Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 34
„Ég var búsett í Svíþjóð í tólf ár og þar endurnýjaði ég kynni mín af Barba- pabbafjölskyldunni en fjölskyldan skip- aði stóran sess í lífi mínu þegar ég var lítil,“ segir Kristín Stefánsdóttir, versl- unareigandi Liggalá og menntaður iðju- þjálfi. Hún ákvað að stofna barnaversl- un því hún saknaði svo gömlu leikfé- laganna. „Það er alltaf jafn skemmtilegt að sjá eldra fólkið taka gleði sína þegar það sér Barbapabbavörunar hjá okkur og spyrja hvar þeir hafa verið í öll þessi ár. Ég held að við kaupum frek- ar eitthvað fyrir börnin okkar sem við sjálf náum að tengja við en það sem við þekkjum ekki eins og til dæmis Pókemon. Enda er ekki til betri leikfélagi en Barbapabbi,“ segir Kristín. „Ég elskaði vörurnar frá Hello Kitty þegar ég var lítil. Þegar dóttir mín var þriggja ára fór ég að taka eftir því að Hello Kitty var að komast aftur í tísku og ákvað í kjölfarið að flytja vörurnar inn,“ segir Hildur Aðalsteinsdóttir en hún hefur flutt inn vörunar frá því 2004 og eru þær seld- ar í verslunum Hagkaupa. „Vinsældir hafa farið fram úr öllum vonum en nú lítur svo út að árið í ár verði metsöluár enda vöruúrvalið alltaf að verða meira,“ bætir Hildur og segir að nýjasta æðið verði pottþétt hlaupahjól og hjólaskautar frá Hello Kitty. „Við erum búnir að flytja inn Star Wars-karlana síðan 1999. Þeir hafa alltaf verið vinsælir en þegar Episode 1 var sýnd ruku vinsældirnar upp úr öllu valdi,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, starfsmaður Nexus og forfallinn Star Wars-aðdáandi, en á þessum tíma komu út Star Wars- tölvuleikir og teiknimyndabækur sem ýttu enn frekar undir vinsældirnar. Hann segir að Star Wars-leikföngin hafi eig- inlega aldrei dottið úr tísku. „Það er mjög algengt að pabb- ar sem voru að alast upp þegar fyrstu Star Wars-mynd- irnar voru sýndar komi hingað með syni sýna og kaupi Star Wars-karla handa þeim,“ segir hann og viðurkennir að sjálf- ur sé hann engin undantekning. Menn kaupi hluti fyrir börnin sín sem þeir ólust upp við sjálfir. „Framundan er endurkoma leikfanga frá níunda áratugunum sem ég held að verði bylting, þar sem gömlu leikföngin okkar munu koma fram í nýjum búningi.“. Heim- sóknir í leikfangaverslan- ir geta komið af stað krónískum valkvíða. Hvað skal kaupa handa börnumum? Endurkoma sumra góðkunningja okkar frá því við vorum að alast upp hefur þó gert okkur auðveldara að velja úr leikfangaframboðinu. Við höfum endurheimt leikfélaga okkur úr barnæsku; litríku Barbapabba- fjölskylduna, krúttlegu monsurnar, brosmilda múminsnáðann, Star Wars- karlana ofursvölu, Hello Kitty-kisuna sykursætu og svo lengi mætti telja. Við þráum að börnin okkar kynnist þessum góðu félögum sem styttu okkur stund- ir og þroskuðu okkur og efldu. Með því að halda þessum gömlu, góðu leik- föngum að börnum okkar erum við ekki bara að uppfylla óskir þeirra og þrár heldur okkar líka. Hvern hefði ekki dreymt um að eiga barbapabbarúm, monsuföt til skiptanna eða Star Wars-karl sem talaði? Yfir öllum þess- um leikföngum svífur nostalgía. Ætli við séum að kaupa leikföngin meira fyrir okkur en börnin? bergthora@365.is Star Wars-æði grípur æskuna Féll fyrir Hello Kitty Barbapabbi er vinur allra Að varðveita barnið innra með sér Leikföng með tilfinningar Auður, Svanhil dur, Unnur, Na nna og Birgitta www.papilla.is 6 • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.