Fréttablaðið - 16.04.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 16.04.2008, Qupperneq 33
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2008 25 Ben er einn helsti stærðfræðisnill- ingur MIT-háskólans í Bandaríkj- unum en vantar peninga til að halda áfram námi. Til sögunnar er kynntur prófessorinn Micky, sem kynnir Ben fyrir litlum hópi ann- arra snillinga sem stunda það að telja spil í fjárhættuspilinu 21. Þau fljúga reglulega til Las Vegas og raka þar inn peningum en Ben seg- ist vilja hætta um leið og hann hefur fengið nægilega mikið til að borga námið sitt. 21 er lauslega byggð á sannri sögu sem kom fram í bókinni Bring- ing Down the House og er nú kvik- mynduð af leikstjóra Legally Blonde og Monster In Law. Sagan fær allsherjar Hollywood-meðferð, og formúlan er allsráðandi. Til dæmis er siðferðissagan einkar dæmigerð; aðalpersónan byrjar saklaus, lætur græðgina ná tökum á sér en hlýtur endurlausn að lokum. Illa tekst til við að gæða persónur myndarinnar lífi og nær allar auka- persónurnar eru einhliða persónu- gerðir. Megináherslan virðist lögð á að hafa myndina flotta og stílfærða, sem heppnast illa vegna óstyrkrar leikstjórnar. Mannlega dýptin geld- ur fyrir það og spennan í myndinni fer í kjölfarið út í buskann. Aðal- skúrkurinn í myndinni, öryggis- vörður spilavítis, leikinn af Laur- ence Fishburne, kemur einnig seint til leiks og jafnvel þá reynist hætt- an ekki mikil. Leikarinn Jim Sturgess, sem sást einnig í Bítlamyndinni Across the Universe, stendur upp úr og nær hann að skapa einlæga og trúverð- uga persónu. Þekktasti leikari myndarinnar, Kevin Spacey, fer vel með sitt hlutverk sem prófessorinn, og Fishburne sömuleiðis, þótt þeir þurfi eitthvað að huga betur að kvikmyndavali sínu. Kate Bos- worth, sem lék á móti Spacey í Superman Returns, er einnig fín. Sagan sem 21 byggir á gat aug- ljóslega getið af sér mun siðferðis- lega flóknari mynd. Hún átti betra skilið en þetta, en þessi atlaga er líf- laus, innantóm, og að lokum fljót- gleymd. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Væringar í Vegas KVIKMYNDIR 21 Leikstjóri: Robert Luketic. Aðal- hlutverk: Kevin Spacey, Laurence Fishburne, Kate Bosworth, Liza Lapira, Josh Gad, Jim Sturgess. ★★ Misheppnuð tilraun til að gæða flotta sögu lífi á hvíta tjaldinu. Ásakór 13-15, 203 Kópavogur Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Þórarinn Jónsson Hdl. Löggiltur fasteignasali Hringdu núna 699 6165 100% þjónusta fyrir þig Nánari upplýsingar á staðnum ! Sýningaríbúð Húsgögn frá Tekk STÓRGLÆSILEGAR ÍBÚÐIR TILBÚNAR TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING ! Verð frá 27.500.000 kr Opið hús í dag kl. 17.00 – 18.30 Verk taki lána r all t að 95% Hin árlega stuttmyndasýning BANFF stendur nú yfir í Háskóla- bíói í boði Íslenska alpaklúbbsins og Cintamani. Um er að ræða myndir af afrekum og ævintýrum einstaklinga sem stunda fjalla- mennsku af ýmsum toga, svo sem klifur, snjóbretti og fjallahjóla- mennsku. Íslenski alpaklúbburinn hefur staðið fyrir komu þessarar stutt- myndasýningar hingað til lands um árabil og er óhætt að segja að hún sé orðin ómissandi viðburður hjá öllum sem hafa áhuga á fjalla- mennsku. Síðari dagur sýningarinnar hefst í Háskólabíói í kvöld klukk- an 20 þar sem sex áhugaverðar myndir verða sýndar. Miðaverð fyrir félaga í Ísalp er 1.000 krónur en 1.200 krónur fyrir aðra. Úti í náttúrunni Á SNJÓBRETTI Stuttmyndasýningin BANFF stendur yfir í Háskólabíói. Ráðstefna um umöllun ölmiðla um innytjendur og arot verður haldin í Salnum, Kópavogi, föstudaginn . apríl  kl.  .- . . Alþjóðahús, félags- og tryggingamálaráðuney ð, Fjölmenningarsetur, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Blaðamannafélag Íslands og Kópa- vogsbær standa að ráðstefnunni. Fundarstjóri: Birgir Guðmundsson, lektor í ölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. .  Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss .  Jóhanna Sigurðardór, félags- og tryggingamálaráðherra . Eru arot útlendinga öðruvísi en Íslendinga? Rannveig Þórisdór, deildarstjóri upplýsinga- og áætlanadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu . Arot, staðalmyndir og innytjendur Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands . Sjónarhorn blaðamannsins Rúnar Pálmason, blaðamaður á Morgunblaðinu . The media: a tool or an obstacle for integra on?|Fjölmiðlar: Hjálp eða hindrun í aðlögun innytjenda? Arash Mokhtari, verkefnisstjóri hjá Quick response í Svíþjóð . Innytjendur og erlent vinnua í ölmiðlum  Magnús Heimisson, forstöðumaður Fjölmiðlagreininga, Credinfo Ísland .   .   : !"# $! /% # Bloggið: Ábyrgðarlaust hjal? Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is Útlendingar í ölmiðlum Joanna Dominiczak, kennari og stjórnarmaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna    : Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í ölmiðlafræði .   :  !&  '$ Hvað má lögreglan segja? Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Skip r þjóðerni fólks máli í fré(um af arotum? Áslaug Skúladór, formaður Félags fréamanna og fréamaður á Útvarpinu    : Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands  .    .     !  . %#!"#! Dane Magnússon, formaður Félags an-rasista Þorbjörn Broddason, prófessor við Háskóla Íslands Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Jón Kaldal, ritstjóri Fréablaðsins .  # !        #  )  !, * , $!+ . )         FÉLAGS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI FJÖLMENNINGARSETUR BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS LÖGREGLUSTJÓRINN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINUALÞJÓÐAHÚS KÓPAVOGSBÆR      . .         @  .        | e s tu a ri o @ in te rn e t. is  ÝTIR FRÉTTAFLUTNINGUR UM GLÆPI ÚTLENDINGA UNDIR FORDÓMA? RATA GLÆPIR FREMUR Í FJÖLMIÐLA EF UM ÚTLENDING ER AÐ RÆÐA?  FREMJA INNFLYTJENDUR FLEIRI GLÆPI EN ÍSLENDINGAR?  MÁ SEGJA ALLT Á BLOGGINU? HINN GRUNAÐI ER ÚTLENDINGUR!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.