Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 78
46 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen hefur spilað einstaklega vel í úrslitakeppninni. Sveinbjörn hefur skorað ellefu stig eða meira í öllum fimm leikjum ÍR-inga, er með 14,2 stig að meðaltali í leik og hefur hitt úr tveimur þriðju skota sinna, þar af 7 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Sveinbjörn skoraði 19 stig í 17 stiga sigri ÍR á Keflavík í öðrum leiknum sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni. „Þetta er ofboðslega gaman og við erum að spila flottan körfubolta eins og staðan er í dag. Ef við horfum á stigatöfluna sést að allt liðið er að leggja sitt af mörkum og við erum með gott lið. Við höfum verið að byggja liðið markvisst upp í allan vetur og nú erum við vonandi að uppskera,” segir Sveinbjörn en ÍR vann aðeins 10 af 22 leikjum sínum í deildinni og endaði í 7. sætinu. ÍR-ingar hafa hins vegar unnið 4 af fyrstu 5 leikjum sínum í úrslitakeppninni og eru nú einum sigri frá lokaúrslitunum. „Við erum með tvo hrikalega hákarla í liðinu í þeim Hreggviði og Nate og svo erum við hinir tilbúnir þegar við fáum okkar færi. Þeir tveir eru leiðtogarn- ir,” segir Sveinbjörn en þeir Nate og Hreggviður hafa spilað frábærlega í úrslitakeppninni, Hreggviður hefur skorað 17,4 stig að meðaltali í leik og Nate er með 15,8 stig og 10,2 stoðsendingar að meðaltali í fimm fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. „Þetta lítur vel út hjá okkur en þetta er hvergi nærri búið því að við þurfum að vinna þrjá leiki. Næsti leikur er í Keflavík og við vitum að þeir eiga eftir að mæta dýrvitlausir í þann leik. Við ætlum að gera það líka og ég sé heldur ekki ástæðu til annars því við viljum klára þetta í þremur leikjum,” sagði Sveinbjörn en þriðji leikurinn er einmitt í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. Deildar- meistarar Keflavíkur verða að vinna því annars eru þeir komnir í sumarfrí. ÍR-INGURINN SVEINBJÖRN CLAEESEN: HEFUR HITT ÚR 67 PRÓSENTUM SKOTA SINNA Í ÚRSLITAKEPPNINNI Við erum með tvo hrikalega hákarla í liðinu FÓTBOLTI Bjarni Þorsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður, hefur rifið skóna fram úr hillunni á nýjan leik og ætlar að leika með Þrótturum í Landsbankadeildinni í sumar. Frá þessu var greint á heimasíðu Þróttar í gær. Bjarni, sem er 31 árs gamall, er uppalinn hjá KR og lék þar lengst af sínum ferli. Hann fór utan til Þýskalands árið 1999 og gekk svo í raðir norska liðsins Molde 2001. Bjarni lék síðast alvöru fótbolta sumarið 2006 en gat þá lítið spilað vegna meiðsla. Hann tók sér í kjölfarið frí frá knattspyrnu. Bjarni Þorsteinsson: Leikur með Þrótti í sumar BJARNI ÞORSTEINSSON Mun eflaust styrkja lið Þróttar mikið. HANDBOLTI Gylfi Gylfason á frekar von á því að vera áfram í Þýskalandi á næstu leiktíð en útilokar þó ekki að koma heim í sumar. Félag Gylfa, Wilhelmshaven, er í harðri botnbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og situr í neðsta sæti sem stendur. Reyndar eru aðeins tvö stig í lið sem er ekki í fallsæti. Samningur Gylfa við félagið rennur út í sumar og framhaldið verður ekkert skoðað fyrr en í lok tímabils. „Við sjáum hvað setur. Þess utan hef ég heyrt í nokkrum úrvalsdeildarliðum en veit samt ekki hversu mikinn áhuga þau hafa á mér. Það skýrist síðar. Ég mun fara vel yfir málin í lok leiktíðar og ef ekkert gott kemur upp þá gæti vel farið svo að ég komi bara heim,“ sagði Gylfi, sem hefur spilað í Þýskalandi síðustu átta ár en hann er þrítugur að aldri. - hbg Gylfi Gylfason: Líklega áfram í Þýskalandi > Landa Haukarnir titlinum í kvöld? Lið Hauka getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í N1- deild karla í handbolta með sigri gegn Fram að Ásvöllum í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15. Haukar eru sem stendur með 38 stig þegar fimm leikir eru eftir í N1-deildinni og með sigri geta þeir náð tíu stiga forskoti á HK og Fram. Fram gæti þá ekki náð þeim að stigum og HK gæti í besta falli fengið jafn mörg stig en þar sem Haukarnir hafa nú þegar unnið þrjá af fjórum leikjum sínum gegn HK í vetur myndu þeir vera með betri innbyrðisstöðu og þar af leiðandi vinna deildina. HANDBOLTI Fannar Þorbjörnsson hefur ákveðið að spila með Stjörnunni næsta vetur. Hann hefur undanfarin ár leikið með Fredericia á Jótlandi. Magnús Kári Jónsson var svo ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu í gær til næstu þriggja ára. - hbg Félagaskipti í handboltanum: Fannar fór í Stjörnuna KÖRFUBOLTI Snæfellingar unnu sinn fjórða leik í röð í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með 79-71 sigri á Grindavík í Stykkis- hólmi í gærkvöldi. Snæfell er þar með 2-0 yfir í undanúrslitaeinvígi liðanna og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitum í þriðja sinn. Grindvíkingar byrjuðu leikinn vel, skoruðu 14 stig úr hraðaupp- hlaupum í fyrsta leikhlutanum og leiddu 25-14 eftir hann. Smám saman tókst Snæfellingum hins vegar að hægja á leiknum og hægt og rólega tóku þeir völdin. Snæfell skoraði síðan 16 af fyrstu 23 stig- um seinni hálfleiks og náðu frum- kvæðinu, sem þeir héldu út leik- inn og unnu sannfærandi sigur. Hver að bauka í svona horni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var niðurlútur eftir leik enda var furðulegt að sjá Grindavíkurliðið koðna niður eftir frábæra byrjun. „Við spiluðum ágætlega fyrstu tíu mínúturnar og vorum þá í ökumannssætinu en svo verður þetta bara andlaust hjá okkur, hver fer að bauka í sínu horni og þá erum við bara ekki góðir. Menn þurfa að vera stemmdir, menn þurfa að vinna saman og það þarf að ljóma af mönnum. Það var fínt í fyrri hálf- leik en síðan var það ekki til í seinni hálfleik. Ég veit ekki hvort okkur hungrar ekki nóg í titil en það virðist vera meira hungur í þeim en okkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Við erum komnir með bakið upp við vegg og tímabilið er bara búið ef við töpum á heimavelli á laugardaginn. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn vilji láta skjóta sér út 3-0. Nú þurfum við bara að hugsa um að vinna þennan eina leik og þetta er bara eini leikurinn í heiminum. Við þurfum að klára hann með stæl en við þurfum að breyta miklu til þess að það gerist,“ sagði Frið- rik. Þeir drepa okkur ef þeir hitta Hlynur Bæringsson átti frábæran leik í liði Snæfells og fór að þessu sinni létt með Bandaríkjamanninn Jamaal Willimas. „Þetta leit ekki vel út í byrjun því þeir voru að setja mjög erfið þriggja stiga skot beint í grillið á okkur og voru líka að skora úr hraðaupphlaupum. Það er leiðin til þess að skora hjá okkur og við viljum að það sé leið- in til þess að skora hjá okkur. Ef þú gerir það þá kemstu tíu stigum yfir. Mér fannst við ekki vera svo slakir þó að við höfum lent undir,“ sagði Hlynur, sem segir Snæfells- liðið leggja áherslu á að loka á þriggja stiga skyttur Grindavík- ur. „Ég held að ég hafi ekki séð eitt einasta galopið þriggja stiga skot hjá þeim í kvöld og það er eins gott því að við vitum það að ef þessir menn hitna eru þeir búnir að drepa okkur eins og sást í byrj- un,“ sagði Hlynur. Hlynur lenti í vandræðum með Jamaal Williams í fyrsta leiknum en í gær hélt hann honum í 10 stig- um og 33 prósenta skotnýtingu. „Ég reyndi að skoða hann vel og þjálfarinn hjálpaði mér með það hvernig væri best að dekka hann. Ég fékk líka góða hjálp,“ sagði Hlynur, sem náði tröllatvennu í gær, skoraði 20 stig, tók 21 frákast og varði 7 skot. „Það er sjaldgæft að ná að verja sjö skot og ég man að einu sinni blokkaði ég sjö skot yfir allt árið. Þetta var bara ágætt hjá mér í dag og skiptir mestu að ég var að standa mig eitthvað betur en í vörninni í síðasta leik. Jamaal var þá alltaf að komast of nálægt körfunni og ég varð bara að bæta það. Þetta lítur mjög vel út en við erum bara hálfnaðir að okkar tak- marki í ár,“ sagði Hlynur. Slokknaði á Grindavík Hlynur átti stórleik hjá Snæfelli, Sigurður Þorvaldsson og Anders Katholm léku mjög vel eins og í fyrsta leiknum og liðið fann ekk- ert fyrir því þótt að Justin Shouse ætti leik undir meðallagi og tapaði meðal annars 7 boltum. Adama Darboe og Páll Axel Vil- bergsson fóru mikinn í upphafi leiks og voru með 17 stig og 78 prósent skotnýtingu í fyrsta leik- hluta en voru síðan aðeins með 12 stig og náðu aðeins 11 skotum á körfuna það sem eftir var leiks. Þorleifur Ólafsson fann heldur ekki körfuna eins og í fyrsta leikn- um og munar um minna. ooj@frettabladid.is Hlynur fór hamförum í Fjárhúsinu Hlynur Bæringsson náði tröllatvennu í Hólminum í gærkvöldi og Snæfellingar komu til baka eftir slæma byrjun. Snæfell vann 79-71 og er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitarimmuna. FLJÓTUR Hinn magnaði bakvörður Snæfells, Justin Shouse, keyrir hér framhjá Grinda- víkurvörninni í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STEMNING Hann var þétt setinn bekkurinn í Hólminum í gær og leikmenn Snæfells þökkuðu áhorfendum fyrir stuðninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STÓRLEIKUR Hlynur Bæringsson fór hamförum í gær. Skoraði 20 stig, tók 21 fráköst og varði 7 skot. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SNÆFELL-GRINDAV. 79-71 Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 20 (21 frák.), Justin Shouse 16, Sigurður Þorvaldsson 14, Anders Katholm 13, Slobodan Subasic 5, Magni Hafsteins- son 5, Jón Ólafur Jónsson 3, Árni Ásgeirsson 3. Stig Grindavíkur: Adama Darboe 16, Páll Kristinsson 13, Páll Axel Vilbergsson 13, Jamaal Williams 10 (12 frák.), Þorleifur Ólafsson 8, Igor Beljanski 6, Helgi Jónas Guðfinsson 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.