Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 42
 11. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Fáir tengja listamenn við íþróttir þótt afreksmenn á því sviði leynist vissulega í þeirra röðum. Samt sem áður verður í sumar starfrækt íþróttabandalag þar sem listamenn safnast saman og spretta á eftir boltanum. „Við vorum að tala í síma, ég og Bryndís Ragnarsdóttir myndlistarkona, um hreyf- ingu og íþróttir. Hvað listamenn eru oft út- undan einhvern veginn.“ segir Snorri Ás- mundsson myndlistarmaður rólega og gerir hlé á ræðu sinni til að hugsa. „Þetta er svona annað mengi af fólki sem hefur sjald- an áhuga á íþróttum. Þá datt okkur í hug að stofna Íþróttabandalagið eða ÍBÐ sem verður liður í að draga listamennina út að hlaupa.“ Snorri segir félagið vera í viðræðum við óskaþjálfara en upprunalega stóð til að fela góðkunningja í íþróttaheiminum hlutverk- ið. „Okkur langaði helst til að fá Bjarna Fel- ixson til að þjálfa. Hann treysti sér ekki í það en gerðist þess í stað heiðursfélagi,“ segir Snorri, sem telur þó vissara að nefna engin nöfn á þjálfurum fyrr en málið er komið í höfn. „Við ætlum samt að vera dug- leg að æfa okkur. Þetta er kynjablandað lið því þarna munu bæði karlar og konur spila saman. Svo verður þetta sennilega ný teg- und af fótbolta. Við ætlum að þróa nýjar leikaðferðir, nýjar leikreglur og það gætu komið upp spennandi aðferðir sem gætu nýst knattspyrnumönnum víða um heim,“ segir Snorri og Bryndís Ragnarsdóttir myndlistarkona, sem er meðlimur í banda- laginu, tekur í sama streng. Íþróttabandalagið ÍBÐ ætlar að spila við hina ýmsu hópa í samfélaginu sem vilja. Auk þess sem bandalagið stefnir hærra og vílar ekki fyrir sér að skora úrvalsdeildar- lið og landsliðið á hólm. Snorri segir að það yrði spennandi að sjá útkomuna. „Búning- urinn á liðið er reyndar ekki tilbúinn en það eru alls konar hugmyndir um hann. Hann á örugglega eftir að rugla andstæðinginn í ríminu. Ein af okkar brellum er meðal ann- ars að vera með búninga sem rugla,“ út- skýra Snorri og Bryndís. Snorri segir fólk oft með fordóma gagn- vart listamönnum, eins og þeir kunni bara að leika sér en taki ekki þátt í samfélaginu af alvöru. Sömuleiðis hafi listamenn oft for- dóma fyrir fótboltamönnum sem slá megi á. ÍBÐ er liður í að breyta þeirri ímynd og sýna að listamenn geta líka verið fyrir- myndar þjóðfélagsþegnar. „Þarna verður fólk sem kann ekki fót- bolta og því þarf að nota það í aðra hluti í bandalaginu. Þetta verða pottþétt óvenju- leg hlutverk sem menn munu leika og við hlökkum mikið til,“ segir Snorri og held- ur áfram: „Ef við erum hins vegar að spila við landsliðið þar sem dómari dæmir eftir þeirra reglum þá verðum við að hlíta þeim. Samt eiga boð og bönn ekki vel við listafólk- ið í ÍBÐ. Og eiginlega eru boð og bönn bönn- uð í Íþróttabandalaginu.“ - nrg Úrvalslið lista- manna í fótbolta Boltinn mundaður milli vina í Listasafni Íslands. Íþróttabandalagið stefnir á góða spretti í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA Bjarni Fel heiðursfélagi gefur Snorra og Bryndísi góð boltaráð. FRÉTTABLAÐIÐ /VALLI Sumardagurinn fyrsti er á næstu vorgrösum. Þá er kominn tími til að minnast góðra stunda við útileik. Draga fram leikföng fyrir bæði fjölskyldur og börn. Demba sér síðan í badminton, krikket, kubb eða yfir. Láta boltann skoppa um allar koppagrundir og gleyma sér við sandkökur úti í sandkassa með skóflu í hönd. Vorið er komið og grundirnar gróa Hjólbörur, skófla, fata og mót fyrir krakka á öllum aldri. Sandkassinn er staðurinn á vorin. Settið fæst í Hagkaupum, Skeifunni. Kostar 2.999 krónur. Kubb-fjölskylduspilið frá Intersport. Til- valið á Klambratúni eða í sumarbústað- inn í sumar. Kostar 4.990 krónur. Krikket sem fær fjölskylduna í æsispennandi leik um allan garð. Fæst í Rúmfatalagern- um. Kostar 990 krónur. Bolti fyrir hollí hú og aðra hoppandi skoppandi leiki. Frá Rúmfatalagernum. Kostar 399 krónur. Badminton með mjúkri kúlu og fokku. Það er full ástæða til að slá í gegn í sumar. Frá Hagkaupum, Skeifunni. Kostar 349 krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.