Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 70

Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 70
 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Á laugardagskvöldið klukkan 20.30 er komið að flutningi á fjórða alheimshreingjörningi Önnu Richardsdóttur á Akureyri en alls verða þeir tíu talsins. Gjörningurinn, sem nefnist „Hreingjörningur í lit“, er unninn og fluttur af Önnu Richardsdóttur, dansara og gjörningalistakonu, myndlistarkonunum Brynhildi Kristinsdóttur og Jónu Hlíf Hall- dórsdóttur og tónlistarmönnunum Kristjáni Edelstein og Wolfgang Sahr ásamt Þorbjörgu Halldórs- dóttur leikmyndahönnuði. Gjörn- ingurinn verður fluttur í bíla- geymslu við Norðurorku að Rangárvöllum klukkan 20.30. Verkið er samið af Önnu Richards- dóttur en í náinni samvinnu við listafólkið. Verkið fjallar um hvernig lífið setur mismunandi liti á hinar mis- munandi persónur tilverunnar. Þar má til að mynda sjá Gotthildi, stolta og smart, svífandi á skýi eigin hroka, og fall hennar við það að komast í snertingu við liti lífs- ins. Einnig kynnumst við Blót- hildi, en hún fórnar því dýrmæt- asta sem hún á og tapar öllu. Tilveran býður henni þó upp á heilun. Anna flytur verkið innan hugmyndaramma en margt er spunnið á staðnum. Kristján Edelstein tónlistar- maður vinnur svipað að tónskúlpt- úrnum, hann vinnur eftir hug- myndaramma en gefur sér frelsi til spuna og þar með túlkunar sem verður til á staðnum. Wolfgang og Anna hafa oft unnið saman og hafa þróað samvinnu sem byggist á gagnkvæmri hlustun. Leikmynd Þorbjargar Halldórsdóttur er uppspretta tónverksins að hluta og Anna notar hana til fram- kvæmda í verkinu. Jóna Hlíf hannar lýsingu í verkið í sam- vinnu við og útfrá hugmyndum hinna en hún hefur einnig áhrif á þróun verksins með tillögum en það sama gerir Brynhildur. Þannig er verkið allt samvinna listamann- anna sem að því koma. Auk gjörningsins er myndlistar- sýning þar sem sýndar eru mynd- ir og innsetningar um hreingjörn- inga eftir fólk alls staðar í heiminum sem eru þátttakendur í alheimshreingjörningi í tíu eða færri ár. Þess má geta að eftir tvær vikur mun Anna taka þátt í listahátíð í St. Pétursborg með gjörningi. pbb@frettabladid.is Alheimsgjörningur á Akureyri MYNDLIST Anna Richardsdóttir gjörningalistakona og dansari. Á morgun kl. 17 er efnt til gjörn- ingahátíðar í nýju húsnæði Kling og Bang en galleríið er nú flutt í gamla Samhjálparhúsið á Hverfis- götu 42. Þar var forðum til húsa Kvikmyndaklúbbur Þorgeirs Þorgeirsonar. Það eru listamenn- irnir Ásmundur Ásmundsson, Auxpan, Hannes Lárusson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ólöf Björnsdóttir, Monika Frycova, Sigtryggur Berg Sigmarsson og Snorri Ásmundsson sem verða öll með gjörning hvert í sínu lagi af sitt hverju tagi. Listamennirnir hafa kallað sér til aðstoðar lífskúnstnerinn og list- unnandann Ármann Reynisson og mun það vera í fyrsta sinn sem hann leggur Kling og Bang- hópnum lið. Öll þau sem standa fyrir gjörning- um á morgun hafa notað gjörninga í list- sköpun sinni. Ármann mun einnig verða með einkunnagjafir eftir hvern gjörning í anda Idol- mótaraðarinnar sem fræg er orðin. Landsmenn eru hvattir til að fjölmenna í Kling og Bang á morgun, en dagskráin hefst kl. 17, og horfa á og njóta gjörninga af ýmsum gerð- um og gæðum. Uppákom- an verður ekki endurtek- in. - pbb Gjörningar í Samhjálp MYNDLIST Snorri Ásmundsson er í forsvari fyrir gjörningahátíð Kling og Bang. 10 - 11 - 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ALLAR SÍÐUSTU SÝNINGAR FIMMTUDAGUR 10. APRÍL KL. 20 TIL FLUGS – SÖNGTÓNLEIKAR. HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG ANTONÍA HEVESI. LÖG GUNNAR REYNIR OG LJÓÐ HRAFN HARÐARSON. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL KL. 16 FIÐLUTÓNLEIKAR – LHÍ. GUÐNÝ ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir LAUGARDAGUR 12. APRÍL KL. 17 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR IVAN KLÁNSKÝ. TUNGLSKINSSÓNATAN, NÆTURLJÓÐ CHOPINS O.FL. SLAGHÖRPUSNILLD! SUNNUDAGUR 13. APRÍL KL. 16 KLARÍNETTUTÓNLEIKAR - LHÍ KRISTJÁN RÚNARSSON Aðgangur ókeypis, allir velkomnir Hárbeitt verk í hrárri sýningu Engisprettur e. Biljana Srbljanovic Fyndið og sorglegt verk um allar hliðar fjölskyldulífsins sýn. fös. 11/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 12/4 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýningar. lau 12/4, sun. 13/4 örfá sæti laus, næstsíðasta sýning Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fös. 11/4 uppselt, sun 13/4 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson Minnum á seiðandi síðdegissýningar sýn. lau 12/4, sun. 13/4 örfá sæti laus „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is Einstök leikhúsupplifun PBB FBL , 29/3 „Þetta var góð sýning“ EB FBL , 7/4 Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.