Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Þórgunnar
Oddsdóttur
Ferðaskrifstofa
Netverð á mann miðað við 2, 3 eða 4 í stúdíó, íbúð eða hótelherbergi.
Enginn barnaafsláttur. Innifalið er fl ug, gisting í 7 nætur, fl ugvallarskatta
r
og íslensk fararstjórn.
5.20 13.25 21.34
4.54 13.10 21.29
Í dag er föstudagurinn 25. apríl,
116. dagur ársins.
Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt frumkvæði að mótmæla-
aðgerðum. Ætli ég hafi ekki verið
svona þrettán ára, alla vega nógu
gömul til að finnast á mér brotið og
of ung til að hugsa dæmið til enda.
Eins og í svo mörgum stríðum sem
háð hafa verið snerist baráttan um
mat. Við bekkjarsysturnar vorum
aðeins of lengi að klæða okkur eftir
sundtíma og þegar við loksins höfð-
um okkur í mötuneyti skólans í
hádegismat var allur maturinn
búinn. Okkur var gróflega mis-
boðið.
SVANGT fólk hugsar ekki rökrétt
og í stað þess að kvarta við skóla-
stjórnendur skrifuðum við harðort
nafnlaust kvörtunarbréf til kvenn-
anna indælu sem störfuðu í mötu-
neytinu. Þar kvörtuðum við ekki
aðeins undan því að fá ekki að borða
heldur notuðum tækifærið og lýst-
um frati á flesta þá rétti sem okkur
hafði verið boðið upp á þann vetur-
inn. Það var ég sem skrifaði bréfið
og þótt ég muni alls ekki hvað stóð í
því veit ég að lýsingarorðin voru
ekki spöruð. Gott ef klausan „viður-
styggilegt óæti sem bragðast eins
og æla“ var ekki fest á blað.
ÞEGAR hungrið hafði verið satt og
baráttuandinn var runninn af okkur
dauðskammaðist ég mín. Undir
bréfið höfðum við ritað „Matar-
mafían“ en einhvern veginn tókst
strax að rekja skrifin til mín. Því-
líkur bömmer. Þetta hafði allt virst
svo skynsamlegt í hita leiksins en
daginn eftir langaði mig að grenja.
MIG grunar að einmitt þannig hafi
einhverjum liðið í gær, að morgni
sumardagsins fyrsta. Miðað við þá
timburmenn sem fylgdu matar-
mafíu bréfinu hljóta timburmenn
mótmælanna við Suðurlandsveg á
miðvikudag að vera skelfilegir.
Kauðinn sem kastaði steini í lög-
regluna nagar sig eflaust í handar-
bökin og lögregluþjónninn sem
hrópaði gas, gas! að því er virtist
viti sínu fjær, hlýtur að hafa vakn-
að með dúndrandi höfuðverk.
SVO er það bannsett tæknin. Það
er eitt að missa stjórn á sér í mót-
mælum, fyllast eftirsjá og reyna að
gleyma því en að missa stjórn á sér,
sjá eftir því og vera sífellt minntur
á það með endursýningum í sjón-
varpi, misgáfulegum bloggskrifum
og upptökum á Youtube. Ég þakka
Guði fyrir að orðið veraldarvefur
var varla komið í íslenska orðabók
þegar ég stofnaði matarmafíuna.
Þótt syndir fortíðar vilji gjarnan
læðast aftan að manni er ég nokkuð
viss um að bannsett kvörtunar-
bréfið með öllum sínum fúkyrðum
mun aldrei rata á netið.
Timburmenn
mótmælanna