Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 61
FÖSTUDAGUR 11. apríl 2008
Tillögur að nýrri byggingu fyrir Hönnunarsafn Íslands eru
til sýnis í sýningarsal safnsins við Garðatorg.
Hönnunarsafnið mun rísa á lóð við Garðatorg og verður
eitt af helstu kennileitum í nýjum miðbæ Garðabæjar.
Alls bárust 36 tillögur í samkeppni um hönnun hússins.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18
dagana 10.-27. apríl.
Aðgangur ókeypis.
1. VERÐLAUN
G
ra
fik
a
20
08
Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ
Ísland og umheimurinn
UMRÆÐAN
Alþjóðleg viðskipti
Í þeim brotsjóum alþjóða fjármála-
markaða sem riðið hafa
yfir heiminn að undan-
förnu hafa Íslendingar
æ ofan í æ þurft að bera
til baka ranghugmynd-
ir og rógburð um
íslenskt viðskiptalíf á
erlendum vettvangi.
Við bregðumst að vanda hart við:
Ef þeir sem hæst hrópa kynna
sér málin mun sú staðreynd blasa
við svart á hvítu að íslenskir
bankar, íslensk fyrirtæki og
íslenskt efnahagslíf eru mestan
partinn ágætlega rekin og standa
traustum fótum í bráð og lengd.
Flestum ber saman um að sú
bylting sem hefur orðið á
Íslensku samfélagi og atvinnulífi
á síðasta áratug sé þrekvirki sem
þjóðin á að vera stolt af. Íslenska
útrásin er undur sem ekki aðeins
á fyllilega rétt á sér heldur er
rökrétt framhald af hinni róm-
uðu vinnusemi Íslendinga, þekk-
ingu þeirra og réttum ákvörðun.
Ef vel er haldið á spilunum er
hún komin til að vera.
Við stöndum hins vegar á
krossgötum. Viðfangsefnið er
margslungið og kallar á hug-
rekki, vandvirkni og djúpa íhug-
un og að sjálfsögðu mun taka
tíma að koma umheiminum í
skilning um okkur. Þetta erfiða
og á köflum auðmýkjandi verk
útheimtir gagngera þekkingu á
alþjóðlegum samskiptum svo og
viðhorfum og menningu okkar
helstu viðskiptaþjóða. Hvernig
getum við komið umheiminum í
skilning um hver við erum og
hvað við raunverulega
stöndum fyrir.
Hvað er til ráða?
Nýlega lét Viðskiptaráð
gera yfirgripsmikla
könnun sem afhjúpaði
þá óþægilegu staðreynd
að flestir útlendingar
vissu sáralítið um Íslend-
inga, menningu þeirra
og listir. Við verðum að
setja í það mannafl og
fjármuni til að bæta úr
þessu þar sem heimurinn veit að
ekkert kynnir land og þjóð, sál
hennar og innviði eins vel og
listir og menning.
Eins mæli ég með því að við
lítum í eigin barm og veltum því
fyrir okkur hvernig erlendir aðil-
ar sem eiga viðskipti við Ísland
upplifa okkur í raun og veru. Því
miður höfum við öll heyrt þess
dæmi að á ýmsu hefur gengið í
þessum efnum og margir aðilar
sem hér vilja starfa og vinna vel
hafa orðið fyrir barðinu á mikl-
um fordómum, ranghugmyndum
og já, jafnvel árásum. Ég nefni
dæmi: Álverið í Straumsvík
hefur um áratuga skeið starfað á
heimsmarkaði og rekið hér vel
afskaplega gjöfult og fyrirtæki.
Meðan við héldum við gætum
ekki án þeirra verið áttum við
ekki orð til að lýsa aðdáun okkar
og þakklæti á þessum erlendu
vinum okkar. Þegar velmegunin
stóð sem hæst og við töldum
okkur ekki lengur „þurfa á þeim
að halda“ datt fyrirtækið úr tísku
og mátti muna sinn fífil fegri.
Hvernig skyldi umsögn þess-
ara aðila vera um Ísland og
þeirra upplifun í þröngum hópum
stærstu aðila í kauphöllum
heims? Eða annara þeirra fyrir-
tækja í kauphöllum erlendis með
samstarf við helstu fjárfestinga-
sjóði í heimi með starfsemi hér-
lendis og hafa slíka upplifun af
samskiptum við okkur. Hvernig
skyldu þeir bera okkur söguna?
Bananalýðveldi eða sanngjarnt
land í viðskiptum við aðra?
Verkefnið er komið til að vera
Ég vona sannarlega að við sýnum
þeim þrönga en vonandi vaxandi
hópi aðila sem áhuga hafa á
rekstri hérlendis hver við erum.
Í þessum efnum er verkefnið
ÍSLAND BEST Í HEIMI sannar-
lega þess virði að við öll stöndum
saman um þá ímyndarherferð,
framtíð okkar og komandi kyn-
slóðum til heilla um aldur og
ævi.
Markmiðið hlýtur alltaf að
vera að við komum fram við aðra
eins og við viljum að þeir komi
fram við okkur: Af skilningi,
sanngirni og heiðarleika. Krefj-
umst við velvildar annara er best
að við lærum að beita henni í hví-
vetna sjálf. Vandi fylgir vegsemd
hverri.
Það blása vindar víðar en á
Íslandi. En þessir skjálftar eru
ekki merki um hrun heldur
traustabresti í hinu kornunga
alþjóðlega fjármálakerfi, sem
þarf að þjóna hagsmunum æ
fleiri þjóða og þjóðarbrota. Allra
stærstu tækifærin eru ekki að
baki, heldur framundan. Ef
þjóðin gerir það sem til þarf mun
draumurinn rætast um land þar
sem velmegun nær ekki aðeins
til fárra útvaldra, heldur til
þjóðar innar í heild sinni.
Höfundur er athafnakona. Lengri
útgáfu greinarinnar má lesa á
Vísi.
MARGRÉT
HRAFNSDÓTTIR