Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SKOÐANAKÖNNUN Íslendingar eru nú svartsýnni á þróun efnahags fjölskyldunnar næsta árið en þeir hafa verið undanfarin tvö ár, sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Tæplega helmingur, eða 49,6 prósent, telur að efnahagur fjölskyldunnar muni standa í stað næstu tólf mánuðina, sem er aðeins minna hlutfall en í lok jan- úar þegar 57,5 prósent töldu efna- haginn myndu standa í stað. 39,4 prósent telja að efnahagur- inn muni versna á komandi ári, sem er helmingi hærra hlutfall en í lok janúar þessa árs, þegar 23,3 prósent töldu að efnahagurinn myndi versna á árinu. Þá var hlut- fallið svipað og í ágúst 2006 þegar 20,2 prósent töldu að efna- hagurinn myndi versna á komandi tólf mánuðum. Ellefu prósent telja nú að efna- hagur fjölskyldunnar muni batna á komandi ári. Þeim hefur fækkað um rúm átta prósentustig frá því í janúar sem eru bjartsýnir á efna- hagshorfur fjölskyldunnar og um tíu prósentustig sé litið til könnunar blaðsins frá í ágúst 2006. Ekki er marktækur munur á afstöðunni til þess hvort ríkis- stjórnin eigi að undirbúa aðild að Evrópusambandinu eftir því hvort svarendur voru bjartsýnir eða svartsýnir á efnahagshorfurnar. Það er þó aðeins hærra hlutfall þeirra sem telja að efnahagur fjöl- skyldunnar fari batnandi sem vilja að ríkisstjórnin hefji undirbúning aðildarviðræðna en þeir sem voru svartsýnir á efnahagshorfurnar. Þeir sem bera lítið eða mjög lítið traust til Seðlabankans eru mun svartsýnni á þróun efnahags fjöl- skyldunnar en þeir sem bera mikið eða mjög mikið traust til hans. - ss / sjá síðu 6 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 25. apríl 2008 — 112. tölublað — 8. árgangur Litli ferðast um landið Ljósmyndasýning frönsku listakonunnar Séverine Thévenet verður opnuð í Borgarbókasafn- inu í dag. MENNING 30 Þægindi um land allt Komdu á Fossháls 5-9 og skoðaðu glæsileg Rockwood fellihýsi. SARA KARLSDÓTTIR Eldar oft humarpasta til hátíðarbrigða matur helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Innlit hjá Ellý Ármanns Húsið er falt fyrir 120 milljónir. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Fagna allt árið Samtökin ’78 eru þrítug. TÍMAMÓT 26 FÖSTUDAGUR AUSTURLAND Ungir listamenn, fram- andi fuglar og eldhugar Sérblað um Austurland FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG austurlandFÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MYND/ARI BENEDIKTSSON Minjasafn Austurlands Arfleifðin áberandi í sumar BLS. 4 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Innlit hjá Ellý Ármanns Vill fá milljónir fyrir 120 húsið ÍSLENSKA FATAHÖNNUÐI DREYMIR UM ÍSLENSKA TÍSKUVIKU HVERNIG PASSA STÓR BRJÓST INN Í VORTÍSKUNA? VEÐRIÐ Í DAG Fleiri telja horfur slæmar Meira en helmingi fleiri telja nú að efnahagur fjölskyldunnar versni á næstu tólf mánuðum en í janúar. Um fjörutíu prósent segja efnahaginn munu versna, tæpur helmingur telur að hann muni standa í stað en ellefu prósent telja að hann batni. Ekki er marktækur munur eftir afstöðu til aðildarumsóknar að ESB. SKÚRIR Í dag verða norðaustan 5-10 m/s norðvestan til, annars hægviðri. Skúrir sunnan og vestan til annars yfirleitt þurrt. Hiti 3-12 stig, svalast á Vestfjörðum. VEÐUR 4 4 8 8 1010 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sara Karlsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Margt smátt, er sögð mikill matreiðslumeistari af vinum og vandamönnum. Uppáhaldsréttur Söru er humarpasta sem hún notar til hátíðarbrigða enda humarinn guðdómlegur ábragðið É j einn desilítra af hvítvíni. Aðferðin er þannig að humarinn er þrifinn og skelin og garnirnar teknar úr. Laukurinn er skorinn í litla bita og sveppirnir í þunnar sneiðar. Síðan er smjörlíkisklípa brædd á pönnu með tveimur hvítlauksrifjum og humarinn snöggsteiktur. Þegar humarinn er tilbúinn htt í Tilvalið til hátíðarbrigða Sara hefur gaman af því að elda og heldur oft matarboð. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA MYNDIR Í MIÐBÆNUM Samtökin Ný-ung og Ung- blind vekja athygli á málstað sínum á morgun, meðal annars með ljósmynda- sýningu í Hinu húsinu. HELGIN 3 LAMBALÆRIÐ BEZT Stefán Halldórsson, sem á heiðurinn að kryddinu Bezt á lambið, veit upp á hár hvernig á að matreiða ekta íslenskt lambalæri. MATUR 2 6.290 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu ·· Tom Yum súpa með grilluðum tígrisrækjum · · Kryddlegin dádýralund með seljurótarsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.680 kr. Hólmar Örn til West Ham? HK hefur sam- þykkt tilboð West Ham í Hólmar Örn Eyjólfsson. ÍÞRÓTTIR 40 TELUR ÞÚ AÐ EFNAHAGUR FJÖLSKYLDUNNAR MUNI BATNA, VERSNA EÐA STANDA Í STAÐ NÆSTU TÓLF MÁNUÐI? Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins 19. apríl 2008 BATNA 11,0% STANDA Í STAÐ 49,6% VERSNA 39,4% MÓTMÆLI Atburðir síðustu daga hafa vakið upp mikla umræðu á meðal atvinnubílstjóra um hvaða stefnu eigi að taka í mótmælum. Líkt og áður hefur komið fram er ekki um skipulögð samtök að ræða og sitt sýnist hverjum. Heimildarmenn Fréttablaðsins í röðum bílstjóra fullyrða að enn sé mikill hugur í mönnum og þeir frá- leitt hættir mótmælum. Samdóma álit bílstjóra er að lögregla hafi brugðist allt of hart við í Norðlingaholti og mikill hiti var í mönnum eftir þær aðgerðir. Félagar utan af landi boðuðu komu sína og allt stefndi í enn frekari átök, sumir vildu jafnvel vígbúast. Árás Ágústs Fylkissonar á lögreglumann í gær dró broddinn úr þeim hugmyndum. Nú ræða menn nýjar leiðir, en einhverjir vilja halda áfram að trufla umferð. Líklegt er að sú verði raunin. Samkvæmt lagabókstaf á Ágúst yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. - kóp / sjá síðu 4 Ekki á eitt sáttir um hvaða stefnu mótmælin eigi að taka: Bílstjórar ráða ráðum sínum MENNING Garðar Thor Cortes tenór er í myndatökum í París í dag fyrir tískuritið Vogue. Það er svissneski ljósmyndarinn Michel Comte sem tekur myndirnar en að sögn Einars Bárðarsonar, umboðsmanns Garðars, er Comte einn þekktasti tísku- og portrett- ljósmyndari heims. Einnig hefur Garðari verið boðið að syngja í fjörutíu ára afmælisveislu blaðsins sem haldin verður í Mílanó í júní næstkom- andi. „Ritstjóri ítalska Vogue hefur mikinn áhuga á Garðari,“ segir Einar. „Ítalir kyngja nú ekki hverju sem er þegar kemur að sönglistinni.“ - jse Garðar Thor Cortes: Myndaður fyrir tískuritið Vogue GARÐAR THOR CORTÉS MIKILL FÖGNUÐUR Keflvíkingar fögnuðu sínum níunda Íslandsmeistaratitli í körfuknattleik karla þegar þeir lögðu Snæfell á heimavelli í gærkvöld. Lokatölur leiksins voru 98-74 og voru Keflvíkingar yfir nær allan leikinn. Liðin léku þrjá úrslitaleiki og fóru Keflvíkingar með sigur af hólmi í þeim öllum. Sjá nánar á síðu 42. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.