Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 14

Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 14
14 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR NOREGUR „Það er ekki mitt hlutverk að hafa skoðun á því hvort Íslend- ingar eigi að binda myntina sína við aðra mynt eða hefja myntsamstarf. Það er spurning sem íslensk stjórn- völd verða hugsanlega að velta fyrir sér,“ segir Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, um þá hugmynd að binda íslensku krón- una við þá norsku, eins og Þórólfur Matthíasson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur lagt til. „Til að taka þátt í myntsamstarfi innan Evrópusambandsins gerir stöðugleikasáttmáli Myntbanda- lagsins grundvallarkröfur til efna- hagslegs stöðugleika, bæði hvað varðar verðbólgu, vexti og ríkisfjár- mál. Það er sennilega ekki stemning fyrir ESB-aðild á Íslandi nú en ef það hefði verið það þá lítur ekki út fyrir í augnablikinu að íslenskur efnahagur uppfylli þær kröfur sem eru settar til að fá að taka þátt í myntsamstarfinu,“ segir hún. „Þessar kröfur eru gerðar til að tryggja að viðkomandi land geti haft gleði af því að hafa fast gengi eða þátttöku í myntsamstarfi. Slíkar forsendur gilda jafnmikið ef Ísland myndi óska þess að binda krónuna við Bandaríkjadal eða norska krónu. Hvað varðar norsku krónuna þá á Noregur frekar lítil viðskipti við Ísland og uppbyggingin á þessum tveimur efnahagskerfum er frekar ólík. Þó að íslenskur hagfræðiprófess- or hafi skrifað um möguleikann á krónusamstarfi milli landa okkar þá er þetta ekki virk umræða í pólitíkinni,“ segir hún. - ghs Fjármálaráðherra Noregs um hugmyndina um að binda krónuna við aðra mynt: Hagkerfi landanna of ólík Áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur hefur framlengt gæslu- varðhald yfir manni, sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum, til 30. apríl. Dætur mannsins eru átta og þrettán ára gamlar. DÓMSMÁL Sýknaður af líkamsárás Hæstiréttur sneri í gær við dómi yfir manni fyrir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Hverfisbarinn árið 2005. Maðurinn hafði verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að kasta glasi fram- an í annan mann, en Hæstiréttur taldi sekt hans ekki sannaða. Páll Gunnar ekki vanhæfur Hæstiréttur úrskurðaði í gær að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, væri hæfur til að rannsaka meint brot Mjólkursamsölunnar, Auðhumlu, og Osta- og smjörsöl- unnar gegn samkeppnislögum. Vildu fyrirtækin að hann viki sæti vegna tiltekinna ummæla hans um málið. ÞÝSKALAND, AP Dómstóll í Þýska- landi hefur kveðið upp þann úrskurð að kennslukonur megi ekki bera alpahúfu frekar en höfuðslæðu að íslömskum hætti. Íslömsk kennslukona brá til þess ráðs, eftir að henni var bannað að bera höfuðslæðu í vinnunni, að setja upp alpahúfu sem huldi hár hennar. Dómstóll segir að skólayfirvöld megi reka kennslukonuna ef hún tekur ekki niður húfuna. Í Nordrhein-Westfalen er bannað að bera trúartákn sem geta brotið gegn óhlutdrægni hins opinbera gagnvart nemendum og foreldr- um þeirra. - gb Dómstóll í Þýskalandi: Alpahúfur bannaðar EKKI Í VIRKRI UMRÆÐU „Þetta er ekki virk umræða í pólitíkinni,“ segir Kristin Halvorsen, fjármálaráð- herra Noregs. MENNING Sendiherra Kanada á Íslandi, frú Anna Blauveldt, afhenti í gær Gaëtan Montoriol, forstjóra frönsku menningarstofn- unarinnar Alliance Francaise á Íslandi, þrjátíu mynddiska með frönsku kennsluefni. Herra Olivier Mauvisseau, sendiherra Frakklands á Íslandi, var einnig viðstaddur afhendinguna. Kanadíska sendiráðið afhendir gjöfina í tengslum við nýafstaðna viku franskrar tungu. Er henni ætlað að stuðla að enn betri frönsku- kennslu á Íslandi, ekki síst meðal barna. Kennsluefnið þykir afar gott en það er framleitt af sjónvarpsstöðinni Téléfrancais TV í Ontario í Kanada. Er efnið sagt krefjandi, gefandi og skemmtilegt. Á diskunum er hver kennslustund sett upp þannig að hún sameinar einfaldan orðaforða og setningarfræði. Er efnið sett fram munnlega og svo endurtekið með letri á skjánum. Frönsk tunga er þannig sett fram á lifandi og skemmti- legan hátt. Ævintýri, sönglög, leikir, spurning- ar og próf gleðja þá sem horfa og hvetja til þátttöku í náminu. - ovd Sendiráð Kanada á Íslandi gefur kennsluefni til franskrar menningarstofnunar: Krefjandi og skemmtilegt efni FRÁ AFHENDINGU GJAFARINNAR Sólveig Simha og Gaëtan Montoriol hjá Alliance Francaise taka við gjöfinni frá Önnu Blauveldt, sendiherra Kanada á Íslandi. Olivier Mauvisseau, sendiherra Frakklands, stendur hjá. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Komdu og re ynsluaktu Volkswagen með sparney tinni bensín- eða d ísilvél. Prófaðu að s para Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur F í t o n / S Í A Tilboðsverð á Polo 1.950.000 kr. Verð áður 2.110.000 krónur. Mánaðarleg afborgun miðast við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 30% útborgun (585.000 kr.). Árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,12%. Eða aðeins 22.790 kr. á mánuði PassatGolfPolo 5,0 l/100 km 4,5 l/100 km Touran 5,9 l/100 km 5,8 l/100 km Eyðsla, miðað við TDI® vél frá Volkswagen í blönduðum akstri. Tiguan 6,9 l/100 km Aukahlutur á mynd: Álfelgur FLUGÞRAUTIR Bandaríski flugkappinn Kirby Chambliss stýrir flugvél sinni fimlega milli hindrana í fyrstu umferð flugkeppni í Abu Dhabi. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.