Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 27
[ ]Poppkorn gos og nammi er málið um helgina. Slepptu þér í óhollustunni og gerðu vel við þig í náttbuxum yfir góðri mynd. Ungliðahreyfingarnar Ný-ung og Ung-blind verða með aðsetur í Hinu húsinu á morgun þar sem þær ætla að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Ýmislegt verður í boði fyrir gesti og gangandi og með hinum ýmsu uppákomum vilja samtökin Ný-ung og Ungblind vekja athygli á málstað sínum og leggja sitt af mörkunum til að auka fjölbreytnina í samfélaginu. Meðal þess sem verður í boði er ljósmyndasýning Höskuldar Þórs Höskuldssonar, meðlims Ný-ungar og svo ætla nokkrir Ný-ungar-menn að ganga um götur miðbæjarins og afófatla fólk. „Með þessu ætlum við að vekja athygli á því að öryrkjar eru orðn- ir þreyttir á því að vera minnihlutinn í þjóðfélaginu og í leiðinni að berjast gegn fordómum gagnvart örykjum og öðrum minnihlutahópum,“ útskýrir Andri Valgeirsson, formaður Ný-ungar. Ný-ung er ungliðahreyfing Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, og eru meðlimir á aldrinum 18-30 ára. „Við berjumst fyrir jafnrétti og réttlæti í þjóðfélaginu fyrir öryrkja og hreyfihamlaða en við reynum að gera það á skemmtilegan hátt, með gjörningum og ljósmyndasýningum svo dæmi séu nefnd,“ segir Andri. Ungblind er vettvangur ungs fólks í Blindrafélag- inu til að miðla reynslu sinni, ræða saman og skemmta sér. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samtökin Ung- blind skipuleggja viðburði. Samtökin hafa áður verið með skautaferðir og sjóstangaveiði, staðið fyrir blindu kaffihúsi þar sem sem gestir sátu í myrkri og þeim þjónað af blindum. Ungblind tekur einnig þátt í norrænu og evrópsku samstarfi og alls kyns ung- mennaskiptum, sem dæmi um það þá fer unga fólkið í norrænar sumarbúðir á hverju ári, en þær eru haldnar til skiptis á Norðurlöndunum. Það sem er í gangi hjá Ungblind í dag er lifandi bókasafn. Þar gefst almenningi kostur á því að fletta upp í lifandi bókum um hina ýmsu minnihlutahópa. Ný-ung er heldur ekki að skipuleggja sinn fyrsta viðburð. Götuhernaður, www.oryrki.is, er hópur ung- menna á aldrinum 18-23 sem haldið hefur úti heima- síðu þar sem félagar vilja vekja athygli á málstað sínum og reyna að bæta ímynd fatlaðra. „Við tökum aðallega íslenskar auglýsingar fyrir og breytum þeim þannig að við notum hreyfihamlað fólk í stað ófatl- aðra. Við erum einnig með tónlistarmyndbönd, leikið efni, fréttir og boli til sölu,“ segir Andri. „Við snúum gildum samfélagins á haus og gerum hreyfihamlaða að fyrirmyndunum.“ Götuhernaðurinn er þó ekki hluti af Ný-ung, heldur frekar dótturfélag þess. Uppákomurnar á morgun hjá Ungblind og Ný-ung eru ekki bein samstarfsverkefni; félagarnir þekkjast vel innbyrðis og þegar tækifæri gefst hafa þeir nýtt sér sameiginlegan vettvang fyrir málstað sinn. Opið verður í Hinu húsinu á milli klukkan eitt og fjögur. List án landamæra heldur einnig úti bloggi og þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um þessi málefni er bent á að kíkja á www.listanlandamaera.blog.is klara@frettabladid.is Jafnrétti með gjörningum Andri Valgeirsson er formaður Ný-ungar FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fjöldi ungs og efnilegs skíða- fólks er nú í Hlíðarfjalli. Andrésar andar-leikarnir standa nú yfir í Hlíðarfjalli á Akureyri er og tilvalið fyrir þá sem hafa gaman af skíðaíþróttinni að líta þar við og fylgjast með unga fólkinu keppa. Á leikunum er keppt í svigi, stór- svigi og skíðagöngu og yngstu keppendurnir fara í gegnum skemmtilega leikjabraut, en kepp- endur eru á aldrinum 5-14 ára. Keppendur í ár eru 714 og þar af eru tíu frá Noregi. - eö Andrés á Akureyri Fjöldi ungmenna keppir í Hlíðarfjalli um helgina. Fitnessvog metabolic rate www.eirberg.is 569 3100 Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.