Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 34
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Teitur Jónasson Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR fréttir „Reynir Traustason ritstjóri bað mig að taka helgarviðtöl fyrir DV. Ég sló til þar sem ég hafði tíma aflögu og er núna að skrifa mitt fimmta helgarviðtal. Þetta er gott með öðrum verkefnum,“ segir Sigríður Arnardóttir, Sirrý, en hún hóf fjölmiðlaferil sinn sem blaðamaður á Þjóðviljanum aðeins 19 ára gömul. Einnig hefur hún verið ritstjóri á tíma- riti, en er þekktust sem sjónvarps- og útvarpskona. „Mér finnst mjög gaman að skrifa og bara almennt að taka við- töl við fólk. Auk þess fæ ég mikla útrás fyrir sköpunarþörfina í gegnum skrif- in. Ég verð að fást við eitthvað upp- byggilegt og fjalla um fólk. Ég er fé- lags- og fjölmiðlafræðingur svo það skýrir kannski þennan áhuga minn á fólki og samfélaginu,“ segir Sirrý sem er langt frá því að hafa sagt skilið við fjölmiðla eftir að hún hætti hjá Stöð 2 um áramótin. „Mér stóð til boða að fara að vinna á Fréttastofu Stöðvar 2 þegar serían Örlagadagurinn var á enda en ég hafði ekki áhuga á því og ákvað því að snúa mér að öðrum verkefnum.“ Sirrý hefur haft nóg á sinni könnu og er nú að undirbúa stórt verkefni sem hún getur ekki upplýst hvað er að svo stöddu, auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra fyrir hópa í framsækni. „Þetta eru námskeið sem ég hannaði og hef haldið í nokkur ár og er með kvik- myndatökumann með mér. Þar þjálfa ég fólk í öruggri tjáningu og fjölmiðla- framkomu. Það kemur sér vel í mörg- um störfum að geta staðið upp og tjáð sig vel fyrir framan fólk og hafa gaman af en til þess er nú leikurinn gerður.“ Framsækni-námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda en Sirrý miðl- ar þar af áratugalangri reynslu sinni í fjölmiðlum til þátttak- enda. „Hóparnir koma úr öllum stéttum þjóðfélags- ins sem gerir þetta enn þá skemmtilegra. Þetta er ekkert ósvipað því að vera í beinni útsendingu, gagn- virk samskipti, og maður einbeitir sér að því að laða það besta fram í fólki. Á næstunni verð ég líka með námskeið fyrir konur á Tene- rife,“ bætir Sirrý við að lokum alsæl með lífið og til- veruna. bergthora@ frettabladid.is SIRRÝ VILL FREKAR SKRIFA FYRIR DV EN AÐ VINNA Á FRÉTTASTOFU STÖÐVAR 2 Undirbýr stórt verkefni Söngkonan Birgitta Haukdal og unnusti henn- ar, Benedikt Einarsson lögfræðinemi, hafa fjárfest í 211 fermetra húsi við Bakkaflöt 3 í Garðabæ. „Við keyptum þetta hús á dögunum og hlökkum til að flytja,“ segir Birgitta Hauk- dal þegar Föstudagur hafði samband við hana. Það kemur ekki á óvart að Birgitta og Benedikt hafi fjárfest í húsinu því foreldrar hans, Einar Sveinsson og Birna Hrólfsdóttir, búa í Bakka- flöt 10 og stóri bróðir hans, Hrólfur, á húsið að Bakkaflöt 8. Hann býr þó ekki í húsinu eins og stendur því hann leigir þeim Svövu Johansen og Birni Sveinbjörnssyni í augnablikinu. Þótt húsið sé glæsilegt hyggjast þau fara í allnokkrar framkvæmdir í húsinu, meðal ann- ars skipta um eldhúsinnréttingu og gera það eftir sínu höfði. Birgitta og Benedikt eru þó ekki eina framkvæmdaglaða fólkið í götunni því beint á móti þeim, að Bakkaflöt 2, býr frændi Benedikts, Bjarni Benediktsson al- þingismaður, ásamt fjölskyldu sinni og eru þau að byggja við húsið sitt. Birgitta og Bene- dikt bjuggu áður í miðbænum og því má segja að hann sé kominn heim. Birgitta Haukdal og Benedikt Einarsson keyptu Bakkaflöt 3 Komin í faðm fjölskyldunnar Bakkaflöt 2. Bjarni Benediksson alþingismaður er að byggja við húsið sitt. Benedikt og Birgitta eru ekki viss hvenær þau ná að flytja inn í draumahúsið. Bakkaflöt 3. Húsið er 211 fermetrar og stendur á besta stað í Garðabæ. „Við erum að skrifa kvikmynda- handrit fyrir Pegasus en handritið er enn þá í smíðum. Að svo stöddu er ekki komið á hreint hvenær tökur eru áætlaðar enda á margt eftir að gerast í ferlinu áður en það verður ljóst,“ segir Sigtryggur Baldurs- son, tónlistarmaður og handritshöf- undur, en hann og Marteinn Þórs- son kvikmyndagerðarmaður skrifa handritið saman. „Þetta er kómísk morðsaga í sex þáttum. Hún fjallar um samkynhneigt par sem kaup- ir bakarí en þar er ekki allt sem sýnist. Gamli bakarinn var myrt- ur og gengur aftur í bakaríinu og reynir að benda á morðingja sinn með vísbendingum að handan,“ segir Sigtryggur og bætir því við að margar aðrar persónur fléttist inn í söguna en atburðarásin á sér stað í götunni þar sem bakaríið er. „Við Marteinn höfum skrifað nokk- ur handrit saman í gegnum tíðina en þetta er fyrsta handrit- ið okkar sem fer í fram- leiðslu,“ segir Sigtryggur en hann og Marteinn eru gaml- ir vinir. Þetta er annað hand- rit Sigtryggs sem fer í framleiðslu en á síð- asta ári var stuttmynd hans, Loka- hnykkur, frumsýnd. Marteinn hefur getið sér gott orð bæði sem leikstjóri og handritshöfundur en mynd hans Einn komma núll hlaut mikið lof gagnrýnenda og síðar á þessu ári leikstýrir hann Roklandi. Það verður því spennandi að sjá útkomu þessa öfluga tvíeykis. bergthora@365.is Skrifa morðsögu með gamansömu ívafi Sigtryggi Baldurssyni, tónlistarmanni og Marteini Þórssyni kvikmyndagerðar- manni, er margt til lista lagt. Það er ekkert lát á skráningu eigna í sölu þessa daga. Árni Þór Vigfús- son og Mariko Margrét Ragnars- dóttur hafa til dæmis sett penth- ouse-íbúð sína á sölu og sjónvarps- stjarnan Ellý Ármanns hefur sett 300 fermetra einbýlishús á sölu í Hörgshlíðinni. Upphaflega voru tvær íbúðir í húsi Ellýjar og byrjaði hún á því að kaupa efri hæðina sem hún gerði alla upp. Þegar því var lokið keypti hún neðri hæðina og var hún allt síðasta sumar í framkvæmdum til að gera húsið sem fjölskylduvæn- ast. Penthouse- íbúð Árna Þórs og Mariko er 144 fermetr- ar og vilja þau fá 75 milljónir fyrir slotið. Báðar eignirnar eru á sölu hjá Hann- esi Steindórs- syni, fasteigna- sala hjá Remax, en í gegnum tíð- ina hafa íslensku stjörnurnar flykkst með híbýli sín í sölu til hans en hann var lengi sölustjóri á Skjá einum og síðar hjá 365 miðlum áður en hann fór út í fasteignabrans- ann. Hannes er þó ekki bara að selja fyrir Ellý og Árna Þór heldur líka fyrir Völu Matt, Ha- bitat-hjónin Jón Arnar og Ingibjörgu, tónleika- haldar- ann Björn Steinbeck og svo mætti lengi telja. „Fram eftir deginum ætla ég að njóta þess að slæpast með fjölskyldunni minni. Um kvöldið fer ég í þrítugsafmæli til danskrar vinkonu minnar, Irene, auk þess mun ég spila í einkasamkvæmi fyrir bandarískan vin minn með Jónsa í Svörtum fötum. Atriðið var planað með stuttum fyrirvara og verður mjög framandi fyrir mig. Ég byrja alla laugardaga á því að fara á dansnámskeið með eldri dóttur minni sem er mjög hressandi. Um eftirmiðdaginn leik ég með stórsveit Samma í Ráð- húsinu en þar munu öll big-bönd Íslands spila. Þaðan fer ég í Þjóðleikhúsið og spila í sýningunni Baðstofan. Árshátíð stórsveitar Samma er plön- uð þetta sama kvöld og hver veit nema að ég kíki þangað eftir sýninguna. Á sunnudags- morgnum förum við oftast í barnamessu og það verður líklegast engin undanteking á sunnudaginn, síðan fer ég örugglega í íbúðina sem við vorum að kaupa, reyni að mála og gera eitthvað af viti. Mun enda helgina á því að grilla og njóta þess að vera með fjölskyldunni.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Helgi Svavar Helgason tónlistarmaður 2 • FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.