þróað efnahagskerfi eru vextir jafn háir. Guðni furðar sig á aðferðafræði Seðlabankans og segir öðruvísi farið að í öðrum ríkjum. Víðast hvar séu stýri- vextir undir fimm prósent- um. Hann segir ástandið hafa verið nógu erf- itt fyrir. „Og nú leyfir Seðla- bankinn sér að keyra vextina upp. Til hvers? Það hlýtur að vera til að dauðrota. Ég held að þetta hafi engin áhrif á verðbólguna en þetta mun dauð- rota allt athafnalíf. Enginn ræður við að taka lán á þessum vöxtum og fjármál heimila og fyrirtækja eru í miklu uppnámi. Ég óttast afleiðingar sem verða gjaldþrot og eignatap,“ segir Guðni. Fátt hefur spurst af aðgerðum stjórnvalda til að mæta þrenging- um bankakerfisins. Guðni segir málið vefjast fyrir ríkisstjórninni, sem geri lítið annað en að tala. „Ég sé engin úrræði verða að veru- leika, hvorki styrkingu gjaldeyris- forðans né annað. Ég vantreysti forystu forsætisráðherra í efna- hagsmálum og held að hann ráði ekki við málið. Úrræðaleysið er algjört.“ 20. febrúar óskaði Guðni eftir svörum Seðlabanka við sex spurn- ingum um efnahagsmál. Hann óskaði eftir því að svörin bærust í síðasta lagi 20. mars en ekkert bólar á þeim. „Ég ræddi þetta við Davíð Oddsson seðlabankastjóra og hann sagði að þessu yrði svarað en það tæki tíma. Ég fer nú að ókyrrast enda mikilvægt að fá þessi svör sem fyrst.“ Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður á sínum tíma var svo búið um hnútana að þingmenn áttu að geta leitað til Seðlabankans með efnahagsleg álitaefni. Guðni segir að berist svar bankans seint og illa verði þingið að grípa til úrræða svo þingmenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, geti aflað hald- góðra upplýsinga um efnahags- mál. Sér hann helst fyrir sér að nefndasvið Alþingis verði styrkt. bjorn@frettabladid.is Óttast að gjaldþrot fylgi vaxtahækkun Formaður Framsóknarflokksins telur að vaxta- hækkun Seðlabankans slái ekki á verðbólgu. Á hinn bóginn verði hún til að dauðrota athafnalíf. Hann lýsir vantrausti á forsætisráðherra í efnahagsmálum. GUÐNI ÁGÚSTSSON SEÐLABANKI ÍSLANDS Stýrivextir voru hækkaðir upp í 15,5 prósent í gær. Guðni Ágústsson segir hækkunina ekki vinna á verðbólgunni, líkt og henni er ætlað að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SPURT UM ÁLIT SEÐLABANKANS ■ Hvaða áhrif telur Seðlabankinn að breytingar á fjármálamörkuðum hér heima fyrir og erlendis síðustu vikur hafi á tekjuöflun ríkisins? ■ Hvaða áhrif telur Seðlabankinn að nýloknir kjarasamningar hafi á þróun efnahagslífsins og tekjuöflun ríkisins? ■ Hvaða áhrif telur Seðlabankinn að nýkynntar tillögur ríkisstjórnar- innar til að liðka fyrir kjaramálum hafi á þróun efnahagslífsins, ríkisút- gjöld og tekjuöflun ríkisins? ■ Hvað telur Seðlabankinn mikið svigrúm til frekari útgjaldaaukning- ar hjá ríkissjóði í tengslum við þá kjarasamninga sem ólokið er? ■ Hvort telur Seðlabankinn að fjárlög ársins 2008 hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á það ójafnvægi sem við búum við í efnahagsmálum nú um stundir? ■ Telur Seðlabankinn að ríkisstjórn Íslands hafi gengið nógu langt í þá átt að draga úr þenslu í samfélag- inu? RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV U N IQ U E 04 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Réttu tækin í þrifin - háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur frá 8.888 kr. Nilfisk P160 1-15 B X-tra Dæluþrýstingur: 160 bör Vatnsmagn: 650 l/klst. Nilfisk E140 2-9 X-tra Dæluþrýstingur: 140 bör. Vatnsmagn: 500 l/klst. Nilfisk C100 4-5 Dæluþrýstingur: 100 bör. Vatnsmagn: 320 l/klst. Nilfisk Buddy 18 ryk- og vatnssuga Loftflæði: 3600 l/mín. Mótor: 1300W 15 l tankur Nilfisk C120 2-6 Dæluþrýstingur: 120 bör. Vatnsmagn: 520 l/klst. 20% afslá ttur GERVIBRÚÐKAUP Á CHAMPS ELYSÉES Umhverfisverndarsinnar úr Green- peace-samtökunum draga dár að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara við bílasölu á Champs Elysées í París. Gervibrúðkaup þeirra var sviðsett til að mótmæla metnaðarleysi Evrópu- sambandsins við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Farþegum Strætó hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli. Er aukningin nán- ast öll tilkomin vegna tilrauna- verkefnisins „frítt í strætó“ sem fór af stað í ágúst síðastliðnum og tryggir námsmönnum á fram- halds- og háskólastigi endurgjalds- lausa notkun á almenningssam- göngum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem Strætó bs. og Viðskiptafræði- stofnun Háskóla Íslands hafa gert á þeim þáttum er snúa að notkun á strætó samfara þessu verkefni. Í niðurstöðum úttektarinnar kemur meðal annars í ljós að námsmenn nýta sér strætó meira en áður og nemendur á framhalds- og háskóla- stigi eru nú um fjörutíu prósent allra þeirra sem ferðast með strætó. Einnig kemur í ljós að um það bil 35 þúsund íbúar á höfuð- borgarsvæðinu nota strætó einu sinni í viku eða oftar. Eru þetta um fimmtán prósent af íbúum svæðis- ins og er það sambærilegt við það sem gengur og gerist annars stað- ar á Norðurlöndunum. Samkvæmt þjónustumati eru níu af hverjum tíu farþegum ánægðir með þjónustu Strætó og telja hana falla vel að sínum þörfum. Almennt viðhorf til verkefnisins „frítt í strætó „ er jákvætt, en þó kemur í ljós að þrjátíu prósent þeirra náms- manna sem sótt hafa fríkort í strætó nota kortið lítið eða ekkert, og margir sem rétt hafa á slíku korti hafa ekki enn sótt það. - kg Tilraunaverkefnið „frítt í strætó“ fyrir námsmenn hefur skilað árangri: Farþegum fjölgar um milljón AUKNING: Verkefnið „frítt í strætó“ hefur skilað sér í mikilli aukningu farþega. MENNTUN SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, vill að námslán verði greidd út mánaðarlega vegna gengis- sveiflna krónunnar. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. Lánasjóður íslenskra náms- manna greiðir lán út að lokinni önn. Þetta er óhagstætt fyrir námsmenn erlendis, sem neyðast til að framfleyta sér með yfirdráttarlánum, sem bera háa vexti, að sögn Garðars Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra SÍNE. Garðar bendir á að námslán hafi verið greidd út mánaðarlega á Íslandi til ársins 1992 og að slíkt tíðkist á Norðurlöndum. - sgj Námsmenn erlendis: Vilja námslán mánaðarlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.