Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 36
Hinar hollensku Bugaboo-kerr- ur hafa verið gríðarlega vinsælar síðustu árin og þá sérstaklega hjá fræga fólkinu í útlöndum. Þegar Nanna Kristín Magnúsdóttir leik- kona var ólétt komst hún í kynni við kerrurnar. Þegar hún ákvað að opna barnavöruverslunina Stubb- asmiðjuna í Holtagörðum kom ekkert annað til greina en að selja kerrurnar þar. „Nína Dögg, vin- kona mín og leikkona, á Bugaboo- kerru. Þegar ég var ófrísk ráð- færði ég mig við hana og Selmu Björnsdóttur, vinkonu mína, sem á aðra tegund af kerru. Nína Dögg var svo sannfærandi að ég kolféll fyrir Bugaboo. Eftir það fór ég að grennslast fyrir og komst þá að því að ég yrði að kaupa mér far- miða til útlanda ef ég ætlaði að fá mér þessa kerru því þær fengust ekki hér. En nú verður breyting á því við munum selja allar tegund- irnar af Bugaboo í Stubbasmiðj- unni,“ segir Nanna Kristín. Þegar hún er spurð að því hvað hafi heill- að hana mest við kerruna segir hún að það hafi verið hvað þær væru praktískar. Það er hægt að brjóta þær saman með einu handtaki og svo eru þær úr áli og því fisléttar. „Svo skiptir útlitið alltaf máli og gaman að leika sér með litina. Það er hægt að skipta um lit á skerm- unum og svuntunum sem gerir kerruna mun eigulegri,“ segir hún. Þótt Nanna Kristín sé að opna barnavöruverslun segist hún alls ekki vera hætt að leika. „Ég er í fæðingarorlofi, sonur minn, Krist- inn Kolur, er fjögurra mánaða og ég er því að vinna í þessu í orlof- inu. Þetta lá beinast við núna því ég fékk svo mikinn áhuga á öllu sem tengist meðgöngu og börn- um þegar ég var ólétt. Þetta er af- raksturinn af því og ég er ánægð með það.“ Hún segist heilmikla listræna útrás en í búðinni eru 13 barnaherbergi sem hún er að inn- rétta ásamt starfsfólkinu. Nanna Kristín ætlar að geysast fram á leiksviðið að fæðingarorlofi loknu. Þeir sem hyggjast fjárfesta í Bugaboo-kerru ættu að koma á laugardaginn því þá veður Robb- ert Cohen de Lara frá Bugaboo í versluninni. martamaria@365.is Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona er ekki hætt að leika þótt hún opni barnavöruverslun Fær útrás fyrir sköpunar- kraftinn í fæðingarorlofinu Nanna Kristín segir að í sumar muni enn ein nýjungin frá Buga- boo líta dagsins ljós þegar bílstóll frá þeim kemur á markað. Þeir sem vilja skoða kerrurnar betur geta farið inn á bugaboo.com. Arnar Þór Gíslason, eigandi Ólivers, segir að Blue Cari- bic sé heitasti drykkurinn á staðnum í dag. Fyrir þá sem vilja sturta í sig bláum veig- um heima hjá sér geta sett 3 cl af Reyka-vodka í glas, 2 cl af M.B. Blue og fyllt svo upp með grape-gosi. Til að full- komna stemninguna er dás- amlegt að setja regnhlífar og annað baðstrandaskraut í drykkinn, strá sandi á stofu- gólfið og fara í Kanaríeyjafötin. Kreppa hvað? Blár yndis- auki DRYKKUR VIKUNNAR 4 • FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.