Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 13.04.2008, Qupperneq 20
LEYNIVOPNIÐ 4 matur Harðfiskur átti þátt í að halda lífi í þjóðinni hér á árum áður. Þótt það hafi breyst í áranna rás nýtur harððfiskurinn enn töluverðra vin- sælda meðal landsmanna enda bæði góður og hollur. Og enda þótt gamlar hefðir séu farnar að víkja fyrir nýrri er harðfisksverkun stunduð af krafti víða um land, meðal annars í Darra ehf. á Greni- vík, sem hefur verið rekin í tólf ár. Heimir Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri og annar eigandi Darra ehf., segir verkunina flókið ferli. „Harð- fisksverkunin er unnin í nokkrum þrepum. Fyrst er fiskurinn keyptur og hann flakaður. Síðan eru flökin snyrt og úrbeinuð. Eftir þá vinnu er fiskurinn settur á grindur sem eru settar í þurrkklefa. Allur fiskur inn er þurrkaður inni en ekki úti eins og áður var gert. Flökin tekur fjóra til sex daga að þorna,“ útskýrir Heimir og heldur áfram: „Eftir að fiskflökin hafa þornað eru þau völsuð þar til þau mýkjast upp. Þá eru þau sett í neytendaum- búðir og tilbúin til sölu.“ Hann bætir við að vegna mikillar rýrnunar eftir harðfisksverkunina nýtist ekki nema átta prósent af slægðum fiski. Halldóra Guðmundsdóttir á leynivopn í eldhúsinu sínu sem hefur fylgt henni í fimmtíu og tvö ár. Leynivopnið er Kitchen Aid-hrærivél sem hún fékk í gjöf frá starfsfélögum sínum. „Ég gæti hreinlega ekki verið án þessarar vélar. Hún var stórkostleg á sínum tíma og er enn þann dag í dag. Mér þykir afskaplega vænt um hana og hún fer aldrei inn í skáp. Ástæðan er ekki sú að hún sé svo fögur heldur nota ég hana svo mikið að það tekur því varla að setja hana inn í skáp,“ segir Halldóra. Hrærivélin hefur aldrei bilað og segir það nú mikið um gæðin í Kitchen Aid-vélunum að mati Halldóru. „Þessi elska hefur aldrei brugðist mér en það fylgdi glerskál með og hún brotnaði og þá fékk ég mér bara stálskál sem hefur dugað vel alla daga síðan,“ útskýrir hún. Margar kökurnar hafa verið bakaðar á þessum fimmtíu og tveimur árum en Halldóra notar vélina ekki aðeins í bakstur því vélinni fylgdu hlutir sem geta hakkað fisk og kjöt og skorið grænmeti. „Vélin er ekki aðeins fyrir bakstur, í henni get ég gert svo margt sem ég nýti mér óspart enda mun auðveldara að henda til dæmis grænmeti í vélina í stað þess að handskera það. Margir nota vélarnar sínar aðeins í bakstur en þær geta svo miklu meira en það. Svo er endingargildið á þessum Kitchen Aid-vélum ótrúlegt. Ef öll rafmagnstæki myndu nú endast svona væru trú- lega margir framleiðendur farnir á hausinn sem og raftækjabúðir. Það sést vel á minni vél að hún er komin til ára sinna en hún er ekki á því að gefa upp öndina. Ég veit alla vega eitt, að hrærivélin mín er og verður alltaf mitt leyni- vopn í eldhúsinu,“ segir Halldóra glöð í bragði. Aldrei bilað í 52 ár Það stoppar ekkert gömlu hrærivélina hennar Halldóru, sem hefur verið í fullri notkun í fimmtíu og tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fjallagrös eru þrátt fyrir nafnið fléttur en ekki grös en fléttur eru sambýli svepps og þörungs. Grösin eru algeng á norðlægum slóð- um og þá sérstaklega á Íslandi. Þau vaxa villt um allt land, bæði á hálendi og láglendi. Vaxtarlag þeirra er mjög mismunandi og geta þau verið dökkbrún eða nær svört, mjó og rennulaga en einnig blað- kennd, allbreið, ljósbrún eða grænleit. Fjallagrös hafa verið notuð í mat- argerð og til lækninga á Íslandi og víðar um ár og aldir. Á árum áður var oft farið langan veg á grasafjall á vorin eða snemma sumars og grasað eins og það var kallað. Grösin voru ýmist þurrkuð og mulin eða bleytt upp og söxuð. Þurrkuð voru þau meðal annars notuð til að drýgja mjöl. Þau voru soðin í blóðmör, seyði af þeim drukkið, þau notuð sem litunargras, möluð í mat og soðin í grasagraut og fjallagrasamjólk. Sumir halda því fram að heilsufar þjóðarinnar hafi að ýmsu leyti versnað eftir að hætt var að nota fjallagrös í sama mæli og áður. Þau eru næringarrík og meðal annars auðug af trefjum og steinefnum. Í þeim er beiskju- efni sem örvar rennsli munnvatns og maga- safa. Þau eru talin hafa mýkjandi og græðandi áhrif á slímhúð í öndunarfærum og meltingarvegi og auk þess styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. - ve HRÁEFNIÐ: Fjallagrös Náttúruleg heilsubót M Y N D /H Ö R Ð U R K R IS T IN S S O N F R É T TA B L A Ð IÐ /H A R I 1 2 3 1. Fjallagrös eru þrátt fyrir nafnið fléttur en ekki grös, en fléttur eru sambýli svepps og þörungs. 2. Oft var mikið haft fyrir því að ná í fjallagrös hér áður fyrr. 3. Fjallagrös eru næringarrík og meðal annars auðug af trefjum og steinefnum. Þau eru einnig talin hafa styrkjandi áhrif á ónæmis- kerfið. Fjallagrös VERKUN Í NOKKRUM ÞREPUM Harðfiskur nýtur mikilla vinsælda hjá þjóðinni enda bæði hollur og góður. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.