Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 6
6 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR RV U N IQ U E 0 3 0 8 0 4 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu DÓMSMÁL Tómas Kristjánsson, fyrrverandi starfs- maður hraðsendingarfyrirtækisins UPS, er grunað- ur um að hafa gegnt lykilhlutverki í smygli á ríflega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni sem reynt var að koma inn í landið 15. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðs- dóms þess efnis að Tómas skuli sitja í gæsluvarð- haldi til 30. maí. Í úrskurðargögnum kemur fram að Tómas hafi verið ótrúverðugur og reikull í framburði. Tölvu- gögn hans hafi verið rannsökuð og þyki meint aðild hans það mikil að hann sé talinn tengjast skipulagn- ingu, milligöngu og móttöku fíkniefnanna. Staða hans þyki sambærileg stöðu sakborninga í öðrum svipuðum málum þar sem þeim sé gert að sitja í gæsluvarðhaldi fram að dómi. Þá kemur fram að brot af þeirri stærðargráðu sem um ræðir í þessu máli geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Gæsluvarð- hald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. - jss HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir fyrrverandi starfsmanni UPS hefur verið staðfestur. Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald vegna smygls á miklu magni fíkniefna: Hraðsendingarmaður grunaður SKOÐANAKÖNNUN Íslendingar eru mun svartsýnni á þróun efnahags fjölskyldunnar næsta árið en í lok janúar. 39,4 prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins telja að staðan verði verri eftir tólf mánuði en nú. Í janúar var hlutfallið 23,3 prósent sem voru svartsýn á þróun efnahags fjöl- skyldunnar, en 19,2 prósent þegar sama spurning var borin upp í ágúst 2006. Konur eru aðeins svartsýnni en karlmenn nú; 41,5 prósent telja að efnahagur fjölskyldunnar muni versna á árinu, en 37,3 prósent karla. Svartsýnin hefur hins vegar aukist meira meðal karla en kvenna frá því í janúar; um 17,5 prósentustig meðal karla og 14,7 prósentustig meðal kvenna. Tæplega helmingur, eða 49,6 prósent, telur nú að efnahagur fjölskyldunnar muni standa í stað næstu tólf mánuðina. Ekki er munur á afstöðu kynjanna, né eftir búsetu. Þeim hefur fækkað um tæp átta prósentustig sem telja að staða fjölskyldunnar að þessu leyti muni ekkert breytast á árinu frá því 30. janúar og um rúm níu prósentustig frá því í ágúst 2006. Ellefu prósent eru bjartsýn og telja að efnahagur fjölskyldunnar muni batna á árinu. Það voru nokkuð fleiri í janúar sem deildu bjartsýninni, eða 19,3 prósent. Í apríl 2006 var það 21 prósent sem taldi að efnahagur fjölskyldunnar myndi batna á næstu tólf mánuð- um. Ef svörin eru greind eftir afstöðu til flokka er framsóknar- fólk bjartsýnast. 20,7 prósent þeirra sem segjast styðja Fram- sóknarflokkinn telja að efnahag- urinn muni batna, 16,3 prósent sjálfstæðismanna og rétt um eða undir tíu prósentum stuðnings- fólks annarra flokka. Vinstri græn eru svartsýnust og telja 53,8 prósent þeirra sem styðja flokkinn að efnahagurinn muni versna á árinu. Um fjörutíu prósent kjósenda Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og þeirra sem ekki gefa upp stuðning telja að efnahagurinn fari versnandi. Rúmlega 28 prósent sjálfstæðis- fólks og sautján prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru sama sinnis. Svartsýnin hefur aukist mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins. Þrefalt fleiri sjálfstæðismenn telja nú að efnahagurinn muni versna á næsta ári en í janúar. Þá hefur bjartsýnin einungis aukist meðal stuðningsfólks Framsóknar- flokksins, en tvöfalt fleiri fram- sóknarmenn telja að efnahagur- inn muni batna á næstu tólf mánuðum en fyrir ári. Hringt var í 800 manns laugar- daginn 19. apríl og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var; telur þú að efnahagur fjölskyldunnar muni batna, versna eða standa í stað á næstu tólf mánuðum? 94,3 prósent tóku afstöðu til spurningar- innar. svanborg@frettabladid.is Fjörutíu prósent telja að efnahagur versni Aukin svartsýni er á efnahag fjölskyldunnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmlega helmingi fleiri telja nú, en í janúar, að efnahagurinn muni versna á árinu. Þeim fækkar verulega sem telja að hann batni. TELUR ÞÚ AÐ EFNAHAGUR FJÖLSKYLDU ÞINNAR MUNI BATNA, VERSNA EÐA STANDA Í STAÐ NÆSTU MÁNUÐI? 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 26. ÁGÚST 2006 30. JANÚAR 2008 19. APRÍL 2008 SKV. SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS ■ Batna ■ Versna ■ Standa í stað 39,4% 49,6% 11,0% 23,3% 57,5% 19,3%21,0% 58,8% 25,5% Þekkir þú kröfur bílstjóra? Já 79,5% Nei 20,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Verður Eyþór, sigurvegari Bandsins hans Bubba, stór- stjarna? Segðu skoðun þína á vísir.is FINNLAND Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, er reiðubúinn að endurskoða þátttöku sína í vígsluhátíð Ólympíuleikanna í Peking í haust ef eitthvað alvarlegt gerist í Kína eða stjórnmálaástandið breytist, að því er fram kemur á á hbl.fi. „Ef eitthvað gerist verður málið tekið til endurskoðunar,“ sagði Vanhan- en á finnska þinginu í gær. Vanhanen hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum og að Finnland reyni að hafa áhrif á Kína með pólitískum hætti. Hann segir að málefni Tíbet hafi verið rætt á fundum utanríkisráð- herra í vetur en ekki komi til greina að hunsa Kínverja. - ghs Forsætisráðherra Finna: Kínaför í skoðun KJÖRKASSINN REYKJAVÍK Velferðarráð Reykja- víkur borgar hefur ákveðið að breyta almennum niðurgreiðslum vegna félagslegs leiguhúsnæðis í persónubundinn stuðning við leigj- endur í formi sérstakra húsaleigu- bóta. Breytingin öðlast gildi frá 1. apríl en kemur til framkvæmda um mánaðamótin maí-júní. Í tilkynningu frá Velferðarráði segir að með þessum breytingum verði komið enn betur til móts við þá leigjendur sem standa verr að vígi fjárhagslega þar sem greiðslu- byrði leigjenda muni taka mið af persónubundnum aðstæðum hverju sinni og leiða til betri nýtingar á leiguhúsnæði Félags bústaða. Jórunn Frímannsdóttir, for maður Velferðarráðs, segir að breytingin komi betur út fyrir suma en aðra. Hún telur að margir fái mun hærri stuðning en áður. Leigjendur Félagsbústaða greiði raunleigu og fái sérstakar húsaleigubætur eftir því hvernig hagur þeirra er hverju sinni og er því breytilegur eftir því sem aðstæður breytast. Í heildina komi þetta eins út fyrir Reykjavík- urborg því að útgjöld borgarinnar verði sambærileg. Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum, þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsa- leigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 70 þúsund krón- um og aldrei farið yfir 75 prósent af leigufjárhæð. - ghs MARGIR FÁ HÆRRI STUÐNING Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs, segir misjafnt hvernig breytingin komi út fyrir fólk en telur að margir fái hærri greiðslu eftir breytinguna. Velferðarráð borgarinnar breytir niðurgreiðslum vegna leiguhúsnæðis: Persónulegar húsaleigubætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.