Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 2008næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 86

Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 86
54 11. apríl 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. álits 6. tvíhljóði 8. gums 9. skilaboð 11. bókstafur 12. vegna 14. aurasál 16. í röð 17. ról 18. eyrir 20. íþróttafélag 21. velta. LÓÐRÉTT 1. sitjandi 3. verkfæri 4. skerðing 5. fyrirboði 7. umhirða 10. skjön 13. dvelja 15. skrifa 16. raus 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. mats, 6. au, 8. lap, 9. sms, 11. ká, 12. sökum, 14. nánös, 16. mn, 17. ark, 18. aur, 20. kr, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. rass, 3. al, 4. takmörk, 5. spá, 7. umönnun, 10. ská, 13. una, 15. skrá, 16. mas, 19. rú. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff verður með skófluna á lofti í tveggja daga heimsókn forseta- hjónanna til Skagafjarðar í næstu viku. Skagfirðingar eru í óða önn að leggja lokahönd á undirbúning fyrir heimsókn forsetahjónanna og verður öllu tjaldað til hjá norðan mönnum. Dagskrá forseta- hjónanna er ansi viðamikil og Dorrit mun vart hafa undan að moka fyrir norðan. Á mánudaginn tekur hún fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla neðan Tún- hverfis með aðstoð leikskólabarna á Sauðárkróki en síðar um kvöldið verður blásið til mikillar veislu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki með íbúum sveitarinnar. Á þriðjudaginn koma forseta- hjónin síðan í heimsókn á lista- setrið að Bæ við Hofsós sem athafnakonan Steinunn Jónsdóttir hefur byggt upp og vakið hefur mikla athygli. Seinna um daginn er síðan komið að stóru stundinni fyrir íbúa Hofsóss og aðra nær- sveitarmenn en þá verður fyrsta skóflustungan tekin að glæsilegri sundlaug sem Steinunn og Lilja Pálmadóttir gefa íbúum sveitar- félagsins. Fréttablaðið náði tali af Lilju, sem var að vonum ánægð með þátttöku forsetahjónanna, en hún sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort forsetafrúin yrði ein með skófluna eða hvort einhverjir fleiri kæmu þar að. En í ljósi athafnagleði forsetafrúarinn- ar í heimsókninni væri ljóst að hún yrði að koma með stígvél með sér. „Við erum að bræða þetta með okkur og vinnum náið að skipu- lagningunni með embættinu,“ segir Lilja og útilokaði ekki að Ólafur Ragnar Grímsson yrði jafnvel fenginn til að moka aðeins með líka. „Við gætum því verið fjögur með skóflur við þetta til- efni,“ bætir Lilja við en að athöfn- inni lokinni verður boðið til kaffi- samsætis í Höfðaborg. Lilja og Steinunn skrifuðu undir viljayfirlýsingu 19. júní á síðasta ári um byggingu sundlaugar á Hofsósi. Sundlaugin verður 25 metra löng, með heitum potti og þjónustumiðstöð. Arkitektinn Sigríður Steinþórsdóttir teiknar sundlaugina sem rís vestan við Staðarbjarg og geta gestir meðal annars horft yfir til Drangeyjar á meðan þeir flatmaga í hinni marg- rómuðu náttúrufegurð Skaga- fjarðar. freyrgigja@frettabladid.is LILJA PÁLMADÓTTIR: DORRIT TEKUR FYRSTU SKÓFLUSTUNGU AÐ SUNDLAUG Dorrit með skófluna á lofti í Skagafirði í næstu viku „Já, ég kemst sennilega aldrei nær atvinnumennsku í þessu sporti en einmitt svona,“ segir Logi Bergmann Eiðsson en hann verður áberandi í golfumfjöllun Stöðvar 2 sport í sumar. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær var Logi að dusta rykið af kylfunum og hugðist fara upp í Bása til að slá nokkra bolta. Logi hyggst varpa ljósi á golfí- þróttina frá ýmsum hliðum og skemmtanagildið verður í fyrir- rúmi. Stóra verkefnið verður hins vegar fjáröflunarferð fyrir MND-félagið en sjónvarpsmað- urinn hyggst afreka það að spila átján holur, á átján völlum, hringinn í kringum landið. Með honum í för verða tveir afreks- kylfingar og svo einn áhugamaður. „Við ætlum að reyna að finna fallegustu holurnar á landinu og spila þær,“ segir Logi, sem er þegar farinn að undirbúa þetta viðamikla verkefni af miklum krafti. „Það eru nokkrir lausir endar en ég er bjartsýnn á að þetta takist hjá okkur,“ segir Logi. Logi er liðtæk- ur kylfingur sjálfur, með 11,7 í forgjöf og með- limur í hinum virta golffélags- skap Stullunum en meðal félagsmanna eru Stefán Hilm- arsson og alþingis- mennirnir Sigurður Kári Kristj- ánsson og Bjarni Benediktsson. Logi ætlar að sjálfsögðu að vera með í þeim félagsskap í sumar auk þess að leika listir sínar á Dalvík þar sem hann og eigin- konan Svanhildur Hólm eiga glæsilegt hús. Spurður hvernig gangi að draga konuna með út á völlinn segir Logi að hún nenni þessu ekki, golfið taki of langan tíma fyrir hennar smekk. „En ég er ekki búinn að gefast upp enda hefur Svanhildur sýnt þegar hún tekur í kylfurnar að hún er mjög efnileg.“ - fgg Logi ætlar hringinn á sólarhring „Já, fyrsta sýningin var á sunnu- daginn og gekk mjög vel. Merki- legt þótti mér að það er kona sem leikur Gleðiglaum, sem er vondi kallinn í sögunni, en ekki karl. Gleðikona í staðinn fyrir gleði- karl,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Leikrit Andra Snæs, Blái hnött- urinn, heldur áfram för sinni um heiminn. Sjálft Maxim Gorky-leik- húsið í Berlín hefur nú tekið verk- ið til sýninga. Andri Snær kom því ekki við að vera viðstaddur en hefur haft spurnir af uppfærsl- unni. Bláa hnöttinn skrifað Andri árið 1999 og var það sýnt við mikl- ar vinsældir í Þjóðleikhúsinu árin 2001 til 2003. „Já, það nokkuð vel,“ segir Andri Snær hógvær. Síðan hefur verkið ferðast vítt og breitt um heiminn að því er virðist til- viljunarkennt. Andri Snær er með umboðsskrifstofu bæði í Dan- mörku og Þýskalandi en uppfærsl- ur verksins hafa einhverra hluta vegna ekki verið að undirlagi þeirra heldur hefur sendiráðs- prestur í London komið verkinu á framfæri í að minnsta kosti tveim- ur tilvika. „Já, hann er umboðs- maður Guðs og svo minn,“ segir Andri Snær. Blái hnötturinn var settur upp í Toronto í Kanada árið 2005 og fylgdist Andri Snær vel með þeirri uppfærslu. Var sýningin tilnefnd sem sýning ársins þar en í Toronto er leiklist í hávegum höfð. Verkið var sett upp í Finnlandi, í stóru leikhúsi sem er skammt utan Hels- inki en Andri Snær var viðstaddur þá sýningu. Hann segir að verkið hafi einnig verið sett upp í Pakist- an, leiklesið í London og nýverið var hún sett upp í Detroit, eða Canton sem er smáborg á stærð við Ísland. Nú er verið að skoða möguleika á því að setja verkið upp í London. - jbg Blái hnötturinn í Berlín ANDRI SNÆR Á góðan að sem er sendi- ráðsprestur í London sem er umboðs- maður Andra og Guðs. MOKAR FYRIR NORÐAN Dorrit Moussaieff ætlar að moka aðeins fyrir norðan en hún tekur fyrstu skóflustungurnar að nýjum leikskóla og nýrri sundlaug. ATHAFNAKONUR Þær Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir ætla að gefa íbúum Hofsóss og Skagafjarðar glæsilega sundlaug með öllu. MEÐ KYLFUNA Á LOFTI Logi Berg- mann Eiðsson ætlar að reyna að fara hringinn í sumar á einum sólarhring og spila átján holur á átján völlum. „Maður þarf helst að vera inn- an um kóteletturnar að árita. Þangað kemur miklu breiðari hópur en í plötubúðirnar.“ Jón Ólafsson í DV, desember 1988. „Mig minnir að ég hafi sagt þetta eftir að okkur var troðið að árita með rassinn í kjötborðið í Hagkaupum Skeifunni, held ég. Þetta eru öfugmæli og átti líklegast að vera fyndið, ég var bara ekki með betri húmor en þetta á þessum tíma,“ segir Jón nú. Tökur hófust á Svörtum englum í gær, sex sjónvarpsþáttaröð sem byggir á krimma Ævars Arnar Jósepssonar. Leikstjóri er Óskar Jónasson. Þeim sem hafa lesið bækur Ævars er ekki síst minnis- stæð fígúran Guðni úr lögreglumannateyminu. Guðni er erkidrullusokk- ur; kvenremba, rasisti og kvikindi. Það var höfundurinn sjálfur sem óskaði sérstaklega eftir því við leikstjórann að sá sem fenginn yrði til að túlka Guðna væri Steinn Ármann Magnússon. Ævar og Steinn voru saman í Flensborg á sínum tíma en ekki mun þó vera um hefndarráðstöfun glæpasagna- höfundarins að ræða heldur miklu fremur að hann treysti Steini sem leikara því Guðni er vandmeðfarin persóna, fremur tragísk en kómísk. Jón Ársæll ferðast um allt litróf hins mannlega í þáttum sínum Sjálfstætt fólk. Þannig var síðasti þáttur hjartnæmur og til minningar um Ólöfu Pétursdóttur. En næstur á dagskrá er gleðigjafinn Geir Ólafsson söngvari. Jón Ársæll gersamlega féll fyrir viðmælanda sínum og skilur ekki hvers vegna hann er ekki elskaður og dáður af hverju mannsbarni. Og telja má víst að Geir verði ánægðari með viðtal sitt við Jón en við Erp Eyvindarson sem tók frægt viðtal við Geir nýverið sem Ebbi sjón- varpsstjóri. Það viðtal fór þversum í Geir og vildi hann banna birtingu þess. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI smáralind & kringlustærðir 14-30 vorútsala 40-60% afsláttur af völdum vörum VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Kristófer Helgason. 2 Eiríkur Önundarson. 3 Meira frelsi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 98. tölublað (11.04.2008)
https://timarit.is/issue/278108

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

98. tölublað (11.04.2008)

Gongd: