Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 11. apríl 2008 15 FÉLAGSMÁL Stutt hlé var gert á fundum borgarráðs Reykjavíkur- borgar í gær þegar fundarmenn fengu vatnspásu. Vildi borgarráð með þessu leggja UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lið í að vekja athygli á því alvarlega vandamáli sem takmarkaður eða enginn aðgangur að heilnæmu drykkjarvatni er í heiminum. Á hverjum degi neyðist yfir milljarður jarðarbúa til að svala þorsta sínum með óheilnæmu vatni. Á bilinu 5 til 6 þúsund börn deyja daglega af þessum orsökum og mun fleiri veikjast alvarlega. Skort- ur á aðgengi að hreinu vatni er næstalgengasta dánarorsök barna undir fimm ára aldri. Vatnsvika UNICEF stendur til 13. apríl næstkomandi þar sem viðskiptavin- ir valinna veitingahúsa geta greitt fyrir vatn sem þeir drekka. - ovd Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, vekur athygli á takmörkuðum aðgangi að vatni í heiminum: Borgarráðsmenn skáluðu í vatni GLÖS Á LOFT Fulltrúar í borgarráði gerðu hlé á fundinum til að svala þorsta sínum í gærmorgun. Vatnsvika UNICEF stendur yfir þessa dagana. Safnað er fé sem verður notað til að auka aðgang barna að heilnæmu vatni í yfir níutíu löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NEYTENDAMÁL Síminn og Vodafone hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda um að tilkynna fram- vegis öllum neytendum fyrir fram um verðhækkanir og aðrar breytingar á skilmálum. Hafa neytendur þá einn mánuð til að bregðast við. Þetta kemur fram á vefsíðu talsmanns neytenda. Þar segir enn frekar að fram til þessa hafi slíkar breytingar aðeins verið kynntar með fréttum og upplýs- ingum á vefsíðum fyrirtækjanna auk tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofnunar. Tilefni tilmæla talsmannsins er að fyrirtækin hafa frá áramótum breytt verðskrá sinni til hækkun- ar án þess að tilkynna viðskipta- vinum sínum hverjum og einum um breytingarnar með bréfi, tölvuskeyti eða öðrum hætti. - ovd Tilmæli talsmanns neytenda: Verðhækkanir kynntar betur Das Auto. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Polo er einn af fjölmörgum sparneytnum bílum frá Volkswagen Ef sparneytni væri skrásett vörumerki, væri það að sjálfsögðu í eigu Volkswagen Það er ekki hægt að fá einkaleyfi á orðinu sparneytni. Jafnvel þótt við hjá Volkswagen höfum í raun fundið upp það hugtak. Jafnvel þótt hönnuðir okkar séu á hverjum degi að finna upp leiðir til að auka sparneytnina enn frekar – til dæmis með nýju kraftmiklu TDI dísilvélunum. Komdu og kynntu þér Volkswagen, sölumenn okkar taka vel á móti þér. ALVÖRU SJÁLF- SKIPTINGAR SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN ÖFLUGAR EN HLJÓÐLÁTAR DÍSILVÉLAR EYÐSLU- GRANNAR VÉLAR KOLEFNIS- JAFNAÐIR Í EITT ÁR MINNI LOSUN ÚT Í UMHVERFIÐ HAGKVÆMIR Í REKSTRI OG VIÐHALDI UPPFYLLA STRÖNGUSTU ÖRYGGISSTAÐLA Sparneytni SKÓLAMÁL Foreldrar sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt munu eiga kost á þjónustu- tryggingu meðan beðið er eftir leikskólaplássi eða dagforeldri, samkvæmt tillögu meirihlut- ans í borgarstjórn. Áætlunin ber heitið Borgarbörn og hefur það að markmiði að fjölga leikskólaplássum og kynna ný og ólík úrræði fyrir börn í Reykjavík. Í áætluninni kemur fram að á næstu þremur árum verði leikskólaplássum fjölgað í nýjum leikskólum og nýjum deildum bætt við rótgróna leikskóla. Þjónustutrygging er jafn há greiðsla og Reykjavíkurborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri, eða 35.000 krónur, og stendur til boða eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þessi tímabundna greiðsla er hugsuð sem leið til að auðvelda foreldrum að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær þjónustu dagforeldra eða leikskóla, til dæmis til að greiða þriðja aðila, skyldmenni eða öðrum, fyrir aðstoð. Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila skipta henni á milli sín líkt og lög um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Samkvæmt tillögunni mun þjónustutrygging standa foreldrum til boða frá 1. september á þessu ári. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, segir áætlunina vera stærsta málið sem snýr að leikskólaráði á þessu ári. „Með Borgarbörnum erum við að loka gatinu sem myndast milli fæðingarorlofs og leik- skóla eins og kosningaloforð gerðu ráð fyrir. Eftir níu mánaða meðgöngu og yndislegt níu mánaða fæðingarorlof taka oft við níu mánuðir af óvissu og óþægindum við að reyna að redda ýmsum hlutum, svíkja vinnuveitend- ur og svo framvegis og það er það sem við erum að koma í veg fyrir. Það er átak og kostar gríðarlegan pening en við teljum okkur setja þetta upp á mjög raunhæfan hátt.“ - kg Nýjar tillögur gera ráð fyrir hjálp við að brúa bilið frá fæðingarorlofi til leikskóla: Foreldrar fái þjónustutryggingu ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Formaður leikskóla- ráðs segir áætlunina vera stærsta mál leikskólaráðs á þessu ári. REYKJAVÍK Borgarráð samþykkti í gær samhljóða tillögu Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra um vist fatlaðra barna 10 til 16 ára í frístundaklúbbum í sumar. Veitti borgarráð 19 milljónum króna til verkefnisins. Minnihluti borgarráðs bendir á að borgarstjóri hafi í upphafi ætlað að efna til viðræðna við félagsmálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga um fjármögnun frístundastarfsins. Fagnar minnihlutinn því að hann hafi vikið frá þeirri stefnu og tryggt fjármuni þess í stað. Borgarstjóri mun ræða við þessa aðila um frekari aðgerðir. - sgj Borgarráð leggur til fé: Fötluð börn í frístundaklúbba
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.