Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Ferðaskrifstofa Netverð á mann miðað við 2, 3 eða 4 í stúdíó, íbúð eða hótelherbergi. Enginn barnaafsláttur. Innifalið er fl ug, gisting í 7 nætur, fl ugvallarskatta r og íslensk fararstjórn. 5.20 13.25 21.34 4.54 13.10 21.29 Í dag er föstudagurinn 25. apríl, 116. dagur ársins. Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt frumkvæði að mótmæla- aðgerðum. Ætli ég hafi ekki verið svona þrettán ára, alla vega nógu gömul til að finnast á mér brotið og of ung til að hugsa dæmið til enda. Eins og í svo mörgum stríðum sem háð hafa verið snerist baráttan um mat. Við bekkjarsysturnar vorum aðeins of lengi að klæða okkur eftir sundtíma og þegar við loksins höfð- um okkur í mötuneyti skólans í hádegismat var allur maturinn búinn. Okkur var gróflega mis- boðið. SVANGT fólk hugsar ekki rökrétt og í stað þess að kvarta við skóla- stjórnendur skrifuðum við harðort nafnlaust kvörtunarbréf til kvenn- anna indælu sem störfuðu í mötu- neytinu. Þar kvörtuðum við ekki aðeins undan því að fá ekki að borða heldur notuðum tækifærið og lýst- um frati á flesta þá rétti sem okkur hafði verið boðið upp á þann vetur- inn. Það var ég sem skrifaði bréfið og þótt ég muni alls ekki hvað stóð í því veit ég að lýsingarorðin voru ekki spöruð. Gott ef klausan „viður- styggilegt óæti sem bragðast eins og æla“ var ekki fest á blað. ÞEGAR hungrið hafði verið satt og baráttuandinn var runninn af okkur dauðskammaðist ég mín. Undir bréfið höfðum við ritað „Matar- mafían“ en einhvern veginn tókst strax að rekja skrifin til mín. Því- líkur bömmer. Þetta hafði allt virst svo skynsamlegt í hita leiksins en daginn eftir langaði mig að grenja. MIG grunar að einmitt þannig hafi einhverjum liðið í gær, að morgni sumardagsins fyrsta. Miðað við þá timburmenn sem fylgdu matar- mafíu bréfinu hljóta timburmenn mótmælanna við Suðurlandsveg á miðvikudag að vera skelfilegir. Kauðinn sem kastaði steini í lög- regluna nagar sig eflaust í handar- bökin og lögregluþjónninn sem hrópaði gas, gas! að því er virtist viti sínu fjær, hlýtur að hafa vakn- að með dúndrandi höfuðverk. SVO er það bannsett tæknin. Það er eitt að missa stjórn á sér í mót- mælum, fyllast eftirsjá og reyna að gleyma því en að missa stjórn á sér, sjá eftir því og vera sífellt minntur á það með endursýningum í sjón- varpi, misgáfulegum bloggskrifum og upptökum á Youtube. Ég þakka Guði fyrir að orðið veraldarvefur var varla komið í íslenska orðabók þegar ég stofnaði matarmafíuna. Þótt syndir fortíðar vilji gjarnan læðast aftan að manni er ég nokkuð viss um að bannsett kvörtunar- bréfið með öllum sínum fúkyrðum mun aldrei rata á netið. Timburmenn mótmælanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.