Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 40
● fréttablaðið ● austurland 25. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR4 Landsmót íslenskra kvenna kóra verður haldið á Höfn í Hornafirði um helgina, en þar munu þrettán kórar eða tæplega 400 konur víðs vegar að af landinu takast á við verkefni, kynnast og efla tengsl kórkvenna. Tvennir tónleikar verða haldnir í Íþróttahúsi Hornafjarðar. Hver kór flytur sín tvö lög á morgun klukkan 16 og eru allir velkomnir að hlýða á báða daga og er aðgangur ókeypis. Sameiginlegir tónleikar verða síðan á sunnudag klukkan 14 þar sem allir kórarnir syngja saman við undirleik stórsveitar Jóhanns Morávek og afrakstur helgarinn- ar verður kynntur. Landsmótslagið verður frumflutt en Þóra Marteins- dóttir tónskáld samdi lagið sérstak- lega fyrir mótið við texta Guðbjarts Össurarsonar. Kvennakór Hornafjarðar, sem hefur starfað í tíu ár, er gestgjafi mótsins og hafa kórkonur unnið að undirbúningi þess undanfarna mánuði. Kórinn leggur mikinn metnað í að efla samvinnu og sam- hljóm kvennakóra á landinu og von- ast meðlimir til að gestirnir upplifi gæði svæðisins og menningu í ríki Vatnajökuls. Þess má geta að kórastarf er öflugt á Hornafirði því þar starfa auk Kvennakórs Hornafjarðar, Karlakórinn Jökull, Samkór Horna- fjarðar, Gleðigjafar – kór eldri borgara og tveir barnakórar. Samhljómur kvenna Landsmót kvennakóra fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Sumardagskrá Minjasafns Austurlands verður með fjölþjóðlegu sniði í sumar. Ýmislegt verður í boði á safninu. Sumardagskrá Minjasafns Austur lands hefst með sameig- inlegri sýningu með Museum Nord í Norður-Noregi og Don- egal County Museum á Írlandi. „Arfleifð okkar Íslendinga tengist ekki síst Írum og Norðmönnum og mun sú arfleifð marka sterk spor í verkefni Minjasafnsins í sumar en samtengdar sýningar verða í Nor- egi og á Írlandi,“ segir Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri Minja- safnsins á Egilsstöðum. Sumarsýning safnsins ber heitið Ó-líkindi og verða samsýningar í Donegal Museum á Írlandi og Museum Nord í Vesterålen í Norður-Noregi, en samstarf milli þessa þriggja svæða hefur verið að byggjast upp síðustu ár á sviði menningar- og ferðamála að sögn Elfu. „Sauðkindin verður aðalþema sýningarinnar og munum við fjalla um hana í sögulegu ljósi og skoða hefðbundna gripi tengda henni, til dæmis ullarvinnslu. Þá skoðum við hvernig kindin er notuð til að tákngera þessi landsvæði. Einnig verður sýnt hvernig unnið er með kindina og ullina í nútímanum en sýningin verður opnuð um miðjan júní á öllum stöðunum samtímis. Þá verður gerð í tengslum við hana vefsíða þannig að við miðl- um milli safnanna þriggja, hvað er að sjá á hverjum stað fyrir sig. Við höfum farið í heimsókn til Írlands og bæði Norðmennirnir og Írarnir komið hingað en við munum heim- sækja Noreg bráðlega. Það hefur komið í ljós að margt er líkt hjá þessum þremur þjóðum, ekki bara sögulega heldur líka í safnavinn- unni og skipulagi safna.“ Grunnsýning safnsins í sumar eins og undanfarin ár ber heitið Sveitin og þorpið og fjallar annars vegar um hið hefðbundna íslenska sveitasamfélag og hins vegar um þéttbýlismyndun fyrir austan og sérstöðu Héraðsins. „Við verðum líka í samvinnu við eldri borgara á svæðinu og handverkshóp eða - hópa, sem sjá um lifandi starf- semi í Safnahúsinu reglulega. Á Þjóðhátíðardaginn 17. júní og ís- lenska safnadaginn í júlí munum við setja saman lifandi dagskrá og blanda saman þjóðlegri skemmt- un og fræðslu.“ - kþb Arfleifðin áberandi í sumar Grunnsýning safnsins, Sveitin og þorpið, snýst meðal annars um sveitasamfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.