Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 72
40 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Risaslagur í úrslitum Lengjubikars kvenna Erkifjendurnir KR og Valur mætast í sannkölluðum risaslag í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld kl. 19 í Egilshöll. Bæði liðin komust í úrslitaleikinn með sannfærandi 4-0 sigrum í undanúrslitum en liðin mættust í byrjun apríl í deildarkeppni Lengjubikarsins þar sem KR-stúlkur höfðu betur, 5-2. Liðin léku einnig til úrslita Lengjubikarsins í fyrra og þá fóru Valsstúlkur með 2-1 sigur og unnu þar með sinn þriðja deildarbikar á fimm árum. KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers og Boston Celtics byrja bæði úrslita- keppnina af krafti og eru bæði komin í 2-0 eftir tvo sigra á heima- velli. Boston vann fyrstu tvo leikina á móti Atlanta með 23 og 19 stigum en Lakers vann fyrsta leikinn á móti Denver með 14 stigum (128- 114) og fylgdi því síðan eftir með 15 stiga sigri, 120-107, í fyrrakvöld þar sem Kobe Bryant átti frábær- an leik og skoraði 49 stig og gaf 10 stoðsendingar. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri kominn með svo mörg stig. Maður kemst bara í stuð, félagar mínir í liðinu voru að leita að mér og það er eins og boltinn leiti mig uppi,“ sagði Kobe, sem hitti úr 66,7 prósent skota sinna í leikn- um. Kobe var aðeins einu stigi frá því að jafna met sitt í úrslita- keppninni en 19 af stigum hans komu á 4 mínútna og 19 sekúnda kafla í lokaleikhlutanum þegar Lakers gerði út um leikinn. Kobe Bryant er aðeins fjórði leikmaðurinn á síðustu 15 árum sem nær að skora 40 stig og gefa 10 stoðsendingar í sama leiknum í úrslitakeppninni. Tracy McGrady (42 stig-10 stoðs.) gerði það með Orlando 2001, Kevin Johnson (46- 10) náði því með Phoenix Suns 1995 og tveimur árum fyrr var Charles Barkley með 43 stig og 10 stoðsendingar fyrir Phoenix-liðið. „Eins og hann var að spila í kvöld hefðum við ekki getað stopp- að hann þó að við hefðum fengið að vera tíu inn á vellinum,“ sagði Allen Iverson, leikmaður Denver. George Karl, þjálfari Denver, varð fyrsti pabbinn sem þjálfar á móti syni sínum í úrslitakeppni því að sonur hans Coby Karl spilaði í tvær mínútur fyrir Lakers í leikn- um. Boston Celtics hefur farið illa með Atlanta-liðið í fyrstu tveimur leikjunum og stóra fréttin var yfirlýsing Mike Bibby um að áhorfendurnir í Boston væru ekki sannir aðdáendur heldur hoppuðu upp á vagninn núna af því að vel gengi. Bibby fékk að heyra það allan leikinn og Rajon Rondo hélt honum niðri inni á vellinum. Detrot Pistons náði að jafna ein- vígið á móti Philadelphia með öruggum 17 stiga sigri, 105-88, en 76ers-liðið vann mjög óvænt fyrsta leikinn í Detroit. Þetta er eina einvígið sem er jafnt eftir fyrstu tvo leikina en ekki eini úti- sigurinn því Utah Jazz er komið í 2-0 eftir tvo sigra í Houston. - óój Los Angeles Lakers og Boston Celtics byrjuðu bæði úrslitakeppnina í NBA-deildinni á tveimur heimasigrum: Kobe Bryant sýndi á sér sparihliðarnar SJÓÐHEITUR Kobe Bryant setti niður 18 af 27 skotum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ef mið er tekið af frammi- stöðu Vals gegn ÍA í Lengjubik- arnum í gær mæta meistararnir ógnarsterkir til leiks í Lands- bankadeildinni sem hefst 10. maí næstkomandi. Valsliðið leit virki- lega vel út gegn hinu geysisterka varnarliði ÍA og skoraði fimm mörk í síðari hálfleik og vann, 5-2. Valsmenn héldu uppi sannkallaðri stórskotahríð í leiknum; skutu alls 30 sinnum að marki og 15 sinnum fór boltinn á markið. „Við vorum að spila við gott lið. Valsmenn komu grimmir inn í síð- ari hálfleikinn og vendipunktur- inn var þegar við klúðrum vítinu í seinni hálfleik. Ég tek samt ekkert af þessu Valsliði að það er geysi- lega sterkt og átti sigurinn skil- inn,“ sagði auðmjúkur þjálfari ÍA, Guðjón Þórðarson, eftir leikinn. Guðjón gat engu að síður verið ánægður með sitt lið í fyrri hálf- leik. Þá vörðust Skagamenn ákaf- lega fimlega og Valsmönnum gekk ekkert að opna vörn þeirra þrátt fyrir mikinn sóknarþunga. ÍA komst yfir í sinni fyrstu sókn á 17. mínútu. Gunnar Einarsson braut þá ákaflega klaufalega á Andra Júlíussyni innan teigs og Bjarni Guðjónsson skoraði örugglega úr vítinu. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Valsmenn voru fljótir að jafna í síðari hálfleik. Baldur Aðalsteins- son fór þá illa með varnarmenn ÍA í teignum og var að lokum brugð- ið. Víti var dæmt sem sveitungi Baldurs frá Húsavík, Pálmi Rafn Pálmason, skoraði örugglega úr. ÍA fékk kjörið tækifæri til að komast yfir fimm mínútum síðar er Dennis Bo Mortensen braut á Jóni Vilhelm Ákasyni og þriðja víti leiksins var dæmt. Kjartan Sturluson sá aftur á móti við Bjarna og enn jafnt. Skagamenn blæddu fyrir vítið sex mínútum síðar er Pálmi skoraði með skalla í teignum en hann lék einkar vel í gær. Baráttujaxlarnir af Akranesi neituðu að gefast upp og Stefán Þórðarson sólaði Bjarna Ólaf upp úr skónum 20 mínútum fyrir leiks- lok, gaf boltann fyrir þar sem Helgi Pétur Magnússon stóð einn á fjærstöng og skoraði örugglega. Skagamenn voru þó ekki lengi í paradís því Valsmenn brunuðu beint í sókn og gáfu boltann fyrir þar sem Skagamenn hreinsuðu boltann beint fyrir fætur Dennis Bo Mortensen, sem afgreiddi bolt- ann laglega frá vítateig. 3-2. Dario Cingel, varnarmaður ÍA, fékk að líta rauða spjaldið tveim mínútum síðar og þá var baráttan töpuð hjá Skagamönnum. Dennis og Daníel Hjaltason stráðu salti í sár Skagamanna og stórsigur Vals staðreynd. „Ég var mjög kátur með liðið. Það er erfitt að glíma við ÍA enda gefur liðið fá færi á sér. Mesti sigur inn hjá okkur fannst mér liggja í því að við héldum þolin- mæðinni þó svo við værum 1-0 undir í hálfleik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, en hann fer ekkert í grafgötur með að hans lið sé líklegt til afreka í sumar. „Við vitum að við erum með hörkulið. Það hafa litlar breyting- ar orðið á liðinu og titillinn í fyrra gefur mönnum aukið sjálfstraust sem vonandi skilar sér í sumar,“ sagði Willum Þór Þórsson. henry@frettabladid.is Enginn vorbragur á Val Íslandsmeistarar Vals litu geysilega vel út í gær þegar þeir lögðu ÍA, 5-2, í undan- úrslitum Lengjubikarsins. Meistararnir spiluðu leiftrandi sóknarbolta lengstum og var engan vorbrag að sjá á liðinu. Valsmenn mæta geysisterkir til leiks í sumar. TVENNA Dennis Bo Mortensen var heitur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Það stefnir allt í það að HK sé að missa sinn efnilegasta leikmann fyrir tímabilið í Landsbankadeildinni í sumar. HK og West Ham hafa náð samkomulagi um kaup enska liðsins á Hólmari Erni Eyjólfs- syni og á hann aðeins eftir að semja um kaup og kjör. Þegar Fréttablaðið heyrði í Hólmari Erni í gær var hann búinn að hafna fyrsta samnings- tilboði frá West Ham en var búinn að senda mótttilboð. Hólmar Örn er eins og kunnugt er sonur Eyjólfs Sverrissonar sem er honum stoðs og stytta enda með áralanga reynslu af heimi atvinnumennskunnar. Hólmar var samt ekkert allt of bjartsýnn þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið og sagði alveg eins möguleiki á því að þetta færi allt í vaskinn. West Ham á næsta leik og það má búast við að það skýrist fljótlega hvort Hólmar Örn taki nýju tilboði eða að ekkert verði af kaupum West Ham. Hólmar verður 18 ára í haust og getur bæði leyst stöðu miðvarðar og miðjumanns. Hann lék 12 leiki með HK í Lands- bankadeildinni í fyrra og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína. - óój Hólmar Örn Eyjólfsson: Sendi West Ham móttilboð TIL WEST HAM? Hólmar Örn Eyjólfsson gæti orðið nýjasti Íslendingurinn i ensku úrvalsdeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Tom Hicks, annar eig enda Liverpool, hitti Rafa Benitez, stjóra Liverpool, að máli fyrir leikinn gegn Chelsea á þriðjudag og svo aftur daginn eftir. „Þetta var frábær fundur og ástandið er heilbrigt. Rafa er mjög ánægður og vill ræða enn frekar hvert hann ætlar með þetta félag,“ sagði Hicks við The Times en Benitez hafði beðið um fund með æðstu eigendum félagsins eftir að í ljós kom að þeir funduðu með Jürgen Klinsmann undir lok síðasta árs. Það er grunnt á því góða á milli Hicks og George Gillett, sem á Liverpool með Hicks, og þeir talast ekki lengur við. Hicks staðfesti enn fremur að Benitez hefði ekki viljað fara of djúpt í málin á fundi með honum einum og að til stæði að setjast niður með Benitez, Gillett og Rick Parry framkvæmdastjóra sem Hicks vill reyndar að segi af sér. - hbg Hicks hitti Benitez: Þetta var frá- bær fundur RAFA BENITEZ Vill hitta alla hæstráðend- ur Liverpool saman á einum fundi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hjá Reading er enn að kljást við nárameiðslin sem hafa verið að plaga hann síðan um áramót. Brynjar fór í aðgerð á nára og var orðinn leikfær og lék í 90 mínútur með varaliði félagsins á dögunum. Reiknað var með því að Brynjar myndi leika 300. leikinn á ferli sínum með enskum félögum gegn Arsenal um síðustu helgi en hann var svo ekki í leikmannahópi Reading. Í gær var svo staðfest á heimasíðu Reading að Brynjar hefði kennt meiðslanna á ný og ekki væri nú vitað hvenær hann yrði leikfær með Reading. - óþ Brynjar Björn Gunnarsson: Enn að kljást við nárameiðsli Það eru breyttir tímar hjá hinum 25 ára körfuknattleiksmanni Axeli Kárasyni sem hefur leikið með Skallagrími síðustu ár. Hann er að klára nám sitt í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og næsta haust heldur hann utan til Ungverjalands þar sem hann ætlar að læra til dýralæknis. Hann hefur þar af leiðandi leikið sínn síðasta körfuboltaleik með Sköllunum. „Ég er á fullu við að klára lokaritgerð- ina mína í skólanum þessa dagana. Rit gerðin er um vellíðan mjólkurkúa á Íslandi. Ég er búinn að spjalla við um 700 kýr og þær hafa það bara fínt,“ sagði Axel léttur en hvernig fær hann það eiginlega út hvort þeim líði vel eða illa? „Það eru hlutir eins og hreinlæti, sár og hegðun sem gefur til kynna hvort kúm líði vel eða ekki. Heildarniður- staðan er að þeim líði vel, sem er hið besta mál,“ sagði Axel, sem er að ljúka námi á búvísindabraut. Hann verður því búfræðikandidat í sumar og eftir sumarið heldur hann síðan utan Ungverjalands. „Ég mun læra dýralækninn í Ungverjalandi og ástæðan fyrir því landi er sú að þeir meta nám mitt hér heima til styttingar á náminu úti. Ég verð þarna úti í fjögur og hálft ár að klára námið og því ljóst að ég spila ekki körfubolta hér heima næstu árin. Svo þegar maður kemur heim er ekkert endilega víst að maður hafi einhvern tíma til þess að vera í boltanum sam- hliða þessu starfi. Það má því vel vera að ég sé búinn að spila minn síðasta körfuboltaleik hér heima,“ sagði Axel, sem hefur þó áhuga á að sprikla eitthvað úti í Ungverja- landi. „Ég ætla að líta í kringum mig og hef verið í sambandi við menn sem hafa tengsl í Ungverjalandi. Það er ekkert komið upp ennþá en við sjáum hvað setur. Það er erfitt að hætta í boltanum svona snöggt og skemmtilegra að geta spilað aðeins áfram,“ sagði Axel, sem játar fúslega að hann sé mikill sveitastrákur; alinn upp á sveitabæ og flutti þaðan í Varma- hlíð áður en hann fór á Sauðárkrók. „Mér líður best í sveitinni. Mitt náttúrulega umhverfi er í lopapeysu og stígvélum í sveitinni,“ sagði Axel. AXEL KÁRASON KÖRFUBOLTAKAPPI: TEKUR DÝRIN FRAM YFIR KÖRFUBOLTANN OG ER Á LEIÐ TIL UNGVERJALANDS Skrifar ritgerð um vellíðan mjólkurkúa á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.