Fréttablaðið - 13.04.2008, Side 65

Fréttablaðið - 13.04.2008, Side 65
SjávarréttaveislaÞRÍR LJÚFFENGIR RÉTTIR matur 39 Hann ólst upp við verkun saltfisks vestur á fjörðum og fékk oft saltfisk á diskinn heima, framreiddan með rófum, smjöri og lauk. Nú leikur hann sér að því að matreiða sælkerarétti úr þessu sama hráefni og smáviðbót. Sigurður Rúnar Ragnarsson aðstoðar- yfirmatreiðslumaður á Vox telur saltfisk eitt skemmtilegasta hráefnið í hinni fornu íslensku matarflóru. Hann kveðst aðeins nota besta fáanlega fiskinn hér á landi sem verkaður er hjá Elvari Reykjalín á Hauga- nesi. „Það er fyrirtæki sem hefur sextíu ára sögu í greininni og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í fjóra ættliði,“ lýsir hann. Sjálfur er hann alinn upp á Þingeyri þar sem pabbi hans og afi voru með saltfisk- verkun. „Ég fékkst við að umstafla og þekki allt ferlið,“ segir Sigurður Rúnar og heldur áfram. „Það sem Hauganesfiskurinn hefur fram yfir annan er einmitt að hann er verk- aður eftir gömlu aðferðinni. Það er engin sprautusöltun heldur pækilsöltun, kafsölt- un og umstöflun. Síðan er fiskurinn útvatn- aður og þannig fæ ég hann algerlega tilbú- inn í hús.“ Þá kemur að matreiðslunni og þar er greinilega vandað til verka. Bara öðruvísi en hjá mömmu Sigurður Rúnar Ragnarsson á Vox telur saltfisk eitt skemmtilegasta hráefni í íslenskri matarflóru. SALTFISKUR FRÁ ELVARI REYKJALÍN Á HAUGANESI FISKURINN 4 saltfisksteikur 80-120 g (frá Hauganesi) 4 eyruggar (frá Hauganesi) 8 saltaðar gellur 1 egg smá hveiti brauðraspur smjör Steikurnar eru settar í lofttæmdan poka og svolítið af smjöri með. Eldaður við vægan hita í vatnsbaði. Eyrugg- unum er velt upp úr hveitinu, egginu og þá brauðraspinum. Þeir eru svo djúpsteiktir gullinbrúnir í olíu. Gellurnar eru skornar í tvennt og steiktar í smjöri á pönnu með einu hvítlauksrifi. RÓFUSTAPPAN OG SYKRUÐU RÓFURNAR 4 litlar rófur smjörkubbar hrásykur gróft borðsalt Þrjár af rófunum eru bakaðar heilar á salti í ofni við 160° C, þá eru þær skornar í tvennt, mokað innan úr hýðinu og það sett í matvinnsluvél, ásamt nokkrum köldum smjör- kubbum, smá sítrónusafa og örlitlum hrásykri. Hráa rófan er rifin niður í rifjárni og stráð yfir hana sykri og sítrónu- safa. DILLMAUKIÐ 1 búnt dill 2 skalotlaukar 2 dl rjómi 1 msk. eplaedik frá Claus Meyer (fæst í Hagkaup- um) 1 g salt Dillið er sett í sjóðandi vatn í 10 sekúndur og dembt svo ofan í krapavatn. Lagt á stykki í kæli til þerris. Laukurinn eldaður í örlítilli olíu á pönnu þar til hann er glær, þá er rjómanum hellt yfir og látið sjóða þar til rjóminn verður á þykkur eins og sósa. Allt sett í matvinnsluvél ásamt örlitlu salti og eplaediki í 3-4 mínútur. Kælt að stofuhita. GOTT MEÐ Beikon, stökksteikt og saxað. Gaman að gefa með smjörsoðinn lauk, litla sýrða perlu- lauka, linsoðið egg (6,5 mín í sjóðandi vatni) og smjörsósu kryddaða með eplaedikinu góða frá honum Claus. Svo er flott að skreyta réttinn með ferskum dilltopp- um. Sigurður Rúnar Ragnarsson aðstoðaryfirmatreiðslu- maður á Vox. Flott skal það vera. Smjörsoðinn saltfiskhnakki með smjörsteiktum gellum með hvítlauk, djúpsteiktum eyrugga, smörsteiktum lauk, hráum rófum, dillmauki, rófumauki, beikonkruðum, linsoðnu eggi og eggjasmjörsósu. F R É T TA B L A Ð IÐ /S T E FÁ N A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.