Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 24
24 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Þórunn Sveinbjarnar- dóttir skrifar um um- hverfismál Dagur umhverfisins er í dag haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Að þessu sinni er dagur- inn tileinkaður vistvæn- um lífsstíl. Mörgum þykir sem þeir standi frammi fyrir ókleifum hamri þegar þeir velta því fyrir sér hvort og þá hvernig þeir geti orðið umhverfisvænni í sínu dag- lega amstri. Þá er gott að hafa í huga að enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Ef við leggjumst öll á eitt geta litlar breytingar hjá mörgum haft mikil áhrif á lífsgæði okkar allra. Umhverfisvernd er samfélags- verkefni, daglegt verkefni þar sem enginn er undanskilinn og allir þurfa að taka þátt: einstakl- ingar, fjölskyldur, fyrirtæki, félagasamtök og stjórnvöld. Það er í okkar höndum, hvers og eins, að breyta rétt gagnvart umhverf- inu – að sjá til þess að líf okkar og neysla stuðli að minni mengun og sjálf- bærri nýtingu auðlinda. Fræðsla vekur áhuga Það er í verkahring stjórnvalda að vekja fólk til umhugsunar og veita því gagnleg ráð um það hvernig við getum fetað okkur í átt til vistvænni lífsstíls. Í þessu ljósi býður umhverfisráðu- neytið, í samstarfi við Úrvinnslu- sjóð og Sorpu, til sýningarinnar Vistvænn lífsstíll í Perlunni á morgun. Þar gefst fólki tækifæri til að kynna sér vistvænar vörur og þjónustu. Það er óskandi að áhugi neytenda á að skipta við vistvæn fyrirtæki aukist og að þeir láti sig í auknum mæli umhverfissjónarmið varða í inn- kaupum og daglegu lífi. Með því að huga að umhverfissjónarmið- um í innkaupum og neyslu hvetja neytendur fyrirtæki til að gefa slíkum sjónarmiðum meiri gaum og til að leggja sín lóð á vogar- skálar betra umhverfis. Einnig hefur umhverfisráðuneytið end- urútgefið fræðsluritið Skref fyrir skref í samvinnu við Landvernd. Ritinu er ætlað að hvetja fólk til dáða og auðvelda því að tileinka sér breytta og betri lífshætti. Nú er hafið átak hjá Umhverfis- stofnun við að efla starfsemi Svansins hér á landi. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og það á að auð- velda neytendum að velja gæða- vörur sem eru vistvænni en sam- bærilegar vörur á markaði. Markmið átaks Umhverfisstofn- unar er að Svanurinn öðlist þær vinsældir sem hann á skilið. Unnið verður að því að auka hlut- fall Svansmerktrar vöru og þjón- ustu á markaði og að efla áhuga almennings og fyrirtækja á Svan- inum og öðrum umhverfismerk- ingum. Sveitarfélög vinna gott verk Mörg sveitarfélög hafa lagt sig fram um að auðvelda almenningi að stunda vistvænan lífsstíl. Bæjar yfirvöld í Stykkishólmi hafa til að mynda gert samkomu- lag við þjónustufyrirtæki um flokkun sorps og moltugerð úr lífrænum úrgangi fyrir öll heim- ili í bænum. Stykkishólmur er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem býður upp á slíka þjónustu. Markmið verkefnisins er að minnka umfang almenns sorps sem fer til urðunar að minnsta kosti um 60%. Úr Reykjavík hafa líka borist jákvæðar fréttir en í fyrra mældist minna magn af óflokkuðu heimilissorpi í tunnum borgarbúa en árið á undan. Fram að því hafði magnið aukist ár frá ári. Þetta bendir til þess að borg- arbúar séu duglegri að skila sorpi í endurvinnslustöðvar og í grenndargáma en áður og að vin- sældir endurvinnslutunna séu að aukast. Verkefnið Frítt í strætó fyrir námsmenn er annað dæmi um góðan árangur sveitarfélaga. Vegna þess hefur farþegum Strætó fjölgað um u.þ.b. eina milljón. Allt þetta eykur bjart- sýni okkar sem störfum á vett- vangi umhverfismála um að verulegum árangri megi ná með réttum aðgerðum. Fordæmi stjórnvalda Það er ekki einungis skylda stjórnvalda að fræða og hvetja almenning til góðra verka í þágu umhverfsins. Stjórnvöld verða líka að sýna gott fordæmi. Nú er unnið að stefnu um vistvæn inn- kaup ríkisins. Með slíkri stefnu eru gefin skýr skilaboð um að ríkið vilji vera leiðandi í því að efla vistvæn innkaup á Íslandi, enda kaupir ríkið vörur og þjón- ustu fyrir um 90 milljarða króna á ári. Það er því ljóst að áhrifa- máttur opinberra innkaupa er mikill. Með því að setja skýrar kröfur um umhverfissjónarmið í opinberum innkaupum er hvatt til nýsköpunar og virkrar sam- keppni um vistvænar vörur og þjónustu á markaði. Um leið er stuðlað að því að draga verulega úr umhverfisáhrifum innkaupa og neyslu í opinberri starfsemi og samfélaginu öllu. Dagur umhverfisins gefur okkur tækifæri til að staldra við, meta árangurinn af starfi okkar á sviði umhverfismála og brýna okkur áfram til góðra verka. Við höfum stigið mörg skrefin til góðs – en betur má ef duga skal. Til hamingju með dag umhverfis- ins! Höfundur er umhverfisráðherra. Gleðilegan dag umhverfisins ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR Ný kynslóð jarðgufuvirkjana UMRÆÐAN Eiríkur Hjálmarsson og Jakob Sigurður Friðriksson skrifa um orkumál Við gamla áningarstaðinn á alfaraleiðinni um Hellis- heiði er verið að byggja jarðvarmavirkjun sem sver sig í ætt við systur sínar í Svartsengi og á Nesjavöllum. Hún er stór, hún er áberandi í umhverfi sínu og hún er mjög hagkvæm. Á síðustu árum hefur raunverð á rafmagni til viðskiptavina Orkuveitu Reykjavíkur lækkað um þriðjung og hitaveitureikningurinn um fjórðung. Hellisheiðarvirkjun á að tryggja hagstætt orkuverð til næstu áratuga. Nú hafa verið á teikniborðinu um hríð tvær nýjar gufuaflsstöðvar á Hellisheiðinni, Hvera- hlíðarvirkjun og Bitruvirkjun. Bitruvirkjun liggur nær verðmætum útvistarsvæðum og skiptir því höfuðmáli að til hennar sé vandað þannig að sem traustastur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem útivistarsvæðin eru. Það er vandasamt og því hefur Orkuveitan haft forgöngu um að kalla til skrafs og ráðagerða ekki eingöngu lögformlega umsagnaraðila heldur ekki síður ferðafólk, fyrirtæki í ferða- þjónustu og umhverfisverndarsamtök. Mikilvægi samráðsins Orkuveita Reykjavíkur hefur ætíð litið svo á að markvisst umhverfismat framkvæmda sé til þess að bæta framkvæmdina. Umhverfismatið leiði í ljós áhrif á umhverfi og samfélag og sé á engan hátt stefnt gegn framkvæmdinni. Án þess að samráðs- og umsagnaraðilar vegna Bitru- virkjunar séu með nokkrum hætti gerðir ábyrgir fyrir áformum Orkuveitunnar er rétt að halda til haga og þakka þeirra umsagnir, ábendingar og athugasemdir. Þær hafa leitt til þvílíkra breyt- inga á hönnun og skipulagi Bitruvirkjunar að rétt er að tala um að Bitruvirkjun sé hin fyrsta af nýrri kynslóð jarðgufuvirkjana. Frá því fyrstu áform um Bitruvirkjun voru kunngerð hafa þau tekið þessum breytingum: • Framkvæmdasvæðið hefur minnkað úr 675 hekturum í 285, eða um u.þ.b. tvo þriðju. • Framkvæmdasvæðið hefur verið fært lengra frá hinum stórbrotnu hverasvæðum á Ölkelduhálsinum. • 60% af gufulögnum verða neðanjarðar, 30% gerðar torsýnilegar frá algengustu gönguleiðum með mönum og einungis einn tíundi hluti gufulagnanna verður með þeim hætti sem við þekkjum frá eldri virkjunum. • 99% af brennisteinsvetni frá virkjuninni verður fargað og hveralykt frá henni verður því hverfandi. • Húsbyggingar verða staðsettar þannig að hæðir og ásar í landslagi eru nýtt til að gera mannvirkin torsýnileg frá gönguleiðum. • Hönnun gufuháfa og annarra mannvirkja er háttað þannig að gufustrókar verða minni og gisnari. • Fleiri borholur verða á hverjum borteig þannig að yfirborðsraski er haldið í lág- marki og þeir aðlagaðir landslagi við lok framkvæmda. • Rafmagn frá virkjuninni verður lagt í jarðstreng að núverandi línum á Hellisheiðinni. Sambúðin við jarðhitann Gamlir annálar lýsa því viðhorfi til jarðhita hér á landi að hann sé skaðvaldur. Það fylgi honum ekki bara hamfarir heldur fargist fé og jafnvel fólk í hverum og heitum pyttum. Hefði aldamótakynslóðin síðasta stuðst alfarið við afstöðu forfeðra okkar til jarðfræði- legra eiginleika Íslands værum við ekki sú fyrirmynd annarra þjóða í orkumálum, sem við erum, með um 80% orkuöflunar endurnýjanlega. Í jarðhitanum búa hættur og líka tækifæri. Hætturnar þekkjum við af aldalangri sambúð við reginöfl eldgosa og jarðskjálfta. Tækifærin eru a.m.k. af tvennum toga. Gríðarleg endur- nýjanleg orka býr í jarðhitasvæðunum og flest þeirra eru líka undursamleg smíð af náttúrunnar hendi. Við viljum njóta beggja þessara kosta. Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt mikið af mörkum til þess að Hengilssvæðið er kjörlendi útivistarfólks. Um 100 km göngustíga hafa verið stikaðir og þeim viðhaldið, gönguleiðarkort hefur verið gefið út, fræðsla stendur gestum og gangandi til boða í tveimur virkjunum og almenningi er boðið í reglubundnar fræðsluferð- ir um þetta magnaða svæði. Þrjátíu ára reynsla af Hengilssvæðinu segir að hægt sé í senn að virkja jarðhitasvæði og nýta það til útivistar og annarrar ferðamennsku. Nýjar áskoranir Jarðhitavirkni fylgja fagrar jarðmyndanir og Ölkelduhálsinn og næsta umhverfi hans eru þar enginn eftirbátur. Það þekktu það því miður ekki margir þegar háspennulína frá Búrfelli var lögð þvert yfir svæðið um miðjan síðasta áratug, en landverndarsamtök létu vel af sér vita í umræð- unni um línustæðið. Það dregur ekki úr kröfunni um vandvirkni, tillitssemi og varúð þegar uppi eru áform um frekari framkvæmdir. Höfundar eru starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur. EIRÍKUR HJÁLMARSSON JAKOB SIGURÐUR FRIÐRIKSSON ÖLKELDUHÁLS UMRÆÐAN Helgi Helgason skrifar um bæjarmál í Kópavogi Í aðdraganda umræðunn-ar um óperuhús í Kópa- vogi sögðu fulltrúar meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ein af þeim staðsetningum sem til greina kæmu fyrir óperuhús væri við Borgarholts- braut. Mörgum fannst sú staðsetn- ing fráleit. Við í Frjálslynda flokkn- um í Kópavogi höfum áður viðrað þær skoðanir okkar að okkur finnist umhverfis- og skipulagsstefna bæjar yfirvalda vera á rangri braut. Þegar menn eru farnir að þétta byggð svo óhóflega að til vandræða horfir í umferðarmálum eru menn ekki á réttri leið. Það er einmitt það sem er að gerast ef óperuhúsi verður valinn staður við Borgar- holtsbraut. Nóg er umferðin fyrir. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að það er ekki sjáan- legt að hægt sé að breikka þær götur sem liggja að húsinu verði það staðsett þarna. Og hvers eiga íbúarnir að gjalda? Kópavogsbúar sáu glögglega hvers konar ástand myndaðist þegar Nýbýlavegi var lokað vegna framkvæmda fyrir ekki löngu. Svar bæjarstjórnar hefur verið ákaflega nýstárlegt. Þeir leysa málið með því að byggja fleiri bílastæðishús! Þetta svæði er í dag fallegt grænt svæði sem fólk virðist nota og njóta. Þar má oft sjá fólk að leik t.d. eldri borgara að pútta. Á þessu svæði er nú þegar orðið hæfilega þéttbýlt. Við eigum enn eftir að sjá afleiðingar þess að meirihluti bæjarstjórnar hefur með klækjum eða offorsi holað niður byggð á svæðum þarna í kring sem áður voru græn s.s. í Fossvogsdal og á Kópavogstúni. Þeir hafa og eyðilagt náttúrulega strandlengju Kársnessins með uppfyllingum og hyggjast enn bæta þar í bygging- um. Það hlýtur að vera hægt að finna aðra staðsetningu fyrir þetta hús. Ég get að minnsta kosti ekki með neinu móti fallist á að til greina komi að reisa húsið á þessum stað. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Óperan í Kópavogi HELGI HELGASON Dagskrá fundarins er 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Ger› grein fyrir ársreikningi. 3. Tryggingafræ›ileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt. 5. Önnur mál. Ársfundur 2008 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›, 8. maí 2008 og hefst kl. 16.30. Reykjavík 21. 04. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.