Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 70
11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
Á laugardagskvöldið klukkan
20.30 er komið að flutningi á
fjórða alheimshreingjörningi
Önnu Richardsdóttur á Akureyri
en alls verða þeir tíu talsins.
Gjörningurinn, sem nefnist
„Hreingjörningur í lit“, er unninn
og fluttur af Önnu Richardsdóttur,
dansara og gjörningalistakonu,
myndlistarkonunum Brynhildi
Kristinsdóttur og Jónu Hlíf Hall-
dórsdóttur og tónlistarmönnunum
Kristjáni Edelstein og Wolfgang
Sahr ásamt Þorbjörgu Halldórs-
dóttur leikmyndahönnuði. Gjörn-
ingurinn verður fluttur í bíla-
geymslu við Norðurorku að
Rangárvöllum klukkan 20.30.
Verkið er samið af Önnu Richards-
dóttur en í náinni samvinnu við
listafólkið.
Verkið fjallar um hvernig lífið
setur mismunandi liti á hinar mis-
munandi persónur tilverunnar.
Þar má til að mynda sjá Gotthildi,
stolta og smart, svífandi á skýi
eigin hroka, og fall hennar við það
að komast í snertingu við liti lífs-
ins. Einnig kynnumst við Blót-
hildi, en hún fórnar því dýrmæt-
asta sem hún á og tapar öllu.
Tilveran býður henni þó upp á
heilun. Anna flytur verkið innan
hugmyndaramma en margt er
spunnið á staðnum.
Kristján Edelstein tónlistar-
maður vinnur svipað að tónskúlpt-
úrnum, hann vinnur eftir hug-
myndaramma en gefur sér frelsi
til spuna og þar með túlkunar sem
verður til á staðnum. Wolfgang og
Anna hafa oft unnið saman og
hafa þróað samvinnu sem byggist
á gagnkvæmri hlustun. Leikmynd
Þorbjargar Halldórsdóttur er
uppspretta tónverksins að hluta
og Anna notar hana til fram-
kvæmda í verkinu. Jóna Hlíf
hannar lýsingu í verkið í sam-
vinnu við og útfrá hugmyndum
hinna en hún hefur einnig áhrif á
þróun verksins með tillögum en
það sama gerir Brynhildur. Þannig
er verkið allt samvinna listamann-
anna sem að því koma.
Auk gjörningsins er myndlistar-
sýning þar sem sýndar eru mynd-
ir og innsetningar um hreingjörn-
inga eftir fólk alls staðar í
heiminum sem eru þátttakendur í
alheimshreingjörningi í tíu eða
færri ár.
Þess má geta að eftir tvær vikur
mun Anna taka þátt í listahátíð í
St. Pétursborg með gjörningi.
pbb@frettabladid.is
Alheimsgjörningur á Akureyri
MYNDLIST Anna Richardsdóttir gjörningalistakona og dansari.
Á morgun kl. 17 er efnt til gjörn-
ingahátíðar í nýju húsnæði Kling
og Bang en galleríið er nú flutt í
gamla Samhjálparhúsið á Hverfis-
götu 42. Þar var forðum til húsa
Kvikmyndaklúbbur Þorgeirs
Þorgeirsonar. Það eru listamenn-
irnir Ásmundur Ásmundsson,
Auxpan, Hannes Lárusson, Hulda
Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg
Magnadóttir, Ólöf Björnsdóttir,
Monika Frycova, Sigtryggur
Berg Sigmarsson og Snorri
Ásmundsson sem verða öll með
gjörning hvert í sínu lagi af sitt
hverju tagi.
Listamennirnir hafa
kallað sér til aðstoðar
lífskúnstnerinn og list-
unnandann Ármann
Reynisson og mun það
vera í fyrsta sinn
sem hann leggur
Kling og Bang-
hópnum lið. Öll
þau sem standa
fyrir gjörning-
um á morgun
hafa notað
gjörninga í list-
sköpun sinni.
Ármann mun
einnig verða með einkunnagjafir
eftir hvern gjörning í anda Idol-
mótaraðarinnar sem fræg er
orðin. Landsmenn eru hvattir til
að fjölmenna í Kling og Bang á
morgun, en dagskráin hefst
kl. 17, og horfa á og njóta
gjörninga af ýmsum gerð-
um og gæðum. Uppákom-
an verður ekki endurtek-
in. - pbb
Gjörningar í Samhjálp
MYNDLIST Snorri Ásmundsson
er í forsvari fyrir gjörningahátíð
Kling og Bang.
10 - 11 - 17 - 18 - 24 - 30. apríl
kl 20.00 alla daga
ALLAR SÍÐUSTU
SÝNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL KL. 20
TIL FLUGS – SÖNGTÓNLEIKAR.
HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG
ANTONÍA HEVESI.
LÖG GUNNAR REYNIR OG
LJÓÐ HRAFN HARÐARSON.
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL KL. 16
FIÐLUTÓNLEIKAR – LHÍ.
GUÐNÝ ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir
LAUGARDAGUR 12. APRÍL KL. 17
TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR
IVAN KLÁNSKÝ.
TUNGLSKINSSÓNATAN,
NÆTURLJÓÐ CHOPINS O.FL.
SLAGHÖRPUSNILLD!
SUNNUDAGUR 13. APRÍL KL. 16
KLARÍNETTUTÓNLEIKAR - LHÍ
KRISTJÁN RÚNARSSON
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir
Hárbeitt verk í
hrárri sýningu
Engisprettur e. Biljana Srbljanovic
Fyndið og sorglegt verk um allar hliðar fjölskyldulífsins
sýn. fös. 11/4 örfá sæti laus
Vígaguðinn
e. Yasminu Reza
sýn. lau. 12/4 örfá sæti laus
Baðstofan e. Hugleik Dagsson
sýningar. lau 12/4,
sun. 13/4 örfá sæti laus, næstsíðasta sýning
Sá ljóti
e. Marius von Mayenburg
sýn. fös. 11/4 uppselt, sun 13/4 örfá sæti laus
Sólarferð e. Guðmund Steinsson
Minnum á seiðandi síðdegissýningar
sýn. lau 12/4, sun. 13/4 örfá sæti laus
„Þau eru frábær, öll fjögur…
Þetta er hörkugóð sýning...!“
Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
Einstök leikhúsupplifun
PBB FBL , 29/3
„Þetta var góð sýning“
EB FBL , 7/4
Bráðfyndið og
ágengt gamanleikrit
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið