Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 8
8 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.simennthr.is LÖGGILTUR VERÐBRÉFAMIÐLARI TVEGGJA ANNA NÁM TIL PRÓFS Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM Símennt Háskólans í Reykjavík hefur boðið upp á nám til undirbúnings fyrir próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2002 og leggur metnað sinn í að bjóða nemendum ávallt upp á bestu kennarana og framúrskarandi aðstöðu. Námið er ætlað þeim sem vilja undirbúa sig undir próf til löggildingar í verðbréfamiðlun. Um er að ræða réttindanám sem skiptist í þrjá hluta skv. reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum nr. 633/2003. Skráning er hafin í alla hluta fyrir veturinn 2008–2009. Námið skiptist í eftirfarandi hluta: I. hluti - Lögfræði (60 klst.) Grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði. II. hluti - Viðskiptafræði (60 klst.) Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningur, tímavirði fjármagns, fjármagns- kostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greining ársreikninga. III. hluti - Fjármagnsmarkaður (80 klst.) Lög og reglur á fjármagnsmarkaði, markaðsviðskipti, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl. Hverjum hluta lýkur með prófum en prófgjöld eru ekki innifalin í verði námskeiðs. Námið hefst 10. september nk. og því lýkur í apríl 2009. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Frekari upplýsingar veitir: Elísabet I. Þorvaldsdóttir Beinn sími: 599 6200 elisabetth@ru.is www.simennthr.is 2008–2009 > > > H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 7 9 2 LÖGREGLUMÁL „Þetta er lögbrot eins og hvert annað lögbrot,“ segir Páll Þór Ármann, framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélags Reykja- víkur, sem telur lögreglu ekki hafa brugðist rétt við þegar veiðiþjófar voru staðnir að verki í Soginu um síðustu helgi. Lögregla var kölluð til þegar þrír af fjórum útlendum veiðiþjóf- um yfirgáfu ekki bakka Sognsins þrátt fyrir ábendingar þeirra sem voru þar með leyfi. Engar skýrsl- ur voru teknar af mönnunum. „Lögreglan gerði alla vega ekki það sem við teljum að hún eigi að gera,“ segir Páll Þór um fram- göngu lögreglunnar. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Sel- fossi, segir hins vegar að lögreglu- menn hafi talið sættir vera komn- ar á í því máli. Veiðiþjófar voru margítrekað staðir að verki í fyrra í ám nærri höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum upp þá reglu í fyrravor að kæra allan veiðiþjófnað,“ segir Páll Þór um viðbrögð Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem á mikilla hags- muna að gæta líkt og eigendur veiðiréttindanna. Þorgrímur segir veiðiþjófnað mjög sjaldan koma til kasta lög- reglunnar á Selfossi. Hins vegar sé tekið af festu á slíkum brotum. „Ef það er kært er málið rann- sakað, og ef niðurstaðan leiðir í ljós að sakfelling sé líkleg er ein- faldlega ákært,“ segir Þorgrímur og hvetur fólk til að leita til lög- reglunnar ef þörf þyki. Arnar Jón Agnarsson, söluráð- gjafi og vefstjóri hjá Lax-á, segir fyrirtækið hafa sloppið við veiði- þjófa í sínum laxveiðiám. Það telji hann fyrst og fremst helgast af því að Lax-á sé ekki með ár mjög nálægt höfuðborginni. „Hér hefur ríkt heiðursmanna- samkomulag sem dugað hefur vel en þegar hingað eru komnir menn sem virðast hafa önnur gildi í sínum veiðiskap er orðið tímabært að skoða hvort ekki þurfi að herða viðurlög við veiðiþjófnaði. Þetta eru hins vegar mjög erfið mál viður eignar, því oftast eru menn horfnir á bak og burt ef og þegar lögreglan kemur loks á staðinn,“ segir Arnar. „Ég held að veiðiþjófnaður sem slíkur, að minnsta kosti þar sem ég þekki til á Vesturlandi, heyri til algerra undantekninga þótt það séu alltaf til einhverjir skúrkar sem maður veit kannski ekkert um,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki í Langá á Mýrum. gar@frettabladid.is Áfram harka gegn veiðiþjóf- um í sumar Stangveiðimenn telja lögreglu hafa verið of lina gagnvart veiðiþjófum í Soginu en lögregluþjónn segir sættir hafa náðst í málinu. Kærð mál séu rann- sökuð og ákæra gefin út ef sakfelling sé líkleg. VEIÐIÞJÓFAR Þessir piltar gerðu sig heimakomna í Elliðaánum í fyrrasumar án þess að hafa greitt veiðileyfi eins og langflestir aðrir sem stunda árnar. Auglýsingasími – Mest lesið 1 Hversu margir bílstjórar voru handteknir í mótmælunum á Suðurlandsvegi á miðvikudag? 2 Hve margir lögreglumenn voru á staðnum? 3 Hverju var beitt á mótmæl- endur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 TRÚMÁL Búddistasamtökin SGI á Íslandi hafa hlotið skráningu sem löggilt trúfélag á Íslandi en þau hafa verið starfrækt á Íslandi frá 1980. Markmið samtakanna er að efla þekkingu og skapa vettvang fyrir ástundun búddisma og að byggja upp mannvænt samfélag þar sem hamingja og velferð einstaklingsins og virðing fyrir öllu lífi eru höfð að leiðarljósi. Samtökin hafa lagt sig fram við að vera í góðu samstarfi við önnur trúfélög og félagasamtök um friðar- og mannréttindamál. Samtökin efna til sýningarinnar Sjálfbær þróun á heimsvísu í Perlunni 26. apríl. - ghs Búddistasamtökin SGI: Skráning sem löggilt trúfélag VIÐSKIPTI Hafnarfjarðarbær lagði fram stefnu í Héraðsdómi Reykja- víkur á hendur Orkuveitu Reykja- víkur (OR) á miðvikudag. „Við erum einfaldlega að fara fram á það að þeir samningar sem við gerðum okkar á milli á síðasta ári verði virtir,“ segir Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísar hann þar til samkomulags um að OR keypti fimmtán prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja af Hafnar fjarðarbæ. Í desember sam- þykkti bæjarstjórn að selja fjórtán prósenta hlut en halda eftir einu prósenti. Samkeppniseftirlitið úr skurðaði svo 17. apríl síðastlið- inn að OR mætti einungis eiga þrjú prósent í Hitaveitu Suðurnesja. Hluturinn sem samið var um nemur tæpum átta milljörðum. Ekkert hefur borið á greiðslum frá OR og segir Lúðvík að dráttar vextir sem reiknast frá 10. mars síðast- liðnum nálgist nú um 200 milljónir. „Samningur okkar við OR og úrskurður samkeppniseftirlitsins eru tveir aðskildir hlutir,“ segir Lúðvík. „Sá úrskurður segir ekkert um það að OR eigi ekki að uppfylla samninginn við okkur. Mér finnst satt að segja nokkuð undarlegt að stærsta sveitarfélag landsins sé ekki traustara en svo að það standi ekki við samninga sem það er að gera.“ - jse Hafnafjarðarbær stefnir Orkuveitu Reykjavíkur vegna vanefnda: Dráttarvextir um 200 milljónir LÚÐVÍK GEIRSSON Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir undarlegt að stærsta sveitarfélag landsins skuli ekki vera traustara en svo að það standi ekki við samninga. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.