Fréttablaðið - 16.04.2008, Page 40

Fréttablaðið - 16.04.2008, Page 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Mamma, ég er að hugsa um það þegar ég verð stór,“ sagði fimm ára dóttir mín áhyggjufull um daginn. „Sko, ef ég verð Þyrni- rós þarf ég að sofa svo rosalega lengi, ef ég verð Mjallhvít verð ég að vera í bláum kjól og mér finnst hárið á Öskubusku ekki mjög flott.“ VALKVÍÐINN var skiljanlegur hjá blessuðu barninu. Þarna voru samanlagt þrjár framtíðarstöður í boði dregnar upp af Disney og engin þeirra alveg nógu kræsileg til að hún vildi gagnrýnislaust helga sig hlutverkinu til lífstíðar. Útlitið var ekki nógu gott, senni- lega yrði hún að sætta sig við ein- hverjar málamiðlanir. Ef til vill var skásti kosturinn að vera þessi þarna í bláa kjólnum. Að minnsta kosti var það betra en hrjóta aðgerðarlaus áratugum saman eða sitja uppi með lummulega hár- greiðslu alla ævi, ha? Sennilega grunaði barnungann ekki að skelf- ingarsvipurinn á móður hennar stafaði síst af hluttekningu með þessum þröngu valmöguleikum. Ekki einu sinni í þykjustunni tókst mér að sýna samúð með hugmynd- um dóttur minnar um framtíðina, heldur hríslaðist dálítill straumur af ískaldri skelfingu niður hrygg- lengjuna: Hvar tókst okkur að klúðra skilaboðunum svona ræki- lega? HÉR höfum við í gríð og erg vand- að okkur meira í uppalendahlut- verkinu en öllum öðrum verkefn- um í lífinu. Verið vakin og sofin dag og nótt yfir velferð barnanna, raðað í þau hollustunni, andlegri og líkamlegri, spáð og spekúlerað, haldið prinsippin að mestu, lært af reynslunni og verið sveigjanleg og staðföst í hárnákvæmum hlutföll- um. Boðað kærleika, stappað stáli, brýnt sjálfstæði og úthýst Barbie. Reynt að halda löstunum úr aug- sýn og vera undursamlegar fyrir- myndir eftir því sem vitið hefur leyft. Mamman tengdi baðvaskinn á meðan pabbinn lagði fallega á borð. Og öfugt. OG svo kemur þetta. Litla hexið sem við spaugum stundum með að sé Egill Skallagrímsson endurbor- inn þegar hún sýnir klærnar, veltir fyrir sér eigin framtíð í hlutverki síþreyttrar Þyrnirósar, hinnar seinfæru Mjallhvítar eða gólf- tuskunnar Öskubusku. Þetta eru kostirnir og fleira ekki í boði. ÍSMEYGILEGUR markaðs- áróðurinn lætur ekki að sér hæða. Ekki skil ég aðferðirnar en rann- sókn stendur yfir. Svo og rækileg endurmenntun. Öskubuska Skallagrímsson 5.51 13.27 21.05 5.29 13.12 20.58 Í dag er miðvikudagurinn 16. apríl, 107. dagur ársins. www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 19 16 0 4/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Land Cruiser - Tákn um frelsi Land Cruiser sameinar hörku og mýkt, orku og lipurð, áræðni, munað og fullkominn tæknibúnað. Fyrsta flokks innrétting tryggir þægilegan og ánægjulegan akstur. Fáguð og viðbragðsfljót vélin ber þig hvert sem leið liggur og það er stórkostlegt að sitja undir stýri. Land Cruiser er hlaðinn hátæknibúnaði sem eykur öryggi og þægindi í akstri. Reynsluaktu Land Cruiser og upplifðu frelsið Verð frá 5.950.000 kr. Verð bíls á mynd með 35" breytingu er 7.230.000 kr. Njóttu þess að vera frjáls

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.