Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 46
10 • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 t íska ferskleiki dagsins í dag Í maíhefti breska tímarits- ins Vogue veltir blaða- maðurinn Daisy Garnett því fyrir sér hvort brjóst- góðar konur geti klæðst helstu snið vortískunnar. Þegar Daisy spurði nokkra tískuritstjóra hvernig hún ætti að klæðast víðum rós- óttum skyrtum án þess að líta út eins og fíll í dóta- búð var henni ráðlagt að fá sér nýjan brjóstahaldara. „Minimiser“ væri lykill- inn að góðu útliti. „Minim- iser“ er brjóstahaldari sem er þannig gerður að stykk- ið á milli brjóstanna er breið- ara, hann eru úr stífu efni sem teygist ekki og bak- stykkið er breitt sem gerir það að verkum að barmur- inn þrýstist niður. Það er samt alls ekki nóg að reyra brjóstin niður ef maginn vellur út um allt og þá kemur samfella með skálmum að góðum notum. Þegar konur eru komnar í slíkan útbúnað sjást engar fellingar nokkurs staðar og fitan hreinlega ýtist inn. Þetta hlýtur líka að virka því í sjónvarpsþátt- unum „How to look good naked“ voru undirföt lykillinn að góðu útlit. Þar var ekki verið að senda þrýstna kvenpeninginn í megrun. Ef þetta er ekki hlutverk undir- fata þá veit ég ekki hvað. Í vor- og sumartískunni er mikið um litríkar, víðar skyrtur úr alls konar satín- og organsa- efnum. Þegar stórbrjósta kona er komin í svona skyrtu þá lítur hún út eins og skíðastökkpallur og þannig vilja fæstar vera. Hvað þurfum við að gera til að geta tekið þátt í tískunni? Um leið og þú ert komin í jakka með stuttum ermum yfir blómaskyrtuna þá ber ekki eins mikið á stóru brjóstunum. Jakkavesti er skyldu- eign stórbrjósta kvenna því það má nota yfir flestar flíkur. Vestið hefur það fram yfir svo margt að það formar lík- amann án þess að vera halló eða heft- andi á nokkurn hátt. Annað gott ráð er að fara í síðan, þröngan ermalausan bol undir víðu skyrtuna. Þá sýnir hann útlínur líkamans undir skyrtunni og kemur í veg fyrir að þú verðir ekkert nema brjóstin. Konur með stór brjóst eiga ekki að vera í tví- hnepptum jökkum heldur einhnepptum og v- hálsmál er þeirra besti vinur. Þær sem fíla ekki flegið ættu að athuga boli með beinu axlar- sniði því það dreg- ur athyglina frá stóru brjóstunum og myndar jafn- vægi á milli axla og mjaðma. Lengi má líka notast við breið belti til þess- að forma líkamann. Skyrtur eða kjól- ar með stórum pífuermum sem liggja lóðrétt draga athyglina frá brjóstunum og svo mætti lengi telja. Nú er bara að fjár- festa í sam- fellu með skálm- um, „minimiser“- brjóstahaldara og þá getur vel verið að þú þurfir ekk- ert að kaupa þér ný föt því þú verður svo svakalega ánægð með þig. martamaria@365.is Hvernig áttu að klæða af þér brjóstin GEGGJAÐIR SKÓR frá versluninni Kron. Skór sem glæða fataskáp- inn lífi og gleði. BLÓMLEG BUDDA frá versluninni KVK. Hver veit nema fjárhag- urinn muni blómstra með slíka buddu í farteskinu. GÓÐ RÁÐ FYRIR STÓRBRJÓSTA KONUR ■ Keyptu þér vesti og vertu í því yfir víða kjóla og skyrtur ■ Notaðu breitt belti til að forma líkamsvöxtinn ■ Vertu opnum jakka yfir blóma- skyrtur ■ Vertu í v-hálsmáls peysum ■ Ekki vera í stuttermabolum þar sem ermarnar enda í sömu línu og brjóstin ■ Ekki vera í rúllukragabol ■ Ekki vera í víðum kjóla einum og sér 1 . „Minimis- er“ brjósta- haldarinn og samfellan fást í Lífstykkjabúð- inni. 2. Lanvin sýnir hvernig lóðrétt- ar ermar virka brjóstaminnkandi. 3. Gucci sýnir jakka yfir munstraða skyrtu. 1 2 3 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.